Baldur Þórhallsson er vitur og vís Bryndís Friðgeirsdóttir skrifar 18. maí 2024 07:01 Ég hef fylgst með rannsóknum og fræðastörfum Baldurs Þórhallssonar undanfarin ár og hrifist af þeirri nálgun og sýn sem hann hefur varðandi mannréttindi og alþjóðamál. Baldur hikar ekki við að kalla Ísland smáríki, jafnvel örríki í óþökk nokkurra karla í stjórnkerfi landsins sem reyna að fela smæðina og spila sig gjarnan stóra á heimavelli og á alþjóðavísu. Hann skilgreinir Ísland sem fámennt eyríki í Norður-Atlandshafi sem hefur sterka rödd fremur en að stilla því upp meðal stórþjóða með efnahagslega, hernaðarlega og pólitíska yfirburði til að beita áhrifum og völdum í eigin þágu. Þegar Baldur talar um að styrkja varnir Íslands talar hann um heimavarnir og á hann þá við netöryggi, sæstreng og öflugan stuðning við Landhelgisgæsluna, björgunarsveitir og lögreglu. Þegar Baldur ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands ákvað ég strax að bjóða mig fram í stuðningsliðið því hann er sá forseti sem Ísland á skilið. Framboðsfrestur var þá ekki enn runninn út en ég ákvað samt að skipta ekki um skoðun, jæja, nema ef eitthvert barna minna færi í framboð, þau eru miklir meistarar á flestum sviðum. Ég hef verið spurð að því hvort við Baldur þekkjumst eða værum vinir. Ég þekki Baldur ekki persónulega en ég hef fylgst með málflutningi hans sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í kosningabaráttunni höfum við einnig fengið að fylgjast með fjölskyldu hans og þeirri mannréttindabaráttu sem þau öll standa fyrir og það skiptir svo sannarlega máli fyrir okkur öll. Svo er Felix Bergsson eiginmaður Baldurs svo hress og klár og þeir svo skemmtilegir afar og kærleiksríkir fjölskyldumenn. Höfundur er fyrrverandi kennari og svæðisfulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst með rannsóknum og fræðastörfum Baldurs Þórhallssonar undanfarin ár og hrifist af þeirri nálgun og sýn sem hann hefur varðandi mannréttindi og alþjóðamál. Baldur hikar ekki við að kalla Ísland smáríki, jafnvel örríki í óþökk nokkurra karla í stjórnkerfi landsins sem reyna að fela smæðina og spila sig gjarnan stóra á heimavelli og á alþjóðavísu. Hann skilgreinir Ísland sem fámennt eyríki í Norður-Atlandshafi sem hefur sterka rödd fremur en að stilla því upp meðal stórþjóða með efnahagslega, hernaðarlega og pólitíska yfirburði til að beita áhrifum og völdum í eigin þágu. Þegar Baldur talar um að styrkja varnir Íslands talar hann um heimavarnir og á hann þá við netöryggi, sæstreng og öflugan stuðning við Landhelgisgæsluna, björgunarsveitir og lögreglu. Þegar Baldur ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands ákvað ég strax að bjóða mig fram í stuðningsliðið því hann er sá forseti sem Ísland á skilið. Framboðsfrestur var þá ekki enn runninn út en ég ákvað samt að skipta ekki um skoðun, jæja, nema ef eitthvert barna minna færi í framboð, þau eru miklir meistarar á flestum sviðum. Ég hef verið spurð að því hvort við Baldur þekkjumst eða værum vinir. Ég þekki Baldur ekki persónulega en ég hef fylgst með málflutningi hans sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í kosningabaráttunni höfum við einnig fengið að fylgjast með fjölskyldu hans og þeirri mannréttindabaráttu sem þau öll standa fyrir og það skiptir svo sannarlega máli fyrir okkur öll. Svo er Felix Bergsson eiginmaður Baldurs svo hress og klár og þeir svo skemmtilegir afar og kærleiksríkir fjölskyldumenn. Höfundur er fyrrverandi kennari og svæðisfulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar