Skipstjórinn gistir fangageymslur ásamt stýrimanni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2024 21:45 Fraktskipið í höfn í Vestmannaeyjum í dag. Óskar P. Friðriksson Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir málsatvik úti fyrir Garðskagavita í nótt að skýrast. Skipstjóri og stýrimaður muni dvelja í fangelsi til morguns hið minnsta. Þeir voru um borð í fraktskipi sem sigldi á fiskibát með þeim afleiðingum að sjómaður lenti í lífsháska. Það var á þriðja tímanum í nótt að strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út en það reyndist mikið happ að skipstjóri annars strandveiðibáts á svæðinum kom manninum til bjargar. Í ljós kom að þeir höfðu þekkst í yfir fjóra áratugi. Arnar Magnússon strandveiðisjómaður sem kom skipverja bátsins til bjargar í nótt lýsti aðstæðum í viðtali við fréttastofu í dag. Þegar hann áttaði sig á því að það sem hann sá í sjónum var ekki gámur heldur bátur. Svo sting sem hann fékk í hjartað þegar hann sá að þetta var bátur vinar hans. Arnar sagði fullkomlega ljóst að fraktskipið hefði siglt á fiskibátinn. Myndir af skemmdum á fiskibátnum og á fraktskipinu benda til þess. Fraktskipið heitir Longdawn og var skiptstjóri þess handtekinn í dag ásamt tveimur stýrimönnum. Skipið var á leiðinni til Rotterdam en var siglt til Vestmannaeyja þar sem skýrslutökur hafa staðið yfir í kvöld. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir skýrslutökum að ljúka. Skipstjórinn og annar stýrimaðurinn verði í haldi til morguns hið minnsta. Þá skýrist hvort farið verði fram á gæsluvarðhald. Skipið verði áfram í höfn. Karl Gauti segir málsatvik vera að skýrast án þess að geta farið út í þau í smáatriðum. Þá sé augljóst að lukkan hafi verið í liði með sjómanninum að hafa komist lífs af í sjónum í nótt. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem Arnar var með skýr skilaboð til annarra strandveiðisjómanna. Sjávarútvegur Samgönguslys Vestmannaeyjar Lögreglumál Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. 16. maí 2024 11:42 Skipstjórinn og tveir stýrimenn handteknir vegna sjóslyssins Skipstjóri skipsins Longdawn hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í nótt. Allt bendir til þess að fraktskipið hafi rekist í strandveiðibát manns sem lenti í sjónum en var naumlega bjargað. Auk skipstjórans eru tveir stýrimenn í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum. 16. maí 2024 16:16 Fékk sting í hjartað þegar hann sá nafnið á bátnum Arnar Magnússon strandveiðisjómaður sem kom skipverja bátsins sem hvolfdi í nótt til bjargar, segir liggja í augum uppi að flutningaskip hafi klesst á bátinn. Sjálfur var hann nýkominn í land úr veiðitúr þegar Margrét Björk Jónsdóttir hitti hann í Sandgerði. Hann segir yndislegt að félagi hans til fjörutíu ára hafi komist lífs af. „Þetta fer ekki alltaf svona vel.“ 16. maí 2024 14:18 Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Það var á þriðja tímanum í nótt að strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út en það reyndist mikið happ að skipstjóri annars strandveiðibáts á svæðinum kom manninum til bjargar. Í ljós kom að þeir höfðu þekkst í yfir fjóra áratugi. Arnar Magnússon strandveiðisjómaður sem kom skipverja bátsins til bjargar í nótt lýsti aðstæðum í viðtali við fréttastofu í dag. Þegar hann áttaði sig á því að það sem hann sá í sjónum var ekki gámur heldur bátur. Svo sting sem hann fékk í hjartað þegar hann sá að þetta var bátur vinar hans. Arnar sagði fullkomlega ljóst að fraktskipið hefði siglt á fiskibátinn. Myndir af skemmdum á fiskibátnum og á fraktskipinu benda til þess. Fraktskipið heitir Longdawn og var skiptstjóri þess handtekinn í dag ásamt tveimur stýrimönnum. Skipið var á leiðinni til Rotterdam en var siglt til Vestmannaeyja þar sem skýrslutökur hafa staðið yfir í kvöld. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir skýrslutökum að ljúka. Skipstjórinn og annar stýrimaðurinn verði í haldi til morguns hið minnsta. Þá skýrist hvort farið verði fram á gæsluvarðhald. Skipið verði áfram í höfn. Karl Gauti segir málsatvik vera að skýrast án þess að geta farið út í þau í smáatriðum. Þá sé augljóst að lukkan hafi verið í liði með sjómanninum að hafa komist lífs af í sjónum í nótt. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem Arnar var með skýr skilaboð til annarra strandveiðisjómanna.
Sjávarútvegur Samgönguslys Vestmannaeyjar Lögreglumál Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. 16. maí 2024 11:42 Skipstjórinn og tveir stýrimenn handteknir vegna sjóslyssins Skipstjóri skipsins Longdawn hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í nótt. Allt bendir til þess að fraktskipið hafi rekist í strandveiðibát manns sem lenti í sjónum en var naumlega bjargað. Auk skipstjórans eru tveir stýrimenn í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum. 16. maí 2024 16:16 Fékk sting í hjartað þegar hann sá nafnið á bátnum Arnar Magnússon strandveiðisjómaður sem kom skipverja bátsins sem hvolfdi í nótt til bjargar, segir liggja í augum uppi að flutningaskip hafi klesst á bátinn. Sjálfur var hann nýkominn í land úr veiðitúr þegar Margrét Björk Jónsdóttir hitti hann í Sandgerði. Hann segir yndislegt að félagi hans til fjörutíu ára hafi komist lífs af. „Þetta fer ekki alltaf svona vel.“ 16. maí 2024 14:18 Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. 16. maí 2024 11:42
Skipstjórinn og tveir stýrimenn handteknir vegna sjóslyssins Skipstjóri skipsins Longdawn hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í nótt. Allt bendir til þess að fraktskipið hafi rekist í strandveiðibát manns sem lenti í sjónum en var naumlega bjargað. Auk skipstjórans eru tveir stýrimenn í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum. 16. maí 2024 16:16
Fékk sting í hjartað þegar hann sá nafnið á bátnum Arnar Magnússon strandveiðisjómaður sem kom skipverja bátsins sem hvolfdi í nótt til bjargar, segir liggja í augum uppi að flutningaskip hafi klesst á bátinn. Sjálfur var hann nýkominn í land úr veiðitúr þegar Margrét Björk Jónsdóttir hitti hann í Sandgerði. Hann segir yndislegt að félagi hans til fjörutíu ára hafi komist lífs af. „Þetta fer ekki alltaf svona vel.“ 16. maí 2024 14:18
Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23