Vill ekki lengur íslenzkan her? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. maí 2024 08:45 „Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið. Hafnaði hann því í Pressu-þættinum að hann hefði lagt til að stofnaður yrði íslenzkur her. Hann hefði einungis verið að svara spurningum sem fræðimaður. Fram kom í máli Baldurs í hlaðvarpi Harmageddon að loftrýmisgæzlan, sem sinnt væri á Íslandi af NATO-ríkjum, dygði skammt ef ráðist yrði á landið. „Þessar sveitir sem eru að verja lofthelgina og fylgjast með óvinaflugvélum og kafbátum, þær verja okkur ekki. Þær verða ekki kallaðar til taks ef að eitthvað gerist hér í Reykjavík eða annars staðar á landinu, þær eru ekki til þess.“ Inntur eftir því hversu fjölmennu liði hann teldi þörf á til þess að tryggja lágmarksvarnir landsins sagði Baldur það fara eftir aðstæðum hverju sinni. „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll“ „Að mínu mati er mjög mikilvægt að geta brugðizt við lítilli, takmarkaðri árás þannig að hægt sé að verjast þangað til að liðsafli berst frá bandalagsþjóðum okkar í NATO,“ sagði hann og bætti við: „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll, við þurfum að geta varið helztu stjórnsýslustofnanir í Reykjavík þangað til liðsafli berst. Ég sé fyrir mér ef þú vilt nefna einhverja tölu, hundrað manna sérsveit myndi jafnvel vera nóg,“ sagði hann. Þáttarstjórnendur höfðu þá á orði að líklega yrði erfitt fyrir Íslendinga að kyngja því. „Já, en við erum náttúrulega að tala um varnarlið eða herlið. Hér voru á tímabili 5.000 hermenn í kalda stríðinu en við vitum hvað það þýðir fyrir átökin í íslenzkum stjórnmálum. En að mínu mati kalla þessir skelfilegu atburðir í Úkraínu á þetta,“ sagði Baldur. Erfitt er vitaskuld að skilja orðalagið um að við þyrftum að verjast þar til liðsafli bærist frá bandalagsþjóðum í NATO öðruvísi en sem svo að verið sé að tala um innlendan her. Miðað við orð hans vill fræðimaðurinn Baldur íslenzkan her þó hann sé samt persónulega á móti honum. Hafnaði allavega ekki Icesave-samningunum Mögulega vill Baldur ekki lengur íslenzkan her en ljóst er að þau sinnaskipti urðu þá í kjölfar þess að hann fór í forsetaframboð. Baldur hefur að sama skapi sagt að hann hafi einungis sem fræðimaður gagnrýnt þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta Íslands, að leggja Icesave-samningana í þjóðaratkvæði og sem kunnugt er man ekki hvernig hann sjálfur greiddi atkvæði um þá. Það nýjasta er reyndar að hann hafi annað hvort kosið með samningunum eða skilað auðu. Sem sagt allavega ekki á móti þeim. Hið sama á við um Evrópusambandið. Baldur hefur um langt árabil verið einhver ötulasti talsmaður þess að Ísland gengi í sambandið. Eftir að hann fór í forsetaframboð hefur hann hins vegar tónað þá afstöðu nokkuð niður og talað á talsvert óljósari nótum í þeim efnum en hann gerði áður. Auðvitað er hugsanlegt að hann hafi einungis kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina sem fræðimaður. Mögulega einnig þegar hann kallaði eftir henni úr ræðustól Alþingis sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
„Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið. Hafnaði hann því í Pressu-þættinum að hann hefði lagt til að stofnaður yrði íslenzkur her. Hann hefði einungis verið að svara spurningum sem fræðimaður. Fram kom í máli Baldurs í hlaðvarpi Harmageddon að loftrýmisgæzlan, sem sinnt væri á Íslandi af NATO-ríkjum, dygði skammt ef ráðist yrði á landið. „Þessar sveitir sem eru að verja lofthelgina og fylgjast með óvinaflugvélum og kafbátum, þær verja okkur ekki. Þær verða ekki kallaðar til taks ef að eitthvað gerist hér í Reykjavík eða annars staðar á landinu, þær eru ekki til þess.“ Inntur eftir því hversu fjölmennu liði hann teldi þörf á til þess að tryggja lágmarksvarnir landsins sagði Baldur það fara eftir aðstæðum hverju sinni. „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll“ „Að mínu mati er mjög mikilvægt að geta brugðizt við lítilli, takmarkaðri árás þannig að hægt sé að verjast þangað til að liðsafli berst frá bandalagsþjóðum okkar í NATO,“ sagði hann og bætti við: „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll, við þurfum að geta varið helztu stjórnsýslustofnanir í Reykjavík þangað til liðsafli berst. Ég sé fyrir mér ef þú vilt nefna einhverja tölu, hundrað manna sérsveit myndi jafnvel vera nóg,“ sagði hann. Þáttarstjórnendur höfðu þá á orði að líklega yrði erfitt fyrir Íslendinga að kyngja því. „Já, en við erum náttúrulega að tala um varnarlið eða herlið. Hér voru á tímabili 5.000 hermenn í kalda stríðinu en við vitum hvað það þýðir fyrir átökin í íslenzkum stjórnmálum. En að mínu mati kalla þessir skelfilegu atburðir í Úkraínu á þetta,“ sagði Baldur. Erfitt er vitaskuld að skilja orðalagið um að við þyrftum að verjast þar til liðsafli bærist frá bandalagsþjóðum í NATO öðruvísi en sem svo að verið sé að tala um innlendan her. Miðað við orð hans vill fræðimaðurinn Baldur íslenzkan her þó hann sé samt persónulega á móti honum. Hafnaði allavega ekki Icesave-samningunum Mögulega vill Baldur ekki lengur íslenzkan her en ljóst er að þau sinnaskipti urðu þá í kjölfar þess að hann fór í forsetaframboð. Baldur hefur að sama skapi sagt að hann hafi einungis sem fræðimaður gagnrýnt þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta Íslands, að leggja Icesave-samningana í þjóðaratkvæði og sem kunnugt er man ekki hvernig hann sjálfur greiddi atkvæði um þá. Það nýjasta er reyndar að hann hafi annað hvort kosið með samningunum eða skilað auðu. Sem sagt allavega ekki á móti þeim. Hið sama á við um Evrópusambandið. Baldur hefur um langt árabil verið einhver ötulasti talsmaður þess að Ísland gengi í sambandið. Eftir að hann fór í forsetaframboð hefur hann hins vegar tónað þá afstöðu nokkuð niður og talað á talsvert óljósari nótum í þeim efnum en hann gerði áður. Auðvitað er hugsanlegt að hann hafi einungis kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina sem fræðimaður. Mögulega einnig þegar hann kallaði eftir henni úr ræðustól Alþingis sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun