Dagur til umhugsunar Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. maí 2024 07:31 Níundi maí er merkur dagur sem haldinn er hátíðlegur um alla Evrópu. Níundi maí er Evrópudagurinn en þann dag er á ári hverju minnt á gildi evrópskrar samvinnu og þýðingu fyrir framfarir, frið og mannréttindi í álfunni. Evrópusambandið er helsta birtingarmynd þess hve miklu er hægt að áorka standi þjóðir þétt saman og vinni að sameiginlegum verkefnum sem varða þær allar en hver og ein getur ekki leyst af hendi af eigin rammleik. EES-samningurinn 30 ára Á þetta vorum við minnt í gær þegar Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi efndu til uppskeruhátíðar í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins. Ekki leikur vafi á að sá samningur hefur leitt til mikilla framfara á mörgum sviðum í íslensku þjóð- og efnahagslífi. Tímabært næsta skref Löngu er tímabært fyrir okkur Íslendinga að stíga næsta rökrétta skref í þátttöku í evrópskri samvinnu. Aðild að Evrópusambandinu á að setja á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna. Kannanir hafa ítrekað sýnt að meirihluti landsmanna er jákvæður gagnvart því að taka á þessum málum og fá að tjá sig í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Sinnuleysi Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar verið sinnulausir um þetta mál, þó á því séu undantekingar. Þeir hafa afgreitt það á þann hátt að aðild að ESB sé ekki lausn á aðsteðjandi brýnum málum og þess vegna ekki staður né stund til þess að taka málið upp. Þessi afstaða er lýsandi dæmi um það sem okkur Íslendinga skortir helst, langtímasýn og fyrirhyggju. Ákvörðun um að hefja viðræður um aðild Íslands að ESB bæri hins vegar vott um hvort tveggja. Hitt er auðvitað vitað að slíkt ferli tekur mörg ár og vanda þarf til verka. Verði sú vegferð aldrei hafin er borin von að leiða málið til farsælla lykta. Krónan og vextirnir Í gær ákvað Seðlabanki Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Fjölskyldur og fyrirtæki stynja undan þessari miklu vaxtabyrði sem er fáheyrð í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Íslenska ríkið skuldar háar upphæðir, e.t.v. ekki háar miðað við mörg önnur ríki, en vaxtabyrði Íslands er miklu hærri en annarra ríkja. Hér munar tugum og hundruðum milljarða bara í vaxtakostnaði. Ein besta leiðin til þess að vinna bug á þessum vanda til framtíðar er að taka upp evru í stað krónu. Eina skynsamlega leiðin er aðild að ESB og sú ferð tekur mörg ár. Það er framtíðarlausn en ekki skammtímalausn. Erum við ekki búin að fá nóg af skammtímalausnum sem eru dæmdar til þess að mistakast? Evrópuhreyfingin vill langtímalausnir og sért þú þeirrar skoðunar ættir þú að ganga til liðs við okkur og skrá þig á vefslóðinni: www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Evrópusambandið Íslenska krónan Efnahagsmál Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Níundi maí er merkur dagur sem haldinn er hátíðlegur um alla Evrópu. Níundi maí er Evrópudagurinn en þann dag er á ári hverju minnt á gildi evrópskrar samvinnu og þýðingu fyrir framfarir, frið og mannréttindi í álfunni. Evrópusambandið er helsta birtingarmynd þess hve miklu er hægt að áorka standi þjóðir þétt saman og vinni að sameiginlegum verkefnum sem varða þær allar en hver og ein getur ekki leyst af hendi af eigin rammleik. EES-samningurinn 30 ára Á þetta vorum við minnt í gær þegar Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi efndu til uppskeruhátíðar í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins. Ekki leikur vafi á að sá samningur hefur leitt til mikilla framfara á mörgum sviðum í íslensku þjóð- og efnahagslífi. Tímabært næsta skref Löngu er tímabært fyrir okkur Íslendinga að stíga næsta rökrétta skref í þátttöku í evrópskri samvinnu. Aðild að Evrópusambandinu á að setja á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna. Kannanir hafa ítrekað sýnt að meirihluti landsmanna er jákvæður gagnvart því að taka á þessum málum og fá að tjá sig í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Sinnuleysi Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar verið sinnulausir um þetta mál, þó á því séu undantekingar. Þeir hafa afgreitt það á þann hátt að aðild að ESB sé ekki lausn á aðsteðjandi brýnum málum og þess vegna ekki staður né stund til þess að taka málið upp. Þessi afstaða er lýsandi dæmi um það sem okkur Íslendinga skortir helst, langtímasýn og fyrirhyggju. Ákvörðun um að hefja viðræður um aðild Íslands að ESB bæri hins vegar vott um hvort tveggja. Hitt er auðvitað vitað að slíkt ferli tekur mörg ár og vanda þarf til verka. Verði sú vegferð aldrei hafin er borin von að leiða málið til farsælla lykta. Krónan og vextirnir Í gær ákvað Seðlabanki Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Fjölskyldur og fyrirtæki stynja undan þessari miklu vaxtabyrði sem er fáheyrð í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Íslenska ríkið skuldar háar upphæðir, e.t.v. ekki háar miðað við mörg önnur ríki, en vaxtabyrði Íslands er miklu hærri en annarra ríkja. Hér munar tugum og hundruðum milljarða bara í vaxtakostnaði. Ein besta leiðin til þess að vinna bug á þessum vanda til framtíðar er að taka upp evru í stað krónu. Eina skynsamlega leiðin er aðild að ESB og sú ferð tekur mörg ár. Það er framtíðarlausn en ekki skammtímalausn. Erum við ekki búin að fá nóg af skammtímalausnum sem eru dæmdar til þess að mistakast? Evrópuhreyfingin vill langtímalausnir og sért þú þeirrar skoðunar ættir þú að ganga til liðs við okkur og skrá þig á vefslóðinni: www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun