Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Heimir Már Pétursson og Árni Sæberg skrifa 15. maí 2024 19:47 Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra getur lögreglan fylgst með fólki án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Píratar segja ekki hægt að leyfa það án ítarlegs ytra eftirlits. Getty Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldóra Mogensen fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd ekki gert ráð fyrir sjálfstæðu eftirliti með auknum rannsóknaheimildum lögreglu. Lagabreytingin þýddi að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist ekki deila þessum áhyggjum með Pírötum. Breytingar á heimildum lögreglu séu nauðsynlegar til þess að hún geti tekið á skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. Þá verði heimildir lögreglu eftir breytingar eftir sem áður þrengri en heimildir lögreglu í nágrannalöndum. Frumvarpið sé enn í vinnslu og hún geri ráð fyrir því að nefndavika í næstu nýtist vel við afgreiðslu málsins. Það verði ekki tekið fyrir áður en Alþingi fer í hlé fyrir forsetakosningar. Nauðsynlegt að vera með sambærilegar reglur við þær á Norðurlöndunum Fyrir Alþingi liggur einnig enn eitt frumvarpið um breytingar á útlendingalögum. Píratar telja að frumvarpið þrengi að þeim sem njóti viðbótarverndar. Dvalarleyfi þeirra verði stytt úr fjórum árum í tvö og hert á skilyrðum fyrir fjölskyldusameiningum og dvalarleyfi fólks með sérstök tengsl við landið. Bryndís segir að stærsti hluti þess frumvarps snúi að því að afnema séríslenska reglu, sem geri það að verkum að fólk sem nýtur verndar í öðrum Evrópuríkjum hafi geti komið hingað til lands og fengið málsmeðferð, ef um sérstakar aðstæður eða tengsl er að ræða. „Það erum við að afnema með þessu frumvarpi. En það eru líka aðrar breytingar, sem lúta að breytingu varðandi dvalarleyfistíma og fjölskyldusameiningar. Þar erum við að reyna að samræma okkur við hin Norðurlöndin. Það er í raun stóra málið, við erum með sambærilegt velferðarkerfi við hin Norðurlöndin, og þá er líka nauðsynlegt að við séum með sambærilegar reglur í kringum þennan málaflokk.“ Býst við breiðari samstöðu Frumvarpið hafi verið afgreitt úr nefnd í dag og önnur umræða um það fari fram á morgun. Ekki sé þó ljóst hvort takist að afgreiða það endanlega fyrir hlé. „Ég geri ráð fyrir því að það séu ekki allir sammála um málið. En mér þykir nú orðræðan um þennan málaflokk hafa breyst töluvert. Þannig að ég á von á því að stuðningurinn verði kannski breiðari en til að mynda síðasta vor. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Hælisleitendur Píratar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldóra Mogensen fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd ekki gert ráð fyrir sjálfstæðu eftirliti með auknum rannsóknaheimildum lögreglu. Lagabreytingin þýddi að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist ekki deila þessum áhyggjum með Pírötum. Breytingar á heimildum lögreglu séu nauðsynlegar til þess að hún geti tekið á skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. Þá verði heimildir lögreglu eftir breytingar eftir sem áður þrengri en heimildir lögreglu í nágrannalöndum. Frumvarpið sé enn í vinnslu og hún geri ráð fyrir því að nefndavika í næstu nýtist vel við afgreiðslu málsins. Það verði ekki tekið fyrir áður en Alþingi fer í hlé fyrir forsetakosningar. Nauðsynlegt að vera með sambærilegar reglur við þær á Norðurlöndunum Fyrir Alþingi liggur einnig enn eitt frumvarpið um breytingar á útlendingalögum. Píratar telja að frumvarpið þrengi að þeim sem njóti viðbótarverndar. Dvalarleyfi þeirra verði stytt úr fjórum árum í tvö og hert á skilyrðum fyrir fjölskyldusameiningum og dvalarleyfi fólks með sérstök tengsl við landið. Bryndís segir að stærsti hluti þess frumvarps snúi að því að afnema séríslenska reglu, sem geri það að verkum að fólk sem nýtur verndar í öðrum Evrópuríkjum hafi geti komið hingað til lands og fengið málsmeðferð, ef um sérstakar aðstæður eða tengsl er að ræða. „Það erum við að afnema með þessu frumvarpi. En það eru líka aðrar breytingar, sem lúta að breytingu varðandi dvalarleyfistíma og fjölskyldusameiningar. Þar erum við að reyna að samræma okkur við hin Norðurlöndin. Það er í raun stóra málið, við erum með sambærilegt velferðarkerfi við hin Norðurlöndin, og þá er líka nauðsynlegt að við séum með sambærilegar reglur í kringum þennan málaflokk.“ Býst við breiðari samstöðu Frumvarpið hafi verið afgreitt úr nefnd í dag og önnur umræða um það fari fram á morgun. Ekki sé þó ljóst hvort takist að afgreiða það endanlega fyrir hlé. „Ég geri ráð fyrir því að það séu ekki allir sammála um málið. En mér þykir nú orðræðan um þennan málaflokk hafa breyst töluvert. Þannig að ég á von á því að stuðningurinn verði kannski breiðari en til að mynda síðasta vor.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Hælisleitendur Píratar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira