Lyf og dáleiðsla Hannes Björnsson skrifar 13. maí 2024 14:00 Það eru válegar fréttir af lyfjaónæmi og ofnotkun ýmissa lyfja. Lyf geta gerbreytt hlutum til hins betra en þau geta þau einnig haft ýmsa vankanta og jafnvel valdið meiri vanda en þau leysa þegar litið er til framtíðar. Gott dæmi um það er ópíóðafaraldurinn sem hefur tekið mörg líf og eyðilagt enn fleiri. Því getur verið gott að horfa jafnframt til annarra leiða sem ekki hafa sömu vankanta og þá sem geta fylgt langvarandi lyfjanotkun. Fyrir tveimur árum síðan tók ég að mér formennsku í félagi sem heitir Dáleiðslufélag Íslands. Dáleiðsla sem hluti af meðferð hefur sýnt sig geta bætt árangur meðferðar. Hún getur meðal annars oft komið í stað lyfja og / eða dregið úr óþægindum sem fylgja lyfjanotkun oft á tíðum, til dæmis er hægt að hafa mikil áhrif á sársauka með dáleiðslu. Dáleiðslufélag Íslands er félag háskólagenginna heilbrigðisstarfsmanna sem byggir á arfleifð Jakobs Jónassonar geðlæknis sem bar þessi fræði inn í heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga. Sjálft félagið var stofnað 2001 og fyrsti formaður þess var Ingólfur Sveinsson geðlæknir. Félagið er aðili að Evrópusamtökum og alþjóðasamtökum háskólamenntaðs heilbrigðisstarfsfólks og ber ekki að rugla því saman við dáleiðslufélög leikmanna sem starfa utan við eftirlit landlæknisembættisins. Nánar má lesa um félagið á heimasíðu þess dfi.is. Félagið átti hagsældarár en hefur hnignað undanfarið samhliða því að virkustu aðilar þess hafa farið á eftirlaun og endurnýjun verið hæg. Það hefur því verið nokkur brekka að koma félaginu á kortið á ný á meðal fagfólks. Það virðist gæta nokkurra fordóma í garð þessarar tækni sem í versta falli er meinlaus en virðist oft á tíðum geta breytt mjög miklu til hins betra án þess að hafa skaðlegar aukaverkanir fyrir einstaklinga og samfélög. Ef til vill væri gott fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum að hafa ávallt í huga að manneskjan er ekki bara hylki utan um ýmis efnaskipti heldur eru ýmsir kraftar að verki í henni sem geta haft mikil áhrif á velgengni hennar eða volæði. Meira að segja hörðustu atferlisfræðingar átta sig á því að er umhverfi í manneskjunni, jafnt sem utan hennar, og það er mikils virði að huga að því samhliða öðru. Þar henta aðferðir dáleiðslu einstaklega vel. Höfundur er formaður Dáleiðslufélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það eru válegar fréttir af lyfjaónæmi og ofnotkun ýmissa lyfja. Lyf geta gerbreytt hlutum til hins betra en þau geta þau einnig haft ýmsa vankanta og jafnvel valdið meiri vanda en þau leysa þegar litið er til framtíðar. Gott dæmi um það er ópíóðafaraldurinn sem hefur tekið mörg líf og eyðilagt enn fleiri. Því getur verið gott að horfa jafnframt til annarra leiða sem ekki hafa sömu vankanta og þá sem geta fylgt langvarandi lyfjanotkun. Fyrir tveimur árum síðan tók ég að mér formennsku í félagi sem heitir Dáleiðslufélag Íslands. Dáleiðsla sem hluti af meðferð hefur sýnt sig geta bætt árangur meðferðar. Hún getur meðal annars oft komið í stað lyfja og / eða dregið úr óþægindum sem fylgja lyfjanotkun oft á tíðum, til dæmis er hægt að hafa mikil áhrif á sársauka með dáleiðslu. Dáleiðslufélag Íslands er félag háskólagenginna heilbrigðisstarfsmanna sem byggir á arfleifð Jakobs Jónassonar geðlæknis sem bar þessi fræði inn í heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga. Sjálft félagið var stofnað 2001 og fyrsti formaður þess var Ingólfur Sveinsson geðlæknir. Félagið er aðili að Evrópusamtökum og alþjóðasamtökum háskólamenntaðs heilbrigðisstarfsfólks og ber ekki að rugla því saman við dáleiðslufélög leikmanna sem starfa utan við eftirlit landlæknisembættisins. Nánar má lesa um félagið á heimasíðu þess dfi.is. Félagið átti hagsældarár en hefur hnignað undanfarið samhliða því að virkustu aðilar þess hafa farið á eftirlaun og endurnýjun verið hæg. Það hefur því verið nokkur brekka að koma félaginu á kortið á ný á meðal fagfólks. Það virðist gæta nokkurra fordóma í garð þessarar tækni sem í versta falli er meinlaus en virðist oft á tíðum geta breytt mjög miklu til hins betra án þess að hafa skaðlegar aukaverkanir fyrir einstaklinga og samfélög. Ef til vill væri gott fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum að hafa ávallt í huga að manneskjan er ekki bara hylki utan um ýmis efnaskipti heldur eru ýmsir kraftar að verki í henni sem geta haft mikil áhrif á velgengni hennar eða volæði. Meira að segja hörðustu atferlisfræðingar átta sig á því að er umhverfi í manneskjunni, jafnt sem utan hennar, og það er mikils virði að huga að því samhliða öðru. Þar henta aðferðir dáleiðslu einstaklega vel. Höfundur er formaður Dáleiðslufélags Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar