Heilsa íslenskrar þjóðar, samofin framþróun í læknisfræði á Íslandi Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 17. maí 2024 07:31 Í dag höldum við hátíðlegan dag íslenska læknisins 17.maí, á fæðingardegi Bjarna Pálssonar (1719-1779) fyrsta sérmenntaða læknisins á Íslandi. Íslendingar eiga frumkvöðlum á borð við Bjarna Pálssyni mikið að þakka, sem sótt hafa í aldanna rás nýja læknisþekkingu frá virtustu háskólum heims og flutt til Íslands, landi og þjóð til heilla og framdráttar. Íslendingar eru svo gæfusamir að flesta sérhæfða læknisþjónustu er hægt að fá á Íslandi, í stað þess að þurfa að sækja hana erlendis með ærnum tilkostnaði og óþægindum fyrir sjúklinga, slíkt er ekki sjálfgefið. Áframhaldandi uppbygging sérhæfðrar læknisþjónustu verður áfram mikilvæg íslenska heilbrigðiskerfinu og ávallt hagkvæm fjárfesting fyrir íslenskt samfélag, en mikið getur sparast með innleiðingu nýrra meðferðarmöguleika við alvarlegum sjúkdómum á Íslandi. Félag sjúkrahúslækna var stofnað 18. janúar 2018, sem aðildarfélag í Læknafélagi Íslands og telur tæplega 500 sérfræðilæknar sem starfa flestir á heilbrigðistofnunum landsins. Hlutverk félagsins er að gæta faglegra og félagslegra hagsmuna félagsmanna, standa vörð um símenntun og rannsóknarstarf lækna ásamt því að stuðla að framþróun í læknisfræði og heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Læknar í Félagi sjúkrahúslækna búa margir yfir mikilli reynslu sem er jafnfram svo sérhæfð að viðkomandi læknisþjónustu er eingöngu hægt að veita innan veggja Landspítalans. Stjórnvöld verða að skilja að eigi Landspítalinn áfram að gegna sínu lykilhlutverki, með aðgengi að bestu læknismeðferðum sem völ er á, þarf fjárhagslegan stöðugleika í rekstri auk viðunandi starfsskilyrða fyrir lækna. Í aukinni samkeppni um sérfræðilækna með eftirsótta sérkunnáttu, verða opinberar heilbrigðisstofnari að geta boðið læknum sínum sambærileg launakjör og eru í boði annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Bjarni Pálsson hóf störf sem læknir á Íslandi og gríðarleg framþróun orðið innan læknisfræðinnar á liðnum árum. Íslendingar hafa komið vel út úr flestum mælistikum er varða heilsu þjóðar, en þó má ekki sofna á verðinum. Mikilvægt er að stjórnvöld hlusti vel á ráðleggingar íslenskra lækna varðandi mótun heilbrigðiskerfisins. Óvissa í heilbrigðismálum síðustu ár hefur valdið því að mikill fjöldi íslenskra sérfræðilækna hefur ákveðið að starfa áfram erlendis að loknu sérnámi. Til að viðhalda framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins og heilsu þjóðarinnar, ætti að vera algjört forgangsmál stjórnvalda að skapa aðlaðandi starfsumhverfi svo að þessir læknar velji að snúi aftur heim – Ísland þarf nauðsynlega á kröftum þeirra og þekkingu að halda inní framtíðina. Sjálfur hef ég aldrei efast um ákvörðun mína að gerast læknir, þó það sé oft krefjandi að standa vaktina alla daga ársins á öllum tímum sólarhringsins í erfiðum aðstæðum, eru það um leið einstök forréttindi að fá að lækna og líkna.Læknar eru kjarninn í íslenska heilbrigðiskerfinu, í fremstu víglínu þegar alvarlegir sjúkdómar dynja á Íslendingum, bera þungan af erfiðum ákvörðunum og marka stefnuna, við getum verið stoltir af okkar framlagi í þágu íslenskrar þjóðar. Til hamingju með daginn íslenskir læknar! Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag höldum við hátíðlegan dag íslenska læknisins 17.maí, á fæðingardegi Bjarna Pálssonar (1719-1779) fyrsta sérmenntaða læknisins á Íslandi. Íslendingar eiga frumkvöðlum á borð við Bjarna Pálssyni mikið að þakka, sem sótt hafa í aldanna rás nýja læknisþekkingu frá virtustu háskólum heims og flutt til Íslands, landi og þjóð til heilla og framdráttar. Íslendingar eru svo gæfusamir að flesta sérhæfða læknisþjónustu er hægt að fá á Íslandi, í stað þess að þurfa að sækja hana erlendis með ærnum tilkostnaði og óþægindum fyrir sjúklinga, slíkt er ekki sjálfgefið. Áframhaldandi uppbygging sérhæfðrar læknisþjónustu verður áfram mikilvæg íslenska heilbrigðiskerfinu og ávallt hagkvæm fjárfesting fyrir íslenskt samfélag, en mikið getur sparast með innleiðingu nýrra meðferðarmöguleika við alvarlegum sjúkdómum á Íslandi. Félag sjúkrahúslækna var stofnað 18. janúar 2018, sem aðildarfélag í Læknafélagi Íslands og telur tæplega 500 sérfræðilæknar sem starfa flestir á heilbrigðistofnunum landsins. Hlutverk félagsins er að gæta faglegra og félagslegra hagsmuna félagsmanna, standa vörð um símenntun og rannsóknarstarf lækna ásamt því að stuðla að framþróun í læknisfræði og heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Læknar í Félagi sjúkrahúslækna búa margir yfir mikilli reynslu sem er jafnfram svo sérhæfð að viðkomandi læknisþjónustu er eingöngu hægt að veita innan veggja Landspítalans. Stjórnvöld verða að skilja að eigi Landspítalinn áfram að gegna sínu lykilhlutverki, með aðgengi að bestu læknismeðferðum sem völ er á, þarf fjárhagslegan stöðugleika í rekstri auk viðunandi starfsskilyrða fyrir lækna. Í aukinni samkeppni um sérfræðilækna með eftirsótta sérkunnáttu, verða opinberar heilbrigðisstofnari að geta boðið læknum sínum sambærileg launakjör og eru í boði annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Bjarni Pálsson hóf störf sem læknir á Íslandi og gríðarleg framþróun orðið innan læknisfræðinnar á liðnum árum. Íslendingar hafa komið vel út úr flestum mælistikum er varða heilsu þjóðar, en þó má ekki sofna á verðinum. Mikilvægt er að stjórnvöld hlusti vel á ráðleggingar íslenskra lækna varðandi mótun heilbrigðiskerfisins. Óvissa í heilbrigðismálum síðustu ár hefur valdið því að mikill fjöldi íslenskra sérfræðilækna hefur ákveðið að starfa áfram erlendis að loknu sérnámi. Til að viðhalda framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins og heilsu þjóðarinnar, ætti að vera algjört forgangsmál stjórnvalda að skapa aðlaðandi starfsumhverfi svo að þessir læknar velji að snúi aftur heim – Ísland þarf nauðsynlega á kröftum þeirra og þekkingu að halda inní framtíðina. Sjálfur hef ég aldrei efast um ákvörðun mína að gerast læknir, þó það sé oft krefjandi að standa vaktina alla daga ársins á öllum tímum sólarhringsins í erfiðum aðstæðum, eru það um leið einstök forréttindi að fá að lækna og líkna.Læknar eru kjarninn í íslenska heilbrigðiskerfinu, í fremstu víglínu þegar alvarlegir sjúkdómar dynja á Íslendingum, bera þungan af erfiðum ákvörðunum og marka stefnuna, við getum verið stoltir af okkar framlagi í þágu íslenskrar þjóðar. Til hamingju með daginn íslenskir læknar! Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun