Ríkisbáknið fyrir sig Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. maí 2024 13:31 Ríkisbáknið þenst út. Kerfishyggjan er svo alræmd og inngróin í stofnanir ríkisins, að þar gildir eitt markmið: Að vaxa og stækka, viðhalda sjálfri sér í sínum ranni. Um það vitnar t.d. fréttaflutningur fjölmiðla, þar sem fyrstu fréttir fjalla gjarnan um neyðarástand og ekkert geti bjargað nema að viðkomandi stofnun fái meira skattfé. Stundum á frétt við rök að styðjast, sérstaklega þegar í hlut á stofnun sem er að þjóna þeim sem minnst mega sín. Því miður er það frekar undantekning frá reglunni. Nú fjallar Alþingi um frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með norskan kynþroska lax, þó fyrir liggi að það muni útrýma villtum laxastofnum. Opið sjókvíaeldi hefur hvergi verið stundað í veröldinni án þess að gera það og reynslan á Íslandi stefnir óðfluga að því. Þetta vita sérfræðingar, t.d. á Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun. En þær þegja báðar um það, heldur mæra eldisfrumvarpið og telja það til bóta. Er ástæðan sú, að þeim er lofað umtalsvert hærri fjárframlögum í frumvarpinu til að þjóna eldinu, fjölga starfsfólki, vaxa og eflast? Er verið að rýra trúverðugleika faglegrar þjónustu og ráðgjafar til þess að stofnanir geti gert það sem kerfum er nú kærast, að fá meira skattfé til að stækka? Samkvæmt nýjum útreikningum Hafrannsóknarstofnunar eru villtir íslenskir hryggningarlaxar tuttugu þúsund talsins. Hingað til hafa þeir verið taldir um 50 þúsund. Þetta heitir hrun. Á sama tíma gerir Hafrannsóknarstofnun ráð fyrir því í áhættumati sínu að 80 þúsund eldisfiskar geti sloppið úr eldiskvíum á ári. Í sjónum við íslenskar strendur synda því frjálsir a.m.k. fjórfalt fleiri eldislaxar en íslenskir villtir laxar. En báðir þessir stofnar eiga sameiginlegt markmið: Að synda upp í íslenskar ár og hrygna, fjölga sér, vaxa og stækka. Svo mæra Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun frumvarp sem ætlar að fjölga eldislöxum í opnum sjókvíum. Það eru fleiri en laxar sem vilja vaxa og stækka. Það vilja ríkisstofnanir líka. Hvaða máli skipta þá íslenskir villtir laxastofnar, þegar völd og fé eru í húfi? Einu sinni var Hafrannsóknarstofnun mjög annt um að vernda fiska og Matvælastofnun ætlað að hafa eftirlit með velferð dýra. Göfug hugsjón var kjölfesta í tilveru þessara stofnanna. Þess vegna verður að krefjast þess, að þær standi við fagleg gildi sín, en láti ekki glepjast af kerfishyggju og valdi fjárins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisbáknið þenst út. Kerfishyggjan er svo alræmd og inngróin í stofnanir ríkisins, að þar gildir eitt markmið: Að vaxa og stækka, viðhalda sjálfri sér í sínum ranni. Um það vitnar t.d. fréttaflutningur fjölmiðla, þar sem fyrstu fréttir fjalla gjarnan um neyðarástand og ekkert geti bjargað nema að viðkomandi stofnun fái meira skattfé. Stundum á frétt við rök að styðjast, sérstaklega þegar í hlut á stofnun sem er að þjóna þeim sem minnst mega sín. Því miður er það frekar undantekning frá reglunni. Nú fjallar Alþingi um frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með norskan kynþroska lax, þó fyrir liggi að það muni útrýma villtum laxastofnum. Opið sjókvíaeldi hefur hvergi verið stundað í veröldinni án þess að gera það og reynslan á Íslandi stefnir óðfluga að því. Þetta vita sérfræðingar, t.d. á Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun. En þær þegja báðar um það, heldur mæra eldisfrumvarpið og telja það til bóta. Er ástæðan sú, að þeim er lofað umtalsvert hærri fjárframlögum í frumvarpinu til að þjóna eldinu, fjölga starfsfólki, vaxa og eflast? Er verið að rýra trúverðugleika faglegrar þjónustu og ráðgjafar til þess að stofnanir geti gert það sem kerfum er nú kærast, að fá meira skattfé til að stækka? Samkvæmt nýjum útreikningum Hafrannsóknarstofnunar eru villtir íslenskir hryggningarlaxar tuttugu þúsund talsins. Hingað til hafa þeir verið taldir um 50 þúsund. Þetta heitir hrun. Á sama tíma gerir Hafrannsóknarstofnun ráð fyrir því í áhættumati sínu að 80 þúsund eldisfiskar geti sloppið úr eldiskvíum á ári. Í sjónum við íslenskar strendur synda því frjálsir a.m.k. fjórfalt fleiri eldislaxar en íslenskir villtir laxar. En báðir þessir stofnar eiga sameiginlegt markmið: Að synda upp í íslenskar ár og hrygna, fjölga sér, vaxa og stækka. Svo mæra Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun frumvarp sem ætlar að fjölga eldislöxum í opnum sjókvíum. Það eru fleiri en laxar sem vilja vaxa og stækka. Það vilja ríkisstofnanir líka. Hvaða máli skipta þá íslenskir villtir laxastofnar, þegar völd og fé eru í húfi? Einu sinni var Hafrannsóknarstofnun mjög annt um að vernda fiska og Matvælastofnun ætlað að hafa eftirlit með velferð dýra. Göfug hugsjón var kjölfesta í tilveru þessara stofnanna. Þess vegna verður að krefjast þess, að þær standi við fagleg gildi sín, en láti ekki glepjast af kerfishyggju og valdi fjárins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun