Eru stjórnvöld að virða réttindi barna á flótta? Hópur fólks í ungmennaráði UNICEF á Íslandi skrifar 16. maí 2024 17:01 „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. Hún er skýr en það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að þau börn sem koma til landsins á flótta frá heimili sínu fái að njóta réttinda Barnasáttmálans líkt og önnur börn. Þann 20. febrúar 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi en hafði fyrir það verið fullgiltur síðan 1992. Ísland hefur því verið að fylgja Barnasáttmálanum í rúm 30 ár. Stjórnvöld og opinberar stofnanir ættu því að vera vel að sér í málum er varða réttindi barna og sjá til þess að ekki sé brotið gegn þeim réttindum sem Barnasáttmálinn kveður á um. Því miður virðist það ekki vera raunin og greinilega kominn tími á upprifjun hjá hinu opinbera. Yazan er tólf ára drengur frá Palestínu sem kom til landsins fyrir tæpu ári síðan. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne sem er mjög ágengur og ræðst á alla vöðva líkamans og notast Yazan því við hjólastól. Hér á Íslandi hefur hann fengið mikla þjónustu til þess að halda sjúkdómnum í skefjum og hefur hann aðlagast lífinu vel hér á landi. Nú stendur til að vísa Yazan, ásamt fjölskyldu sinni, úr landi og missir hann því aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem að hann hefur fengið hér á landi undanfarna mánuði. Að sögn móður Yazan hrakar honum mikið ef hann missir af reglubundnum tímum hjá lækni eða sjúkraþjálfara og því erfitt að ímynda sér afleiðingar þess að missa þá þjónustu í marga mánuði. Í 23. grein Barnasáttmálans segir að „Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við aðstæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á.“ Með því að brottvísa Yazan brjóta stjórnvöld á þeim grundvallarréttindum hans á því að lifa eins góðu lífi og völ er á. Með því að svipta hann nauðsynlegri þjónustu setja stjórnvöld heilsu hans, menntun og þroska í hættu og mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð hans. Í 6. grein Barnasáttmálans er fjallað um skyldur stjórnvalda þegar að kemur að því að sjá til þess að börn fái að lifa góðu lífi og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Áður en Yazan kom til Íslands hafði hann takmarkað aðgengi að skóla, félagslífi og heilbrigðis þjónustu sem setur hans líf og þroska í hættu. Þetta breyttist þó við komu hans til landsins og hefur hann fengið aukinn aðgang að þeirri þjónustu sem hann þarfnast og segir, „Hér er það allt annað. Ég fæ að fara með krökkunum út að leika, fæ að vera í íþróttum. Ég er með hreint borð og mér líður vel þarna.“ Hér á landi hefur hann því fengið að þroskast eins og hann á rétt á. Hægt er að nefna margar aðrar greinar Barnasáttmálans sem stjórnvöld myndu brjóta ef af þessari brottvísun verður. Eins og sést er virkilega mikilvægt fyrir heilsu og þroska Yazan að hann fái að vera áfram á Íslandi þar sem að hann fær viðeigandi stuðning vegna fötlunar sinnar. Við skorum því Útlendingastofnun, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra og Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, að sjá til þess að Yazan fái að búa hér á landi áfram og tryggja þannig aðgang hans að lífsnauðsynlegri þjónustu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi. Brynjar Bragi Einarsson, formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage, varaformaður Anh Ngoc Bui Arndís Rut Sigurðardóttir Bergþóra Hildur Andradóttir Dagur Björgvin Jónsson Gerður María Sveinsdóttir Guðrún Baldursdóttir Gunnhildur Daðadóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæ Humadóttir Sólveig Hjörleifsdóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Réttindi barna Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
„Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. Hún er skýr en það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að þau börn sem koma til landsins á flótta frá heimili sínu fái að njóta réttinda Barnasáttmálans líkt og önnur börn. Þann 20. febrúar 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi en hafði fyrir það verið fullgiltur síðan 1992. Ísland hefur því verið að fylgja Barnasáttmálanum í rúm 30 ár. Stjórnvöld og opinberar stofnanir ættu því að vera vel að sér í málum er varða réttindi barna og sjá til þess að ekki sé brotið gegn þeim réttindum sem Barnasáttmálinn kveður á um. Því miður virðist það ekki vera raunin og greinilega kominn tími á upprifjun hjá hinu opinbera. Yazan er tólf ára drengur frá Palestínu sem kom til landsins fyrir tæpu ári síðan. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne sem er mjög ágengur og ræðst á alla vöðva líkamans og notast Yazan því við hjólastól. Hér á Íslandi hefur hann fengið mikla þjónustu til þess að halda sjúkdómnum í skefjum og hefur hann aðlagast lífinu vel hér á landi. Nú stendur til að vísa Yazan, ásamt fjölskyldu sinni, úr landi og missir hann því aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem að hann hefur fengið hér á landi undanfarna mánuði. Að sögn móður Yazan hrakar honum mikið ef hann missir af reglubundnum tímum hjá lækni eða sjúkraþjálfara og því erfitt að ímynda sér afleiðingar þess að missa þá þjónustu í marga mánuði. Í 23. grein Barnasáttmálans segir að „Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við aðstæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á.“ Með því að brottvísa Yazan brjóta stjórnvöld á þeim grundvallarréttindum hans á því að lifa eins góðu lífi og völ er á. Með því að svipta hann nauðsynlegri þjónustu setja stjórnvöld heilsu hans, menntun og þroska í hættu og mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð hans. Í 6. grein Barnasáttmálans er fjallað um skyldur stjórnvalda þegar að kemur að því að sjá til þess að börn fái að lifa góðu lífi og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Áður en Yazan kom til Íslands hafði hann takmarkað aðgengi að skóla, félagslífi og heilbrigðis þjónustu sem setur hans líf og þroska í hættu. Þetta breyttist þó við komu hans til landsins og hefur hann fengið aukinn aðgang að þeirri þjónustu sem hann þarfnast og segir, „Hér er það allt annað. Ég fæ að fara með krökkunum út að leika, fæ að vera í íþróttum. Ég er með hreint borð og mér líður vel þarna.“ Hér á landi hefur hann því fengið að þroskast eins og hann á rétt á. Hægt er að nefna margar aðrar greinar Barnasáttmálans sem stjórnvöld myndu brjóta ef af þessari brottvísun verður. Eins og sést er virkilega mikilvægt fyrir heilsu og þroska Yazan að hann fái að vera áfram á Íslandi þar sem að hann fær viðeigandi stuðning vegna fötlunar sinnar. Við skorum því Útlendingastofnun, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra og Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, að sjá til þess að Yazan fái að búa hér á landi áfram og tryggja þannig aðgang hans að lífsnauðsynlegri þjónustu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi. Brynjar Bragi Einarsson, formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage, varaformaður Anh Ngoc Bui Arndís Rut Sigurðardóttir Bergþóra Hildur Andradóttir Dagur Björgvin Jónsson Gerður María Sveinsdóttir Guðrún Baldursdóttir Gunnhildur Daðadóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæ Humadóttir Sólveig Hjörleifsdóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun