Skálkaskjól Gunnlaugur Stefánsson skrifar 10. maí 2024 12:31 Núna standa alþingismenn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að leyfa opnu sjókvíaeldi að eyða villtum laxastofnum. Þetta er ekki pólitísk spurning, heldur siðræn, fjallar um siðferði gagnvart náttúru og villtum laxastofnum. Hvergi í veröldinni hefur tekist að stunda opið sjókvíaeldi án þess að skaða lífríkið varanlega og eyða villtum laxastofnum. Frumvarpið um lagareldi, sem matvælaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og atvinnuveganefnd þingsins fjallar nú um, gengur í raun út frá að norskur og kynþroska lax haldi áfram að sleppa úr kvíum með óhjákvæmilegri erfðablöndum við villtan íslenskan lax, lúsin haldi áfram að herja og sjúkdómar að malla. Opið sjókvíaeldi er afar ófullkomin framleiðslutækni og dýrkeypt fyrir lífríkið. Það staðfestir reynslan. En þetta er ódýrt í uppsetningu og rekstri með von um gríðarlegan skammtímagróða fyrir eigendurna. Þess vegna er ekkert sparað í áróðri og ágengni til að stjórnsýslan og stjórnmálamenn láti óskapnaðinn yfir sig ganga og segjast svo vera að bjarga búsetunni í brothættum byggðum á eldissvæðunum. Það er alveg klárt að í fyllingu tímans mun opna sjókvíaeldið heyra sögunni til. Ef það gerist ekki með upplýstri ákvörðun stjórnmálamanna af virðingu við lífríkið, þá mun íslensk náttúran sjá um það. Veður, hafís, lús, marglytta, hvalur og sjúkdómar gera það auk slysasleppinga sem halda áfram hér eftir sem hingað til. Þá skiptir engu máli hvað skrifað er í lög. Náttúran er ólæs og fer sínu fram. En hvað verður eldið búið að valda miklum skaða og eyða af lífríkinu með alvarlegum afleiðingum fyrir búsetu í landbúnaðarhéruðum okkar? Hvað verður þá um atvinnulífið í brothættum byggðum á eldissvæðum? Eldisiðjan verður fljót að pakka saman og þakkar ekki einu sinni fyrir sig. Horfumst í augu við veruleikann. Opið sjókvíaeldi með norskum og frjóum eldislaxi, sem frumvarp matvælaráðherra ætlar að halda áfam að leyfa, eyðir villtum laxastofnum með erfðablöndum. Þá skiptir engu hvaða óskhyggju menn skrifa í lög til að telja sér trú um að koma í veg fyrir það. Það heitir skálkaskjól. Þess vegna verður sérhver alþingismaður að svara hinni siðrænu spurningu og bera ábyrgð á svarinu: Vil ég fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir opið sjókvíaeldi? Ef einhverjir efast enn, leyfum þá náttúrunni að njóta vafans eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum. Það bjóðast neyðarúrræði. Að eingöngu verði leyfður ófrjór fiskur í opna eldinu til skamms tíma til að koma í veg fyrir erfðablöndun, sett verði hörð viðurlög með leyfissviptingum og sektum þegar út af bregður og gjaldtaka stóraukin og nýtt til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Því verður vart trúað, að Alþingi samþykki í tímaþröng með valdi meirihlutans stórgallað frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax og í bullandi ágreiningi við þjóðina. Eða verður það forseti Íslands sem leyfir þjóðinni að kveða upp sinn úrskurð? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður, formaður Náttúrufélagsins Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Núna standa alþingismenn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að leyfa opnu sjókvíaeldi að eyða villtum laxastofnum. Þetta er ekki pólitísk spurning, heldur siðræn, fjallar um siðferði gagnvart náttúru og villtum laxastofnum. Hvergi í veröldinni hefur tekist að stunda opið sjókvíaeldi án þess að skaða lífríkið varanlega og eyða villtum laxastofnum. Frumvarpið um lagareldi, sem matvælaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og atvinnuveganefnd þingsins fjallar nú um, gengur í raun út frá að norskur og kynþroska lax haldi áfram að sleppa úr kvíum með óhjákvæmilegri erfðablöndum við villtan íslenskan lax, lúsin haldi áfram að herja og sjúkdómar að malla. Opið sjókvíaeldi er afar ófullkomin framleiðslutækni og dýrkeypt fyrir lífríkið. Það staðfestir reynslan. En þetta er ódýrt í uppsetningu og rekstri með von um gríðarlegan skammtímagróða fyrir eigendurna. Þess vegna er ekkert sparað í áróðri og ágengni til að stjórnsýslan og stjórnmálamenn láti óskapnaðinn yfir sig ganga og segjast svo vera að bjarga búsetunni í brothættum byggðum á eldissvæðunum. Það er alveg klárt að í fyllingu tímans mun opna sjókvíaeldið heyra sögunni til. Ef það gerist ekki með upplýstri ákvörðun stjórnmálamanna af virðingu við lífríkið, þá mun íslensk náttúran sjá um það. Veður, hafís, lús, marglytta, hvalur og sjúkdómar gera það auk slysasleppinga sem halda áfram hér eftir sem hingað til. Þá skiptir engu máli hvað skrifað er í lög. Náttúran er ólæs og fer sínu fram. En hvað verður eldið búið að valda miklum skaða og eyða af lífríkinu með alvarlegum afleiðingum fyrir búsetu í landbúnaðarhéruðum okkar? Hvað verður þá um atvinnulífið í brothættum byggðum á eldissvæðum? Eldisiðjan verður fljót að pakka saman og þakkar ekki einu sinni fyrir sig. Horfumst í augu við veruleikann. Opið sjókvíaeldi með norskum og frjóum eldislaxi, sem frumvarp matvælaráðherra ætlar að halda áfam að leyfa, eyðir villtum laxastofnum með erfðablöndum. Þá skiptir engu hvaða óskhyggju menn skrifa í lög til að telja sér trú um að koma í veg fyrir það. Það heitir skálkaskjól. Þess vegna verður sérhver alþingismaður að svara hinni siðrænu spurningu og bera ábyrgð á svarinu: Vil ég fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir opið sjókvíaeldi? Ef einhverjir efast enn, leyfum þá náttúrunni að njóta vafans eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum. Það bjóðast neyðarúrræði. Að eingöngu verði leyfður ófrjór fiskur í opna eldinu til skamms tíma til að koma í veg fyrir erfðablöndun, sett verði hörð viðurlög með leyfissviptingum og sektum þegar út af bregður og gjaldtaka stóraukin og nýtt til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Því verður vart trúað, að Alþingi samþykki í tímaþröng með valdi meirihlutans stórgallað frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax og í bullandi ágreiningi við þjóðina. Eða verður það forseti Íslands sem leyfir þjóðinni að kveða upp sinn úrskurð? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður, formaður Náttúrufélagsins Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun