Við unga fólkið viljum fá sæti við borðið Selma Rós Axelsdóttir skrifar 15. maí 2024 11:01 Lýðræði er ekki sjálfsagt og er mikilvægt að við minnumst forfeðra okkar sem börðust til fjölda ára fyrir þeim réttindum sem við njótum í dag. Það er svo mikil fegurð í því að á kosningardag fá allar raddir að heyrast til jafns og þó að við hökum í ólíka reiti á kjörseðlinum þá eigum við það sameiginlegt að við eigum öll eitt atkvæði. Þess vegna er svo mikilvægt að við nýtum lýðræðið okkar, kjósum með hjartanu og leyfum ekki utanaðkomandi öflum að hafa áhrif á val okkar hvort sem það eru ólýðræðislegar skoðanakannanir eða skoðanir annarra. Fyrir hverjar kosningar frá því ég öðlaðist kosningarrétt fyrir 9 árum, hef ég lagt mikið kapp á að sinna lýðræðislegum skyldum mínum og kynnt mér vel þau framboð sem hafa verð í boði hverju sinni. Hins vegar hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvað málefni ungs fólks hafa oft fallið milli hluta. Mikið er rætt um börn og ungmenni, heimilin í landinu og eldri borgara. Ég verandi í kringum tvítugt, fann mig hvergi innan þessara hópa. Þá var ég ekki lengur barn eða unglingur heldur fullorðin í skilgreiningi laga og það sem mig dreymdi um að geta eignast mitt eigið heimili. Ég held ég þurfi ekki að útskýra ástandið á fasteignamarkaðnum, þið vitið hvað ég meina. Hlutir sem ég í barnæsku áleit bara eðlilegan gang lífsins og hlakkaði til virðist á köflum ómögulegt í nútíma samfélagi. Afhverju er andleg heilsa ungs fólks í molum? Afhverju eru ekki að fæðast jafn mörg börn og áður? Afhverju er fólk ekki að flytja að heiman fyrr en í kringum þrítugt? Afhverju er sprenging í geðlyfjanotkun á Íslandi? Afhverju eru strákar hættir að mennta sig? o.s.frv. En hafið þið prófað að spyrja unga fólkið af hverju þetta hefur þróast svona? Við unga fólkið höfum nefnilega ýmislegt til málanna að leggja en oft er eins og við tölum fyrir daufum eyrum. Okkur skortir vettvanginn til að hafa áhrif og eyru til að hlusta á okkur. Þess vegna er mikið fagnaðarefni hvernig Halla Tómasdóttir hefur ljáð okkur eyra. Ég varð smá klökk þegar ég heyrði Höllu Tómasdóttur tala um málefni ungs fólks og mikilvægi þess að gefa okkur sæti við borðið og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hafa rödd. Uppfull af þakklæti og auðmýkt upplifði ég í fyrsta sinn frá því ég öðlaðist kosningarétt ákveðna viðurkenningu. Viðurkenningu á því að við unga fólkið skiptum líka máli núna, en ekki bara þegar við tökum við keflinu þegar að því kemur. En svo því sé haldið til haga, þá ber ég ómælda virðingu fyrir eldri kynslóðinni okkar, visku þeirra og reynslu sem við þurfum að meta að verðleikum. Þar kemur Halla Tómasdóttir með þetta dásamlega hugtak sem mér þykir alveg einstaklega fallegt og mikilvægt - kynslóða jafnrétti. Kynslóða jafnrétti snýr að því að allar kynslóðir samfélagsins hljóti þá virðingu sem þær eiga skilið og fái sæti við borðið til að eiga samtal um hvernig við sem þjóð viljum móta framtíð Íslands. Halla Tómasdóttir er hugrökk og óhrædd við að láta til sín taka en framar öllu hlustar hún á þjóðina. Hún hefur sýnt það síðustu vikur að hún vill eiga samtal við þjóðina svo við sem þjóð getum myndað okkar langtímasýn og virkjað þannig lýðræðið. Þannig fáum við að móta áttavita sem leiðir stjórnvöld í þá átt sem endurspeglar vilja þjóðarinnar. En með því fáum við, þjóðin, tækifæri til að hafa áhrif á örlög okkar svo þau liggi ekki einungis í höndum stjórnvalda. Á meðan aðrir frambjóðendur keppast við að fullyrða um hvað „forsetinn eigi að vera“ þá er Halla Tómasdóttir nú þegar nákvæmlega það sem „forsetinn á að vera“. Þess vegna treysti ég henni best til að vera forseti allra kynslóða og leiða okkur saman í áttina að bjartari framtíð. En eins og Halla Tómasdóttir sagði svo rétttilega „Við eigum ekki að skipa okkur í lið. Því það er bara eitt lið, - Áfram Ísland“. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Lýðræði er ekki sjálfsagt og er mikilvægt að við minnumst forfeðra okkar sem börðust til fjölda ára fyrir þeim réttindum sem við njótum í dag. Það er svo mikil fegurð í því að á kosningardag fá allar raddir að heyrast til jafns og þó að við hökum í ólíka reiti á kjörseðlinum þá eigum við það sameiginlegt að við eigum öll eitt atkvæði. Þess vegna er svo mikilvægt að við nýtum lýðræðið okkar, kjósum með hjartanu og leyfum ekki utanaðkomandi öflum að hafa áhrif á val okkar hvort sem það eru ólýðræðislegar skoðanakannanir eða skoðanir annarra. Fyrir hverjar kosningar frá því ég öðlaðist kosningarrétt fyrir 9 árum, hef ég lagt mikið kapp á að sinna lýðræðislegum skyldum mínum og kynnt mér vel þau framboð sem hafa verð í boði hverju sinni. Hins vegar hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvað málefni ungs fólks hafa oft fallið milli hluta. Mikið er rætt um börn og ungmenni, heimilin í landinu og eldri borgara. Ég verandi í kringum tvítugt, fann mig hvergi innan þessara hópa. Þá var ég ekki lengur barn eða unglingur heldur fullorðin í skilgreiningi laga og það sem mig dreymdi um að geta eignast mitt eigið heimili. Ég held ég þurfi ekki að útskýra ástandið á fasteignamarkaðnum, þið vitið hvað ég meina. Hlutir sem ég í barnæsku áleit bara eðlilegan gang lífsins og hlakkaði til virðist á köflum ómögulegt í nútíma samfélagi. Afhverju er andleg heilsa ungs fólks í molum? Afhverju eru ekki að fæðast jafn mörg börn og áður? Afhverju er fólk ekki að flytja að heiman fyrr en í kringum þrítugt? Afhverju er sprenging í geðlyfjanotkun á Íslandi? Afhverju eru strákar hættir að mennta sig? o.s.frv. En hafið þið prófað að spyrja unga fólkið af hverju þetta hefur þróast svona? Við unga fólkið höfum nefnilega ýmislegt til málanna að leggja en oft er eins og við tölum fyrir daufum eyrum. Okkur skortir vettvanginn til að hafa áhrif og eyru til að hlusta á okkur. Þess vegna er mikið fagnaðarefni hvernig Halla Tómasdóttir hefur ljáð okkur eyra. Ég varð smá klökk þegar ég heyrði Höllu Tómasdóttur tala um málefni ungs fólks og mikilvægi þess að gefa okkur sæti við borðið og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hafa rödd. Uppfull af þakklæti og auðmýkt upplifði ég í fyrsta sinn frá því ég öðlaðist kosningarétt ákveðna viðurkenningu. Viðurkenningu á því að við unga fólkið skiptum líka máli núna, en ekki bara þegar við tökum við keflinu þegar að því kemur. En svo því sé haldið til haga, þá ber ég ómælda virðingu fyrir eldri kynslóðinni okkar, visku þeirra og reynslu sem við þurfum að meta að verðleikum. Þar kemur Halla Tómasdóttir með þetta dásamlega hugtak sem mér þykir alveg einstaklega fallegt og mikilvægt - kynslóða jafnrétti. Kynslóða jafnrétti snýr að því að allar kynslóðir samfélagsins hljóti þá virðingu sem þær eiga skilið og fái sæti við borðið til að eiga samtal um hvernig við sem þjóð viljum móta framtíð Íslands. Halla Tómasdóttir er hugrökk og óhrædd við að láta til sín taka en framar öllu hlustar hún á þjóðina. Hún hefur sýnt það síðustu vikur að hún vill eiga samtal við þjóðina svo við sem þjóð getum myndað okkar langtímasýn og virkjað þannig lýðræðið. Þannig fáum við að móta áttavita sem leiðir stjórnvöld í þá átt sem endurspeglar vilja þjóðarinnar. En með því fáum við, þjóðin, tækifæri til að hafa áhrif á örlög okkar svo þau liggi ekki einungis í höndum stjórnvalda. Á meðan aðrir frambjóðendur keppast við að fullyrða um hvað „forsetinn eigi að vera“ þá er Halla Tómasdóttir nú þegar nákvæmlega það sem „forsetinn á að vera“. Þess vegna treysti ég henni best til að vera forseti allra kynslóða og leiða okkur saman í áttina að bjartari framtíð. En eins og Halla Tómasdóttir sagði svo rétttilega „Við eigum ekki að skipa okkur í lið. Því það er bara eitt lið, - Áfram Ísland“. Höfundur er háskólanemi.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar