Offita er langvinnur sjúkdómur Hópur fólks í stjórn Félags fagfólks um offitu skrifar 15. maí 2024 10:30 Langvinnur sjúkdómur er, samkvæmt skilgreiningu, sjúkdómur sem varir í meira en eitt ár, felur í sér þörf fyrir viðvarandi heilbrigðisþjónustu og/eða veldur takmörkun á athafnargetu einstaklings. Algengir og vel þekktir langvinnir sjúkdómar eru hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein og sykursýki 2. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (World Health Organization, WHO) er offita einnig langvinnur sjúkdómur sem og áhættuþáttur fyrir aðra langvinna sjúkdóma. Í skýrslu frá stofnuninni sem gefin var út árið 2023 var ítrekað að orsakir sjúkdómsins væru flókið samspil margra þátta svo sem erfða, umhverfis, streitu, áfalla og fleira. Þar kemur skýrt fram að einstaklingsmiðaðar ráðleggingar sem einblína eingöngu á mataræði og hreyfingu hafi ekki borið árangur hingað til. Landlæknir, Anna Möller, tók undir þetta 26. mars s.l. í þættinum Speglinum á Rás 1 og lagði jafnframt áherslu á þörf fyrir aukna þekkingu heilbrigðisstarfsfólks og samfélagslega nálgun. Þegar rætt er um meðferð við offitu er mikilvægt að hafa einmitt þetta í huga, að offita er langvinnur sjúkdómur. Flestum þykir sjálfsagt að einstaklingar með hjartasjúkdóma eða sykursýki fari reglulega í eftirlit hjá mismunandi heilbrigðisstéttum, þurfi lyfjameðferð og jafnvel flóknari inngrip til að draga úr einkennum og fylgikvillum sjúkdómanna sem þeir lifa með. Ekki er endilega gert ráð fyrir því að meðferðin lækni sjúkdóminn þar sem hann er í eðli sínu langvinnur. Það er vel þekkt að þessir sjúkdómar geta verið stöðugir í lengri tíma og geti síðan versnað. Við versnun getur þurft að leita til sérfræðings eða jafnvel leggjast inn á sjúkrahús. Ekki á heldur að vera neitt athugavert við það að þurfa lyfjameðferð, skurðaðgerð eða aðra meðferð til að meðhöndla einkenni eða fylgikvilla offitu. Meðferðin þarf á tímabilum að vera þéttari en oft er reglulegt eftirlit nóg. Miklar framfarir hafa orðið í lyfjameðferð við offitu síðastliðin ár. Lyfin sem helst eru notuð á Íslandi í dag eru svo kallaðar glúkagonlík-peptíð-1 (GLP-1) hliðstæður (eftirhermur). Lyfin líkja eftir GLP-1 hormóninu sem er losað úr þörmunum eftir máltíð. Hormónið er mikilvægur liður í blóðsykurs- og þyngdarstjórnun líkamans. Sýnt hefur verið fram á að hluti einstaklinga með offitu losar lítið af þessu hormóni eftir neyslu matar sem hefur afleiðingar á seddutilfinningu og þyngdarstjórnun. Þess vegna hafa hliðstæður af þessu hormóni og öðrum skyldum hormónum, verið notaðar í meðferð við offitu. Vegna áhrifa hormónsins á blóðsykursstjórnun eru einnig til sambærileg lyf við sykursýki. Nokkur lyf í þessum flokki eru aðgengileg í dag og ábendingarnar fyrir notkun þeirra vel skilgreindar í íslensku sérlyfjaskránni. Í dag er stungulyfið Wegovy (semaglutide) helst notað í meðferð við offitu en áður var lyfið Saxenda (liraglutide) meira notað. Í sérlyfjaskránni stendur að ábendingar Wegovy fyrir fullorða séu eftirfarandi: „Wegovy er ætlað sem viðbót við hitaeiningaskert mataræði og aukna hreyfingu til þyngdarstjórnunar, þ.m.t. þyngdartaps og þyngdarviðhalds, hjá fullorðnum með upphafslíkamsþyngdarstuðulinn (BMI) ≥30 kg/m2 (offita) eða ≥27 kg/m2 til <30 kg/m2 (ofþyngd) og sem eru með a.m.k. einn þyngdartengdan fylgisjúkdóm“. Á sama tíma stendur í sérlyfjaskránni að önnur lyf í sama lyfjaflokki eins og Ozempic (semaglutide) og Victoza (liraglutide) séu „ætluð til meðferðar á fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu“. Reglur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um niðurgreiðslu þeirra eru líka skýrar en í þeim er einnig kveðið á um það hvernig eftirliti með slíkri meðferð skal hagað. Augljóst er að þessi lyf, semaglutide og liraglutide, eru notuð bæði við sykursýki og offitu en ráðlagðir skammtar eru ekki þeir sömu og þess vegna eru heiti lyfjanna ólík eftir því hvaða sjúkdóm er verið að meðhöndla. Hafa ber í huga að sami einstaklingur getur verið bæði með sykursýki og offitu samtímis og tekur meðferð einnig mið af því. Í ofannefndu viðtali við landlækni kom fram að um 1% þjóðarinnar er á meðferð með Wegovy við offitu. Ef teknir eru með einstaklingar með sykursýki 2, eru um það bil 3% Íslendinga á lyfjameðferð með GLP-1 hliðstæðu. Í landi þar sem 27% uppfylla viðmið fyrir offitu ef miðað er við líkamsþyngdarstuðul er ekki líklegt að þessi lyf séu ofnotuð né heldur að verið sé að misnota sykursýkislyf í meðferð við offitu. Fremur skyldi spyrja hvort stór hluti þeirra einstaklinga sem þurfa meðferð við sínum sjúkdómi séu að fá viðeigandi meðferð. Lyfjameðferð við offitu er mikilvægur þáttur í meðferð sjúkdómsins. Auk áhrifa á þyngd hafa rannsóknir einnig sýnt fram á jákvæð áhrif á áhættu hjarta- og æðaáfalla og lengri lifun hjá einstaklingum með offitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Efnaskiptaaðgerðir hafa einnig bein áhrif á áhættu og lifun. Oft er það einmitt svo að með því að meðhöndla einn langvinnan sjúkdóm minnkar áhætta á öðrum sjúkdómum sem er mikilvægur þáttur í meðferð. Félag fagfólks um offitu hefur bent á að reglur um greiðsluþátttöku SÍ vegna lyfjanna séu of strangar og feli í sér hættu á mismunun sjúklinga eftir efnahag. Einnig er aðgengi að þverfaglegum teymum til meðhöndlunar á þessum flókna sjúkdómi verulega ábótavant í íslensku heilbrigðiskerfi. Í nýútkominni skýrslu starfshóps um offitu, holdafar, heilsu og líðan er ljósi varpað á þá stöðu. Umræðan um lyfjameðferð og efnaskiptaaðgerðir er ekki alltaf á jákvæðum nótum. Sumir vilja að einstaklingar með offitu taki aukna ábyrgð á eigin heilsu, standi sig betur og séu ekki að stytta sér leið með töfralausnum. Slík umræða ber ekki bara merki um þekkingarleysi og fordóma heldur getur hreinlega verið skaðleg fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Einnig er þetta þvert á ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þar sem lögð er áhersla á samfélagslega nálgun eins og lýst var hér að ofan. Eins og algengt er með lyfjameðferð og skurðarðgerðir fylgja þeim aukaverkanir og fylgikvillar sem geta oft verið hamlandi og haft áhrif á daglegt líf. Þetta á einnig við um sérhæfð inngrip sem í boði eru við offitu og við ákvörðun um notkun þeirra verður að vega og meta ávinning, áhættu og óþægindi sem þau geta haft í för með sér. Vert er að taka fram að mikill munur er á meðferð sjúkdómsins offitu annars vegar og megrun hins vegar sem gengur út á að þvinga fram þyngdartap. Árið 2020 gaf Embætti landlæknis út klínískar leiðbeiningar um meðferð fullorðinna einstaklinga með offitu. Þar kemur skýrt fram hvernig meðhöndlun sjúkdómsins á að vera háttað. Margir sem mælast þungir samkvæmt líkamsþyngdarstuðli eru ekki með mikil einkenni og þarfnast ekki meðferðar í dag. En þegar þörf er á er mikilvægt að meðferðin sé í höndum fagaðila og samkvæmt klínískum leiðbeiningum rétt eins og meðferð annarra langvinnra sjúkdóma. Stjórn Félags fagfólks um offitu, Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á ReykjalundiGréta Jakobsdóttir, næringarfræðingur og lektor við HÍErla Gerður Sveinsdóttir, læknir og lýðheilsuræðingurTryggvi Helgason, barnalæknirSólrún Ólína Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingurSigrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðirEdda Ýr Guðmundsdóttir, næringarfræðingur og sjúkraþálfari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Langvinnur sjúkdómur er, samkvæmt skilgreiningu, sjúkdómur sem varir í meira en eitt ár, felur í sér þörf fyrir viðvarandi heilbrigðisþjónustu og/eða veldur takmörkun á athafnargetu einstaklings. Algengir og vel þekktir langvinnir sjúkdómar eru hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein og sykursýki 2. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (World Health Organization, WHO) er offita einnig langvinnur sjúkdómur sem og áhættuþáttur fyrir aðra langvinna sjúkdóma. Í skýrslu frá stofnuninni sem gefin var út árið 2023 var ítrekað að orsakir sjúkdómsins væru flókið samspil margra þátta svo sem erfða, umhverfis, streitu, áfalla og fleira. Þar kemur skýrt fram að einstaklingsmiðaðar ráðleggingar sem einblína eingöngu á mataræði og hreyfingu hafi ekki borið árangur hingað til. Landlæknir, Anna Möller, tók undir þetta 26. mars s.l. í þættinum Speglinum á Rás 1 og lagði jafnframt áherslu á þörf fyrir aukna þekkingu heilbrigðisstarfsfólks og samfélagslega nálgun. Þegar rætt er um meðferð við offitu er mikilvægt að hafa einmitt þetta í huga, að offita er langvinnur sjúkdómur. Flestum þykir sjálfsagt að einstaklingar með hjartasjúkdóma eða sykursýki fari reglulega í eftirlit hjá mismunandi heilbrigðisstéttum, þurfi lyfjameðferð og jafnvel flóknari inngrip til að draga úr einkennum og fylgikvillum sjúkdómanna sem þeir lifa með. Ekki er endilega gert ráð fyrir því að meðferðin lækni sjúkdóminn þar sem hann er í eðli sínu langvinnur. Það er vel þekkt að þessir sjúkdómar geta verið stöðugir í lengri tíma og geti síðan versnað. Við versnun getur þurft að leita til sérfræðings eða jafnvel leggjast inn á sjúkrahús. Ekki á heldur að vera neitt athugavert við það að þurfa lyfjameðferð, skurðaðgerð eða aðra meðferð til að meðhöndla einkenni eða fylgikvilla offitu. Meðferðin þarf á tímabilum að vera þéttari en oft er reglulegt eftirlit nóg. Miklar framfarir hafa orðið í lyfjameðferð við offitu síðastliðin ár. Lyfin sem helst eru notuð á Íslandi í dag eru svo kallaðar glúkagonlík-peptíð-1 (GLP-1) hliðstæður (eftirhermur). Lyfin líkja eftir GLP-1 hormóninu sem er losað úr þörmunum eftir máltíð. Hormónið er mikilvægur liður í blóðsykurs- og þyngdarstjórnun líkamans. Sýnt hefur verið fram á að hluti einstaklinga með offitu losar lítið af þessu hormóni eftir neyslu matar sem hefur afleiðingar á seddutilfinningu og þyngdarstjórnun. Þess vegna hafa hliðstæður af þessu hormóni og öðrum skyldum hormónum, verið notaðar í meðferð við offitu. Vegna áhrifa hormónsins á blóðsykursstjórnun eru einnig til sambærileg lyf við sykursýki. Nokkur lyf í þessum flokki eru aðgengileg í dag og ábendingarnar fyrir notkun þeirra vel skilgreindar í íslensku sérlyfjaskránni. Í dag er stungulyfið Wegovy (semaglutide) helst notað í meðferð við offitu en áður var lyfið Saxenda (liraglutide) meira notað. Í sérlyfjaskránni stendur að ábendingar Wegovy fyrir fullorða séu eftirfarandi: „Wegovy er ætlað sem viðbót við hitaeiningaskert mataræði og aukna hreyfingu til þyngdarstjórnunar, þ.m.t. þyngdartaps og þyngdarviðhalds, hjá fullorðnum með upphafslíkamsþyngdarstuðulinn (BMI) ≥30 kg/m2 (offita) eða ≥27 kg/m2 til <30 kg/m2 (ofþyngd) og sem eru með a.m.k. einn þyngdartengdan fylgisjúkdóm“. Á sama tíma stendur í sérlyfjaskránni að önnur lyf í sama lyfjaflokki eins og Ozempic (semaglutide) og Victoza (liraglutide) séu „ætluð til meðferðar á fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu“. Reglur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um niðurgreiðslu þeirra eru líka skýrar en í þeim er einnig kveðið á um það hvernig eftirliti með slíkri meðferð skal hagað. Augljóst er að þessi lyf, semaglutide og liraglutide, eru notuð bæði við sykursýki og offitu en ráðlagðir skammtar eru ekki þeir sömu og þess vegna eru heiti lyfjanna ólík eftir því hvaða sjúkdóm er verið að meðhöndla. Hafa ber í huga að sami einstaklingur getur verið bæði með sykursýki og offitu samtímis og tekur meðferð einnig mið af því. Í ofannefndu viðtali við landlækni kom fram að um 1% þjóðarinnar er á meðferð með Wegovy við offitu. Ef teknir eru með einstaklingar með sykursýki 2, eru um það bil 3% Íslendinga á lyfjameðferð með GLP-1 hliðstæðu. Í landi þar sem 27% uppfylla viðmið fyrir offitu ef miðað er við líkamsþyngdarstuðul er ekki líklegt að þessi lyf séu ofnotuð né heldur að verið sé að misnota sykursýkislyf í meðferð við offitu. Fremur skyldi spyrja hvort stór hluti þeirra einstaklinga sem þurfa meðferð við sínum sjúkdómi séu að fá viðeigandi meðferð. Lyfjameðferð við offitu er mikilvægur þáttur í meðferð sjúkdómsins. Auk áhrifa á þyngd hafa rannsóknir einnig sýnt fram á jákvæð áhrif á áhættu hjarta- og æðaáfalla og lengri lifun hjá einstaklingum með offitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Efnaskiptaaðgerðir hafa einnig bein áhrif á áhættu og lifun. Oft er það einmitt svo að með því að meðhöndla einn langvinnan sjúkdóm minnkar áhætta á öðrum sjúkdómum sem er mikilvægur þáttur í meðferð. Félag fagfólks um offitu hefur bent á að reglur um greiðsluþátttöku SÍ vegna lyfjanna séu of strangar og feli í sér hættu á mismunun sjúklinga eftir efnahag. Einnig er aðgengi að þverfaglegum teymum til meðhöndlunar á þessum flókna sjúkdómi verulega ábótavant í íslensku heilbrigðiskerfi. Í nýútkominni skýrslu starfshóps um offitu, holdafar, heilsu og líðan er ljósi varpað á þá stöðu. Umræðan um lyfjameðferð og efnaskiptaaðgerðir er ekki alltaf á jákvæðum nótum. Sumir vilja að einstaklingar með offitu taki aukna ábyrgð á eigin heilsu, standi sig betur og séu ekki að stytta sér leið með töfralausnum. Slík umræða ber ekki bara merki um þekkingarleysi og fordóma heldur getur hreinlega verið skaðleg fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Einnig er þetta þvert á ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þar sem lögð er áhersla á samfélagslega nálgun eins og lýst var hér að ofan. Eins og algengt er með lyfjameðferð og skurðarðgerðir fylgja þeim aukaverkanir og fylgikvillar sem geta oft verið hamlandi og haft áhrif á daglegt líf. Þetta á einnig við um sérhæfð inngrip sem í boði eru við offitu og við ákvörðun um notkun þeirra verður að vega og meta ávinning, áhættu og óþægindi sem þau geta haft í för með sér. Vert er að taka fram að mikill munur er á meðferð sjúkdómsins offitu annars vegar og megrun hins vegar sem gengur út á að þvinga fram þyngdartap. Árið 2020 gaf Embætti landlæknis út klínískar leiðbeiningar um meðferð fullorðinna einstaklinga með offitu. Þar kemur skýrt fram hvernig meðhöndlun sjúkdómsins á að vera háttað. Margir sem mælast þungir samkvæmt líkamsþyngdarstuðli eru ekki með mikil einkenni og þarfnast ekki meðferðar í dag. En þegar þörf er á er mikilvægt að meðferðin sé í höndum fagaðila og samkvæmt klínískum leiðbeiningum rétt eins og meðferð annarra langvinnra sjúkdóma. Stjórn Félags fagfólks um offitu, Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á ReykjalundiGréta Jakobsdóttir, næringarfræðingur og lektor við HÍErla Gerður Sveinsdóttir, læknir og lýðheilsuræðingurTryggvi Helgason, barnalæknirSólrún Ólína Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingurSigrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðirEdda Ýr Guðmundsdóttir, næringarfræðingur og sjúkraþálfari
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun