Þarf að rífa eina niður til að hífa mig upp? Þórunn Rakel Gylfadóttir skrifar 13. maí 2024 07:02 Brot úr texta hljómsveitarinnar Flott koma upp í hug minn í aðdraganda forsetakosninganna. Þarf ég að rífa eina niður til að hífa mig upp? Er ekki pláss fyrir fleiri? Nei hún ógnar mér sem ógnar henni, sem ógnar henni, … Hvassar ásakanir beinast um þessar mundir að vinkonu minni, Katrínu Jakobsdóttur. Hópur fólks keppist við að tala hana niður á samfélagsmiðlum og kennir henni bæði um að hafa verið og farið. Upphrópanirnar skáka hver annarri, hún gerði ekki neitt en samt var hún alveg ómissandi. Það er ekki laust við að upptakturinn fyrir þessar kosningar sé farsakenndur. Kannski að ég kalli yfir mig ásakanir fyrir það eitt að gangast við því að vera vinkona og stuðningsmaður Katrínar. Jæja, þá. Ég mun reyna að taka þeim af sömu yfirvegun og Katrín gerir. Ófáa sunnudagsmorgna höfum við Katrín hlaupið saman nokkra kílómetra og spjallað um heima og geima. Ég kem alltaf ríkari heim, af visku, víðsýni og væntumþykju. Um páskana ræddum við mögulegt forsetaframboð og ég hvatti hana til að fara fram. Þar sem ég hef oft haft af því áhyggjur að Katrín gangi fram af sér í vinnu fylgdi hvatningu minni sú einfeldningslega von að hún fengi þá kannski meira andrými til að sinna sjálfri sér, skrifunum, fjölskyldunni og heilsurækt. Allavega eitthvað smá. Katrín leit sposk og efins á mig. — Æ, heldur þú að ég verði ekki bara áfram út um allt að rembast við að láta gott af mér leiða? Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. — Jú, sennilega er þetta bara óraunhæf óskhyggja af minni hálfu. Það skyldi engan undra hversu margt fólk styður Katrínu. Við sem þekkjum hana vitum að mannkostir hennar eru miklir. Hún er duglegasta manneskja sem ég þekki, ósérhlífin með eindæmum og einstaklega samviskusöm. Hún er líka hlý, tilfinningarík, eldklár og traust. Svo er hún líka fjári fyndin og skemmtileg, þá sérstaklega þegar hún gerir grín að sjálfri sér. Hógværð hennar skopleg á köflum. Svona eins og þegar fólk sem við þekkjum hvorugar persónulega heilsar okkur úti á götu og Katrín undrast það hvað ég þekki margt fólk. Aha, einmitt, Katrín! Katrín er töffari sem lætur hvergi bilbug á sér finna þegar mikið á reynir. Hún kann að standa glaðbeitt í stafni í ólgusjó og best af öllum kann hún að sigla fjölbreyttri áhöfn í heila höfn. Svo er hún heldur ekki vitund hrædd við þjóðsögur af sæskrímslum og öðrum kynjaverum sem sagt er að elti hana á röndum. Katrín kann að svara orrahríð andstæðinga sinna af virðingu. Málefnalega, vinsamlega og heiðarlega. Þannig gefur hún stuðningsfólki sínu tóninn og vonandi andstæðingum sínum líka. Tölum af virðingu. Verum jákvæð, tillitsöm og uppbyggileg. Með því að vera hún sjálf, hrein, bein og heiðarleg heillar Katrín fólk. Það virðist því miður fara fyrir brjóstið á einhverjum. Katrín þorir að tala fyrir mannréttindum, jafnrétti, lýðræði og réttarríkinu. Þannig stuðlar hún að samstöðu og samhug þjóðar sem sífellt verður fjölbreyttari og magnaðri. Hún þekkir rætur okkar sem kvíslast víða og talar af stolti en jafnframt umburðarlyndi og framsýni um dýrmæt menningarverðmæti okkar, svo sem tungumálið. Katrín þorir að vera hún sjálf, þrátt fyrir allt, alltaf. Þannig forseta vil ég. Heilshugar styð ég Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er stolt vinkona Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Brot úr texta hljómsveitarinnar Flott koma upp í hug minn í aðdraganda forsetakosninganna. Þarf ég að rífa eina niður til að hífa mig upp? Er ekki pláss fyrir fleiri? Nei hún ógnar mér sem ógnar henni, sem ógnar henni, … Hvassar ásakanir beinast um þessar mundir að vinkonu minni, Katrínu Jakobsdóttur. Hópur fólks keppist við að tala hana niður á samfélagsmiðlum og kennir henni bæði um að hafa verið og farið. Upphrópanirnar skáka hver annarri, hún gerði ekki neitt en samt var hún alveg ómissandi. Það er ekki laust við að upptakturinn fyrir þessar kosningar sé farsakenndur. Kannski að ég kalli yfir mig ásakanir fyrir það eitt að gangast við því að vera vinkona og stuðningsmaður Katrínar. Jæja, þá. Ég mun reyna að taka þeim af sömu yfirvegun og Katrín gerir. Ófáa sunnudagsmorgna höfum við Katrín hlaupið saman nokkra kílómetra og spjallað um heima og geima. Ég kem alltaf ríkari heim, af visku, víðsýni og væntumþykju. Um páskana ræddum við mögulegt forsetaframboð og ég hvatti hana til að fara fram. Þar sem ég hef oft haft af því áhyggjur að Katrín gangi fram af sér í vinnu fylgdi hvatningu minni sú einfeldningslega von að hún fengi þá kannski meira andrými til að sinna sjálfri sér, skrifunum, fjölskyldunni og heilsurækt. Allavega eitthvað smá. Katrín leit sposk og efins á mig. — Æ, heldur þú að ég verði ekki bara áfram út um allt að rembast við að láta gott af mér leiða? Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. — Jú, sennilega er þetta bara óraunhæf óskhyggja af minni hálfu. Það skyldi engan undra hversu margt fólk styður Katrínu. Við sem þekkjum hana vitum að mannkostir hennar eru miklir. Hún er duglegasta manneskja sem ég þekki, ósérhlífin með eindæmum og einstaklega samviskusöm. Hún er líka hlý, tilfinningarík, eldklár og traust. Svo er hún líka fjári fyndin og skemmtileg, þá sérstaklega þegar hún gerir grín að sjálfri sér. Hógværð hennar skopleg á köflum. Svona eins og þegar fólk sem við þekkjum hvorugar persónulega heilsar okkur úti á götu og Katrín undrast það hvað ég þekki margt fólk. Aha, einmitt, Katrín! Katrín er töffari sem lætur hvergi bilbug á sér finna þegar mikið á reynir. Hún kann að standa glaðbeitt í stafni í ólgusjó og best af öllum kann hún að sigla fjölbreyttri áhöfn í heila höfn. Svo er hún heldur ekki vitund hrædd við þjóðsögur af sæskrímslum og öðrum kynjaverum sem sagt er að elti hana á röndum. Katrín kann að svara orrahríð andstæðinga sinna af virðingu. Málefnalega, vinsamlega og heiðarlega. Þannig gefur hún stuðningsfólki sínu tóninn og vonandi andstæðingum sínum líka. Tölum af virðingu. Verum jákvæð, tillitsöm og uppbyggileg. Með því að vera hún sjálf, hrein, bein og heiðarleg heillar Katrín fólk. Það virðist því miður fara fyrir brjóstið á einhverjum. Katrín þorir að tala fyrir mannréttindum, jafnrétti, lýðræði og réttarríkinu. Þannig stuðlar hún að samstöðu og samhug þjóðar sem sífellt verður fjölbreyttari og magnaðri. Hún þekkir rætur okkar sem kvíslast víða og talar af stolti en jafnframt umburðarlyndi og framsýni um dýrmæt menningarverðmæti okkar, svo sem tungumálið. Katrín þorir að vera hún sjálf, þrátt fyrir allt, alltaf. Þannig forseta vil ég. Heilshugar styð ég Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er stolt vinkona Katrínar Jakobsdóttur.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun