Ég Gísli Hvanndal Jakobsson ætla í framboð til Alþingis með Vinstri grænum Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 14. maí 2024 18:01 Ég, Gísli Hvanndal Jakobsson ætla í framboð með vinstri grænum til Alþingis. Og í því framboði þá ætla ég að fá fréttamann morgunblaðsins heim til mín og baka köku með rjóma og jarðarberjum, strá súkkulaði yfir og vera í svuntu sem stendur á „Ég er alvöru pabbi.“ Ég bið ljósmyndarann um að taka fullt af myndum af mér og læt rjóma á nefið á mér og segi „Úps!“ og fer svo að skellihlæja. Með honum er blaðamaður frá morgunblaðinu þar sem ég segi honum að ég sé bara venjulegur heimilisfaðir sem vill hjálpa fólki og vera til gagns fyrir þjóðina og leysa vandamál sem þarf nauðsynlega að leysa. Þetta sé orðið hræðilegt ástand í þjóðfélaginu. Ég vill sérstaklega hjálpa öryrkjum og öldruðum að fá bætt kjör og laga heilbrigðiskerfið sem er komið á hliðina. Ég segi honum að ef ég næ að komast inn á þing þá mun ég og minn flokkur laga þetta sem fyrst. Èg segi: „Eins og við höfum sagt í kosningabaráttunni að þá ætlum við að bæta kjör aldraðra og öryrkja strax og fara svo beint í heilbrigðiskerfið.“ Börnin og konan mín koma heim og ég hleyp og tek upp son minn og segi „Hvað segirðu krúttið mitt, hver er bestur í öllum heiminum?“ Blaðamaðurinn tekur mynd af mér með son minn og svo með konunni minni þegar ég gef henni stóran koss og tek utan um hana. Blaðamaðurinn skrifar stóra fallega grein með mér með rjóma á nefinu, soninn í fanginu og ég með konuna mína í fanginu. Hann skrifar hvað ég sé góður pabbi og skipti húsverkum með konunni minni. Hann segir einnig frá þegar ég sagði honum söguna þegar afi datt ofan í Dettifoss og lést samstundis. En afi var alltaf að missa jafnvægið út af slæmri mjöð. Hann fór alltof nálægt brúninni, missti jafnvægið og datt ofan í Dettifoss. Þetta tók mjög á alla fjölskylduna, sérstaklega ömmu Ástu sem lést þrem mánuðum seinna úr hjartaáfalli. Fjölskyldan segir að hún hafi dáið úr sorg. Ég var í mörg ár að vinna úr áfallinu og kveiki á kerti og segi „þetta er fyrir afa og ömmu.“ Èg kveiki á kerti fyrir þau í hverri viku. Blaðagreinin er mjög falleg og um leið átakanleg. Mikið er Gísli búin að fara í gegnum mikið en kom samt svona vel út úr lífinu segir fólk. Greinin slær í gegn og myndin af mér með rjóma á nefinu fer út um allt á Facebook og Twitter. Svona mann viljum við á alþingi segir fólk. Og viti menn! Ég kemst inn á þing og er orðinn alþingismaður. Ég kaupi mér nýjan bíl og fæ auka kreditkort frá bankanum fyrir konuna mína og lífið er frábært. Ég meira að segja get sleppt því að mæta stundum í vinnuna. Fjórum árum seinna er heilbrigðiskerfið verr statt en fyrir fjórum árum og kjör öryrkja og aldraðra hefur ekkert breyst. Ég ætla að bjóða mig aftur fram og núna fæ ég blaðamann frá Dv.is heim til mín. Nema núna eru teknar myndir af mér hjólandi með börnunum mínum og það er svo gaman og við öll flissandi. Blaðamaður Dv.is spyr mig „Hvað verður lagt áherslu á ef vinstri grænir fá nógu mikið af atkvæðum og þú heldur áfram á Alþingi.“ Ég segi náttúrulega að heilbrigðiskerfið sé algjörlega á hliðinni og það sé óásættanlegt fyrir land og þjóð. Einnig að staðan hjá öldruðum og öryrkjum sé hræðileg og verði fyrsta verkefni okkar að betrumbæta og einfaldlega laga. Síðan segi ég honum að mamma dó í haust úr krabbameini og besti vinur minn fékk hjartaáfall aðeins 38 ára gamall og skilur eftir sig konu og tvö börn. Èg segi honum að þetta hafa verið mjög erfiðir tímar en ég hef breytt bak og fjölskyldu sem styður mig. Og svo segi ég.... Nei, að sjálfsögðu ætla ég Gísli Hvanndal ekki að reyna að komast á þing. Ég er bara að benda á nokkuð sem gerist á fjögurra ára fresti. Það er gott að hafa það að leiðarljósi þegar maður kýs fólk í Alþingiskosningum. P.s. Afi minn datt ekki ofan í Dettifoss. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég, Gísli Hvanndal Jakobsson ætla í framboð með vinstri grænum til Alþingis. Og í því framboði þá ætla ég að fá fréttamann morgunblaðsins heim til mín og baka köku með rjóma og jarðarberjum, strá súkkulaði yfir og vera í svuntu sem stendur á „Ég er alvöru pabbi.“ Ég bið ljósmyndarann um að taka fullt af myndum af mér og læt rjóma á nefið á mér og segi „Úps!“ og fer svo að skellihlæja. Með honum er blaðamaður frá morgunblaðinu þar sem ég segi honum að ég sé bara venjulegur heimilisfaðir sem vill hjálpa fólki og vera til gagns fyrir þjóðina og leysa vandamál sem þarf nauðsynlega að leysa. Þetta sé orðið hræðilegt ástand í þjóðfélaginu. Ég vill sérstaklega hjálpa öryrkjum og öldruðum að fá bætt kjör og laga heilbrigðiskerfið sem er komið á hliðina. Ég segi honum að ef ég næ að komast inn á þing þá mun ég og minn flokkur laga þetta sem fyrst. Èg segi: „Eins og við höfum sagt í kosningabaráttunni að þá ætlum við að bæta kjör aldraðra og öryrkja strax og fara svo beint í heilbrigðiskerfið.“ Börnin og konan mín koma heim og ég hleyp og tek upp son minn og segi „Hvað segirðu krúttið mitt, hver er bestur í öllum heiminum?“ Blaðamaðurinn tekur mynd af mér með son minn og svo með konunni minni þegar ég gef henni stóran koss og tek utan um hana. Blaðamaðurinn skrifar stóra fallega grein með mér með rjóma á nefinu, soninn í fanginu og ég með konuna mína í fanginu. Hann skrifar hvað ég sé góður pabbi og skipti húsverkum með konunni minni. Hann segir einnig frá þegar ég sagði honum söguna þegar afi datt ofan í Dettifoss og lést samstundis. En afi var alltaf að missa jafnvægið út af slæmri mjöð. Hann fór alltof nálægt brúninni, missti jafnvægið og datt ofan í Dettifoss. Þetta tók mjög á alla fjölskylduna, sérstaklega ömmu Ástu sem lést þrem mánuðum seinna úr hjartaáfalli. Fjölskyldan segir að hún hafi dáið úr sorg. Ég var í mörg ár að vinna úr áfallinu og kveiki á kerti og segi „þetta er fyrir afa og ömmu.“ Èg kveiki á kerti fyrir þau í hverri viku. Blaðagreinin er mjög falleg og um leið átakanleg. Mikið er Gísli búin að fara í gegnum mikið en kom samt svona vel út úr lífinu segir fólk. Greinin slær í gegn og myndin af mér með rjóma á nefinu fer út um allt á Facebook og Twitter. Svona mann viljum við á alþingi segir fólk. Og viti menn! Ég kemst inn á þing og er orðinn alþingismaður. Ég kaupi mér nýjan bíl og fæ auka kreditkort frá bankanum fyrir konuna mína og lífið er frábært. Ég meira að segja get sleppt því að mæta stundum í vinnuna. Fjórum árum seinna er heilbrigðiskerfið verr statt en fyrir fjórum árum og kjör öryrkja og aldraðra hefur ekkert breyst. Ég ætla að bjóða mig aftur fram og núna fæ ég blaðamann frá Dv.is heim til mín. Nema núna eru teknar myndir af mér hjólandi með börnunum mínum og það er svo gaman og við öll flissandi. Blaðamaður Dv.is spyr mig „Hvað verður lagt áherslu á ef vinstri grænir fá nógu mikið af atkvæðum og þú heldur áfram á Alþingi.“ Ég segi náttúrulega að heilbrigðiskerfið sé algjörlega á hliðinni og það sé óásættanlegt fyrir land og þjóð. Einnig að staðan hjá öldruðum og öryrkjum sé hræðileg og verði fyrsta verkefni okkar að betrumbæta og einfaldlega laga. Síðan segi ég honum að mamma dó í haust úr krabbameini og besti vinur minn fékk hjartaáfall aðeins 38 ára gamall og skilur eftir sig konu og tvö börn. Èg segi honum að þetta hafa verið mjög erfiðir tímar en ég hef breytt bak og fjölskyldu sem styður mig. Og svo segi ég.... Nei, að sjálfsögðu ætla ég Gísli Hvanndal ekki að reyna að komast á þing. Ég er bara að benda á nokkuð sem gerist á fjögurra ára fresti. Það er gott að hafa það að leiðarljósi þegar maður kýs fólk í Alþingiskosningum. P.s. Afi minn datt ekki ofan í Dettifoss. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi.
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar