Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2024 09:09 Michael Cohen á leið í dómsal í gær. Hann var hundtryggur starfsmaður Trump allt þar til alríkislögreglan gerði húsleit hjá honum árið 2018. Síðan þá hefur hann unnið með saksóknurum og verið harður gagnrýnandi fyrrverandi yfirmanns síns. AP/Julia Nikhinson Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. Lykilvitni saksóknara í New York í sakamálinu á hendur Trump sem tengist yfirhylmingu á greiðslum til fyrrverandi klámstjörnu er Michael Cohen, fyrrverandi persónulegur lögmaður Trump og „reddari“. Cohen vann fyrir Trump í meira en áratug, meðal annars við að láta ýmis vandamál stór og smá hverfa. Hann bar vitni í málinu í fyrsta skipti í gær. „Allt þurfti samþykki herra Trump,“ sagði Cohen þegar hann lýsti því hvernig Trump hefði komið nálægt greiðslum til tveggja kvenna til þess að koma í veg fyrir að frásagnir af meintu kynferðislegu sambandi þeirra við Trump birtust í aðdraganda forsetakosninganna 2016. „Það sem ég gerði var að skipan og í þágu herra Trump.“ Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslu til Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjörnu, sem sagðist hafa sængað hjá Trump árið 2006. Þá hafði Trump verið giftur Melaniu eiginkonu sinni í eitt ár. Sonur þeirra Barron fæddist það ár. Trump neitar því að hafa átt vingott við Daniels og segist saklaus af ákærunni. „Við verðum að koma í veg fyrir að þetta fari út,“ hafði Cohen eftir Trump um frásögnina sem Daniels reyndi að selja fjölmiðlum skömmu fyrir kosningarnar. Reyndi að fresta greiðslunni því frásögnin skipti ekki máli eftir kosningarnar Cohen, sem lagði út 130.000 dollara, til þess að kaupa þögn Daniels, sagðist hafa rætt við Trump og Allen Weisselberg, þáverandi fjármálastjóra fyrirtækis Trump, um hvernig hann fengi útlagðan kostnað endurgreiddan. Þeir hefðu ákveðið að hann fengi greitt í mánaðarlegum afborgunum frá fyrirtækinu og að greiðslurnar yrði skráðar sem lögfræðikostnaður. Saksóknararnir halda því fram að í skráningu greiðslanna hafi falist svik þar sem þær hafi raunverulega verið kostnaður við forsetaframboð Trump sem hefði átt að gefa upp sem slíkan á grundvelli kosninga- og skattalaga. Verjendur Trump hafa haldið því fram að hann hafi reynt að þagga niður í konunum til þess að verja fjölskyldu sína, ekki til þess að hafa áhrif á álit kjósenda. Því hafnaði Cohen í vitnastúku. Trump hefði jafnvel reynt að fresta greiðslunni til Daniels fram yfir kjördag svo hann þyrfti ekki að greiða henni. Teikning af Michael Cohen í vitnastúku undir spurningum frá Susan Hoffinger, aðstoðarsaksóknara. Donlald Trump fylgist með eða dottar á sakamannabekk.AP/Elizabeth Williams „Vegna þess að það skipti engu máli eftir kosningarnar,“ sagði Cohen en á þeim tíma sem viðræðurnar við Daniels stóðu yfir átti framboð Trump í vök að verjast eftir að gömul upptaka af honum var gerð opinber þar sem hann heyrðist lýsa því hvernig hann gæti ráðist kynferðislega á konur í krafti frægðar sinnar. „Hann sagði við mig: „Þetta er hörmung, alger hörmung. Konur eiga eftir að hata mig. Gaurum finnst þetta svalt en þetta verður hörmung fyrir framboðið“,“ hafði Cohen eftir Trump þegar hann frétti af sögu Daniels. Trump aldrei með tölvupóstfang til að skilja ekki eftir sig slóð Þá varpaði Cohen frekara ljósi á samkomulag sem Trump gerði við David Pecker, þáverandi útgefanda slúðurritsins National Enquirer, um að blaðið hjálpaði honum að drepa óþægilegar fréttir af frambjóðandanum. Pecker greiddi þannig annarri konu, Playboy-fyrirsætunni Karen McDougal, 150.000 dollara, til þess eins að sitja á frásögn hennar af meintu kynferðislegu sambandi við Trump. „Tryggðu að þetta birtist ekki,“ sagði Cohen að Trump hefði sagt sér eftir að National Enquirer lét hann vita af frásögn McDougal. Trump endurgreiddi Pecker aldrei fyrir að greiða McDougal og var það ástæðan fyrir að hann var ekki tilbúinn að greiða Daniels þegar hún vildi selja sína sögu. Cohen kemur aftur fyrir dóm í dag en þá til að svara spurningum verjenda Trump. Talið er að þeir eigi eftir að gagna hart fram í að grafa undan trúverðugleika Cohen í augum kviðdómsins. Cohen var sjálfur sakfelldur fyrir sinn þátt í þagnargreiðslunni til Daniels og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi um annað mál tengt fyrirtæki Trump. Viðurkenndi Cohen að hann hefði logið og ógnað fólki í störfum sínum fyrir Trump. Þeir Trump hefðu aðeins verið í samskiptum í gegnum síma eða auglitis til auglitis, aldrei í gegnum tölvupóst enda hefði Trump aldrei verið með tölvupóstfang. „Hann sagði að tölvupóstar væru eins og skrifleg skjöl, að hann þekkti of margt fólk sem hefði verið gómað sem bein afleiðing af tölvupóstum sem saksóknarar gætu notað í máli,“ sagði Cohen. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Reyndu aftur að fá málið fellt niður vegna Stormy Daniels Stormy Daniels lauk vitnisburði sínum í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York í gær. Vera hennar í dómsal og vitnisburður felur í sér áhættu fyrir bæði saksóknara og Trump sjálfan. Lögmenn Trumps reyndu aftur í gær að fá málið fellt niður vegna vitnisburðar hennar. 10. maí 2024 13:00 Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Lykilvitni saksóknara í New York í sakamálinu á hendur Trump sem tengist yfirhylmingu á greiðslum til fyrrverandi klámstjörnu er Michael Cohen, fyrrverandi persónulegur lögmaður Trump og „reddari“. Cohen vann fyrir Trump í meira en áratug, meðal annars við að láta ýmis vandamál stór og smá hverfa. Hann bar vitni í málinu í fyrsta skipti í gær. „Allt þurfti samþykki herra Trump,“ sagði Cohen þegar hann lýsti því hvernig Trump hefði komið nálægt greiðslum til tveggja kvenna til þess að koma í veg fyrir að frásagnir af meintu kynferðislegu sambandi þeirra við Trump birtust í aðdraganda forsetakosninganna 2016. „Það sem ég gerði var að skipan og í þágu herra Trump.“ Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslu til Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjörnu, sem sagðist hafa sængað hjá Trump árið 2006. Þá hafði Trump verið giftur Melaniu eiginkonu sinni í eitt ár. Sonur þeirra Barron fæddist það ár. Trump neitar því að hafa átt vingott við Daniels og segist saklaus af ákærunni. „Við verðum að koma í veg fyrir að þetta fari út,“ hafði Cohen eftir Trump um frásögnina sem Daniels reyndi að selja fjölmiðlum skömmu fyrir kosningarnar. Reyndi að fresta greiðslunni því frásögnin skipti ekki máli eftir kosningarnar Cohen, sem lagði út 130.000 dollara, til þess að kaupa þögn Daniels, sagðist hafa rætt við Trump og Allen Weisselberg, þáverandi fjármálastjóra fyrirtækis Trump, um hvernig hann fengi útlagðan kostnað endurgreiddan. Þeir hefðu ákveðið að hann fengi greitt í mánaðarlegum afborgunum frá fyrirtækinu og að greiðslurnar yrði skráðar sem lögfræðikostnaður. Saksóknararnir halda því fram að í skráningu greiðslanna hafi falist svik þar sem þær hafi raunverulega verið kostnaður við forsetaframboð Trump sem hefði átt að gefa upp sem slíkan á grundvelli kosninga- og skattalaga. Verjendur Trump hafa haldið því fram að hann hafi reynt að þagga niður í konunum til þess að verja fjölskyldu sína, ekki til þess að hafa áhrif á álit kjósenda. Því hafnaði Cohen í vitnastúku. Trump hefði jafnvel reynt að fresta greiðslunni til Daniels fram yfir kjördag svo hann þyrfti ekki að greiða henni. Teikning af Michael Cohen í vitnastúku undir spurningum frá Susan Hoffinger, aðstoðarsaksóknara. Donlald Trump fylgist með eða dottar á sakamannabekk.AP/Elizabeth Williams „Vegna þess að það skipti engu máli eftir kosningarnar,“ sagði Cohen en á þeim tíma sem viðræðurnar við Daniels stóðu yfir átti framboð Trump í vök að verjast eftir að gömul upptaka af honum var gerð opinber þar sem hann heyrðist lýsa því hvernig hann gæti ráðist kynferðislega á konur í krafti frægðar sinnar. „Hann sagði við mig: „Þetta er hörmung, alger hörmung. Konur eiga eftir að hata mig. Gaurum finnst þetta svalt en þetta verður hörmung fyrir framboðið“,“ hafði Cohen eftir Trump þegar hann frétti af sögu Daniels. Trump aldrei með tölvupóstfang til að skilja ekki eftir sig slóð Þá varpaði Cohen frekara ljósi á samkomulag sem Trump gerði við David Pecker, þáverandi útgefanda slúðurritsins National Enquirer, um að blaðið hjálpaði honum að drepa óþægilegar fréttir af frambjóðandanum. Pecker greiddi þannig annarri konu, Playboy-fyrirsætunni Karen McDougal, 150.000 dollara, til þess eins að sitja á frásögn hennar af meintu kynferðislegu sambandi við Trump. „Tryggðu að þetta birtist ekki,“ sagði Cohen að Trump hefði sagt sér eftir að National Enquirer lét hann vita af frásögn McDougal. Trump endurgreiddi Pecker aldrei fyrir að greiða McDougal og var það ástæðan fyrir að hann var ekki tilbúinn að greiða Daniels þegar hún vildi selja sína sögu. Cohen kemur aftur fyrir dóm í dag en þá til að svara spurningum verjenda Trump. Talið er að þeir eigi eftir að gagna hart fram í að grafa undan trúverðugleika Cohen í augum kviðdómsins. Cohen var sjálfur sakfelldur fyrir sinn þátt í þagnargreiðslunni til Daniels og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi um annað mál tengt fyrirtæki Trump. Viðurkenndi Cohen að hann hefði logið og ógnað fólki í störfum sínum fyrir Trump. Þeir Trump hefðu aðeins verið í samskiptum í gegnum síma eða auglitis til auglitis, aldrei í gegnum tölvupóst enda hefði Trump aldrei verið með tölvupóstfang. „Hann sagði að tölvupóstar væru eins og skrifleg skjöl, að hann þekkti of margt fólk sem hefði verið gómað sem bein afleiðing af tölvupóstum sem saksóknarar gætu notað í máli,“ sagði Cohen.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Reyndu aftur að fá málið fellt niður vegna Stormy Daniels Stormy Daniels lauk vitnisburði sínum í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York í gær. Vera hennar í dómsal og vitnisburður felur í sér áhættu fyrir bæði saksóknara og Trump sjálfan. Lögmenn Trumps reyndu aftur í gær að fá málið fellt niður vegna vitnisburðar hennar. 10. maí 2024 13:00 Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Reyndu aftur að fá málið fellt niður vegna Stormy Daniels Stormy Daniels lauk vitnisburði sínum í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York í gær. Vera hennar í dómsal og vitnisburður felur í sér áhættu fyrir bæði saksóknara og Trump sjálfan. Lögmenn Trumps reyndu aftur í gær að fá málið fellt niður vegna vitnisburðar hennar. 10. maí 2024 13:00
Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43
Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28