Um lýðræði — Þrjár spurningar til forsetaframbjóðenda Hjörtur Hjartarson skrifar 16. maí 2024 13:30 Frambjóðendurnir og fleiri hafa talað um forsetakosningarnar sem „lýðræðisveislu.“ Til að fá skýrari mynd af viðhorfum þeirra til lýðræðis er rakið að spyrja þá út í stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána, sem svo er nefnd. Ég hvet kjósendur til að beina spurningum til þeirra um þessi efni og deila þessari grein sem víðast. Líklega gætu allir frambjóðendurnir rækt formlegar skyldur forseta. Það sem skiptir okkur flest mestu máli er skilningur þeirra á grundvallarhlutverki embættisins og viðhorf til lýðræðis. Eitt mikilvægasta hlutverk forsetans endurspeglast í málsskotsréttinum, að þjóðkjörinn forseti geti lagt lög frá Alþingi í dóm kjósenda til samþykktar eða synjunar. Í því felst sá viðtekni grundvallarskilningur á lýðræði að þjóðin eigi lokaorðið. Að allt ríkisvald sé sprottið frá þjóðinni, að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Tillögurnar urðu til í ferli sem Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, lýsti sem „víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um.“ Kjósendur svöruðu afdráttarlaust. Yfir 2/3 hlutar þeirra (67%) sögðu að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 1. Hvað finnst þér um þetta, að skýr vilji kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki virtur? Rúm þrjú ár (2020) eru síðan þáverandi forsætisráðherra fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Nokkrum dögum áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til sama forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. 2. Hvað finnst þér um þessi tilmæli Feneyjanefndarinnar? Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í janúar síðastliðnum að stjórnarskráin væri í sjálfheldu. Það eru orð að sönnu. Viðleitni nýfráfarins forsætisráðherra í stjórnarskrármálinu undanfarin sjö ár hefur engu skilað nema óbreyttu ástandi. Og aðeins lítill minni hluti getur glaðst yfir því. Enn er hægt að ganga hreint og heiðarlega til verks. Að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 felur í sér að taka fyrir og afgreiða samþykktar tillögur af heilindum og trúnaði við lýðræðislegar grundvallarreglur. Alþingi hefur reynst ófært um þetta. Sú hugmynd hefur verið sett fram að farsælast væri að sérstakt slembivalið stjórnlagaþing sæi um lokafrágang á nýju stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið ynni í samræmi við tilmæli Feneyjanefndar Evrópuráðsins frá 2020 og samskonar leiðsögn Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns, sem er þessi: Tillögurnar eru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeim sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim verða því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. 3. Sérð þú fyrir þér leið til að virða lýðræðislegan vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Frá þúsund manna þjóðfundi í Laugardalshöll. Lárus Ýmir Óskarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Frambjóðendurnir og fleiri hafa talað um forsetakosningarnar sem „lýðræðisveislu.“ Til að fá skýrari mynd af viðhorfum þeirra til lýðræðis er rakið að spyrja þá út í stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána, sem svo er nefnd. Ég hvet kjósendur til að beina spurningum til þeirra um þessi efni og deila þessari grein sem víðast. Líklega gætu allir frambjóðendurnir rækt formlegar skyldur forseta. Það sem skiptir okkur flest mestu máli er skilningur þeirra á grundvallarhlutverki embættisins og viðhorf til lýðræðis. Eitt mikilvægasta hlutverk forsetans endurspeglast í málsskotsréttinum, að þjóðkjörinn forseti geti lagt lög frá Alþingi í dóm kjósenda til samþykktar eða synjunar. Í því felst sá viðtekni grundvallarskilningur á lýðræði að þjóðin eigi lokaorðið. Að allt ríkisvald sé sprottið frá þjóðinni, að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Tillögurnar urðu til í ferli sem Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, lýsti sem „víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um.“ Kjósendur svöruðu afdráttarlaust. Yfir 2/3 hlutar þeirra (67%) sögðu að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 1. Hvað finnst þér um þetta, að skýr vilji kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki virtur? Rúm þrjú ár (2020) eru síðan þáverandi forsætisráðherra fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Nokkrum dögum áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til sama forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. 2. Hvað finnst þér um þessi tilmæli Feneyjanefndarinnar? Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í janúar síðastliðnum að stjórnarskráin væri í sjálfheldu. Það eru orð að sönnu. Viðleitni nýfráfarins forsætisráðherra í stjórnarskrármálinu undanfarin sjö ár hefur engu skilað nema óbreyttu ástandi. Og aðeins lítill minni hluti getur glaðst yfir því. Enn er hægt að ganga hreint og heiðarlega til verks. Að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 felur í sér að taka fyrir og afgreiða samþykktar tillögur af heilindum og trúnaði við lýðræðislegar grundvallarreglur. Alþingi hefur reynst ófært um þetta. Sú hugmynd hefur verið sett fram að farsælast væri að sérstakt slembivalið stjórnlagaþing sæi um lokafrágang á nýju stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið ynni í samræmi við tilmæli Feneyjanefndar Evrópuráðsins frá 2020 og samskonar leiðsögn Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns, sem er þessi: Tillögurnar eru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeim sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim verða því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. 3. Sérð þú fyrir þér leið til að virða lýðræðislegan vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Frá þúsund manna þjóðfundi í Laugardalshöll. Lárus Ýmir Óskarsson
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun