Guðmundur tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2024 08:51 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Aðsend Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur verið tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunin 2024 (European Inventor Award) í flokki stærri fyrirtækja. Hann keppir þar á móti teymum frá Svíþjóð annars vegar og Þýskalandi og Ítalíu hins vegar, en tilkynnt verður um vinningshafa á verðlaunahátíð á Möltu 9. júlí. Í tilkynningu segir að Guðmundur Fertram og Kerecis hljóti tilnefningu fyrir að hafa þróað leið til að græða sár með fiskroði en sýnt hafi verið fram á að fiskroð megi nota til að græða illvíg sár, svo sem sár af völdum sykursýki, bruna eða skurðaaðgerða, sem annars leiði oft til aflimunar. „Guðmundur Fertram og þróunarteymi hans voru valin úr hópi rúmlega 550 tilnefndra um verðlaunin og eru nú komin í úrslit til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 í flokki stærri fyrirtækja. Verðlaunin eru viðurkenning á uppfinningum sem veitt hafa verið einkaleyfi á í Evrópu. Þetta er í annað sinn sem íslenskt þróunarteymi er tilnefnt til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna en í fyrra voru Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson, prófessorar emeritus við Háskóla Íslands og stofnendur Oculis, tilnefndir til verðlaunanna. Virkar sem stoðgrind fyrir húðina Vegna flókinnar byggingar húðarinnar og hversu flóknir sáragræðsluferlar eru, hefur meðhöndlun sára alltaf verið krefjandi verkefni. Hundruð þúsunda fólks um allan heim er með skerta virkni vegna sára sem ekki gróa. Dýrahúð hefur verið notuð til að búa til eins konar stoðgrind fyrir húðfrumur að skríða inn í og mynda nýja húð. Guðmundur Fertram og hans teymi hafa tekið þessa tækni á næsta stig með því að nota þorskroð sem felur í sér margvíslegan ávinning fram yfir hefðbundnar sáravörur sem unnar eru úr húð spendýra. Vegna þess að ýmsar veirur geta sýkt fleiri en eina tegund spendýra, þarf að meðhöndla sáravörur sem unnar eru úr spendýrum með sterkum efnum til að draga úr smithættu. Sú meðferð dregur úr virkni þessara efna. Vegna þess að ekki er hætta á að sjúkdómar berist frá fiskum til manna er hægt að halda vinnslu á fiskroðinu í lágmarki, sem þýðir að hægt er að varðveita þrívíða byggingu þess, fitur og ómegasýrur sem stuðla að sáragræðslu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi að rétt eins og hjá mannfólkinu samanstandi roð fiska af húðþekju, húð og undirhúð. „Þróunarlega séð er húð okkar því eins og fiskroð fyrir utan að fiskroðið hefur hreistur sem þróaðist í hár hjá manninum. Það tók okkur fjögur ár á rannsóknarstofunni að þróa aðferð til að fjarlægja frumur og erfðaefni úr roðinu til að koma í veg fyrir ónæmissvörun þegar það er sett á mannslíkamann, án þess að tapa efnafræðilegri virkni og byggingu roðsins og varðveita sáragræðslueiginleika þess,“ útskýrir Guðmundur Fertram. Nýsköpun sem hófst í hafinu Ennfremur segir að árið 2007 hafi Guðmundur Fertram, sem býr að sérþekkingu í efnafræði og verkfræði, tekið fyrstu skrefin í átt að því að raungera hugmynd sína um að nota fiskroð til að meðhöndla sár og vefjaskemmdir. „Þetta leiddi til þess að Kerecis, sem stofnað var í kringum uppfinninguna, setti nýja vöru á markað árið 2013, sem er lýst í ritrýndri úttekt National Library of Medicine sem „hraðari meðferð við sáragræðslu, sem dregur úr verkjum og þörf á umbúðaskiptum, auk þess sem hún dregur úr kostnaði í tengslum við meðferð og veitir bættan árangur með tilliti til fagurfræðilegra þátta og virkni húðarinnar í samanburði við hefðbundin meðferðarúrræði“. Þann 7. júlí 2023 tilkynnti Coloplast um kaup sín á Kerecis sem metið var á 1,3 milljarða evra. Þessi tímamótakaup gerðu Kerecis að fyrsta „einhyrningnum“ í íslensku viðskiptalífi. Evrópsku nýsköpunarverðlaunin verða afhent í beinu streymifrá Möltu 9. júlí næstkomandi. Þá mun Evrópska einkaleyfastofan einnig tilkynna um vinningshafa vinsældaverðlaunanna, sem valinn verður í gegnum almenna atkvæðagreiðslu á netinu,“ segir í tilkynningunni. Nýsköpun Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í tilkynningu segir að Guðmundur Fertram og Kerecis hljóti tilnefningu fyrir að hafa þróað leið til að græða sár með fiskroði en sýnt hafi verið fram á að fiskroð megi nota til að græða illvíg sár, svo sem sár af völdum sykursýki, bruna eða skurðaaðgerða, sem annars leiði oft til aflimunar. „Guðmundur Fertram og þróunarteymi hans voru valin úr hópi rúmlega 550 tilnefndra um verðlaunin og eru nú komin í úrslit til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 í flokki stærri fyrirtækja. Verðlaunin eru viðurkenning á uppfinningum sem veitt hafa verið einkaleyfi á í Evrópu. Þetta er í annað sinn sem íslenskt þróunarteymi er tilnefnt til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna en í fyrra voru Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson, prófessorar emeritus við Háskóla Íslands og stofnendur Oculis, tilnefndir til verðlaunanna. Virkar sem stoðgrind fyrir húðina Vegna flókinnar byggingar húðarinnar og hversu flóknir sáragræðsluferlar eru, hefur meðhöndlun sára alltaf verið krefjandi verkefni. Hundruð þúsunda fólks um allan heim er með skerta virkni vegna sára sem ekki gróa. Dýrahúð hefur verið notuð til að búa til eins konar stoðgrind fyrir húðfrumur að skríða inn í og mynda nýja húð. Guðmundur Fertram og hans teymi hafa tekið þessa tækni á næsta stig með því að nota þorskroð sem felur í sér margvíslegan ávinning fram yfir hefðbundnar sáravörur sem unnar eru úr húð spendýra. Vegna þess að ýmsar veirur geta sýkt fleiri en eina tegund spendýra, þarf að meðhöndla sáravörur sem unnar eru úr spendýrum með sterkum efnum til að draga úr smithættu. Sú meðferð dregur úr virkni þessara efna. Vegna þess að ekki er hætta á að sjúkdómar berist frá fiskum til manna er hægt að halda vinnslu á fiskroðinu í lágmarki, sem þýðir að hægt er að varðveita þrívíða byggingu þess, fitur og ómegasýrur sem stuðla að sáragræðslu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi að rétt eins og hjá mannfólkinu samanstandi roð fiska af húðþekju, húð og undirhúð. „Þróunarlega séð er húð okkar því eins og fiskroð fyrir utan að fiskroðið hefur hreistur sem þróaðist í hár hjá manninum. Það tók okkur fjögur ár á rannsóknarstofunni að þróa aðferð til að fjarlægja frumur og erfðaefni úr roðinu til að koma í veg fyrir ónæmissvörun þegar það er sett á mannslíkamann, án þess að tapa efnafræðilegri virkni og byggingu roðsins og varðveita sáragræðslueiginleika þess,“ útskýrir Guðmundur Fertram. Nýsköpun sem hófst í hafinu Ennfremur segir að árið 2007 hafi Guðmundur Fertram, sem býr að sérþekkingu í efnafræði og verkfræði, tekið fyrstu skrefin í átt að því að raungera hugmynd sína um að nota fiskroð til að meðhöndla sár og vefjaskemmdir. „Þetta leiddi til þess að Kerecis, sem stofnað var í kringum uppfinninguna, setti nýja vöru á markað árið 2013, sem er lýst í ritrýndri úttekt National Library of Medicine sem „hraðari meðferð við sáragræðslu, sem dregur úr verkjum og þörf á umbúðaskiptum, auk þess sem hún dregur úr kostnaði í tengslum við meðferð og veitir bættan árangur með tilliti til fagurfræðilegra þátta og virkni húðarinnar í samanburði við hefðbundin meðferðarúrræði“. Þann 7. júlí 2023 tilkynnti Coloplast um kaup sín á Kerecis sem metið var á 1,3 milljarða evra. Þessi tímamótakaup gerðu Kerecis að fyrsta „einhyrningnum“ í íslensku viðskiptalífi. Evrópsku nýsköpunarverðlaunin verða afhent í beinu streymifrá Möltu 9. júlí næstkomandi. Þá mun Evrópska einkaleyfastofan einnig tilkynna um vinningshafa vinsældaverðlaunanna, sem valinn verður í gegnum almenna atkvæðagreiðslu á netinu,“ segir í tilkynningunni.
Nýsköpun Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira