Sagan sem verður að segja Drífa Snædal skrifar 17. maí 2024 12:30 Það er komin vika síðan Blessing, Mary og Esther voru handteknar eins og glæpamenn hent í fangelsi að Hólmsheiði, neitað um heimsóknir (jafnvel presta og sálfræðinga) og síðan neyddar úr landi ásamt öðrum manni frá Nígeríu á mánudeginum. Þær eru að flýja mansal (skipulagðar nauðganir er reyndar réttnefni) sem þær voru hnepptar í árum saman. Það er þeirra glæpur. Þær voru búnar að vera hér í mörg ár, stunda íslenskunám, eignast vini og reyna þrátt fyrir óörugga stöðu að vinna úr röð áfalla. Blessing var veik, þurfti á blóðgjöf að halda og utanumhaldi síðustu vikur, fyrir því var læknisvottorð frá Landspítalanum. Hópur Íslendinga sem er ekki sama um þær hafa síðan reynt að afla upplýsinga og vera þeim til aðstoðar. Það er nefninlega þannig að þær voru skildar eftir á flugvellinum í Lagos, án skilríkja, án peninga og án bjargráða. Þannig förum við með mansalsþolendur og þetta þarf þjóðin að vita. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fengum við ekki að vita hvert þær yrðu sendar eða hvenær þær myndu lenda fyrr en um tveim tímum fyrir lendingu í Nígeríu. Við áttum því erfitt með að finna einhvern til að taka á móti þeim þó það hafi verið reynt. Eftir mikil og flókin samskipti var hægt að panta fyrir þær gistiaðstöðu í Lagos. Þær eru hræddar, óttast um öryggi sitt, svangar og í áfalli. Nú reynum við af öllum mætti að finna handa þeim athvarf í gegnum alþjóðlegt net kvenna sem berjast gegn ofbeldi. Við vitum ekki hvort það gangi en erum á þessari stundu nokkuð vongóð. Næstu dagar skera úr um það. Það er nefninlega ekki þannig að þegar við hendum fólki úr landi eins og einhverju rusli að þar með sé sagan búin. Framkoma okkar hefur afleiðingar þó við fréttum ekki endilega af því. Grimmd íslenska ríkisins gagnvart þessum konum er eitthvað sem ég á erfitt með að skilja. Ekki nóg með að koma fram við þær eins og glæpamenn heldur virðist ekkert hafa verið gert til að tryggja öryggi þeirra, ekki svo mikið sem haft samband við hjálparsamtök þarna úti. Stjórnmálafólki þykir þetta frekar miður og jafnvel sárt, en þetta er manngerður vandi og ég kalla fólk í valdastöðum til ábyrgðar. Fólk sem hefur samþykkt meiri hörku, neitað mansalsþolendum um skjól og fólk sem framkvæmir hörkuna án þess að blikna. Á sama tíma fylgjumst við með forsetafrabjóðendum ræða mannréttindi, lýðræði og umburðalyndi. Það er svo mikilvægt. Enginn þeirra hefur fordæmt þessar aðgerðir. Þetta er eins og að búa í hliðarveruleika við grimmdina. Ég fer fram á að mál Esther, Mary og Blessing falli ekki í gleymsku, ég fer fram á að við aðstoðum þær og reynum að draga úr skaðanum og ég fer fram á að fólk í valdastöðum geti ekki bara hrist þetta af sér eins og einhver óþægindi heldur verður gert ábyrgt fyrir grimmdinni. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mansal Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er komin vika síðan Blessing, Mary og Esther voru handteknar eins og glæpamenn hent í fangelsi að Hólmsheiði, neitað um heimsóknir (jafnvel presta og sálfræðinga) og síðan neyddar úr landi ásamt öðrum manni frá Nígeríu á mánudeginum. Þær eru að flýja mansal (skipulagðar nauðganir er reyndar réttnefni) sem þær voru hnepptar í árum saman. Það er þeirra glæpur. Þær voru búnar að vera hér í mörg ár, stunda íslenskunám, eignast vini og reyna þrátt fyrir óörugga stöðu að vinna úr röð áfalla. Blessing var veik, þurfti á blóðgjöf að halda og utanumhaldi síðustu vikur, fyrir því var læknisvottorð frá Landspítalanum. Hópur Íslendinga sem er ekki sama um þær hafa síðan reynt að afla upplýsinga og vera þeim til aðstoðar. Það er nefninlega þannig að þær voru skildar eftir á flugvellinum í Lagos, án skilríkja, án peninga og án bjargráða. Þannig förum við með mansalsþolendur og þetta þarf þjóðin að vita. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fengum við ekki að vita hvert þær yrðu sendar eða hvenær þær myndu lenda fyrr en um tveim tímum fyrir lendingu í Nígeríu. Við áttum því erfitt með að finna einhvern til að taka á móti þeim þó það hafi verið reynt. Eftir mikil og flókin samskipti var hægt að panta fyrir þær gistiaðstöðu í Lagos. Þær eru hræddar, óttast um öryggi sitt, svangar og í áfalli. Nú reynum við af öllum mætti að finna handa þeim athvarf í gegnum alþjóðlegt net kvenna sem berjast gegn ofbeldi. Við vitum ekki hvort það gangi en erum á þessari stundu nokkuð vongóð. Næstu dagar skera úr um það. Það er nefninlega ekki þannig að þegar við hendum fólki úr landi eins og einhverju rusli að þar með sé sagan búin. Framkoma okkar hefur afleiðingar þó við fréttum ekki endilega af því. Grimmd íslenska ríkisins gagnvart þessum konum er eitthvað sem ég á erfitt með að skilja. Ekki nóg með að koma fram við þær eins og glæpamenn heldur virðist ekkert hafa verið gert til að tryggja öryggi þeirra, ekki svo mikið sem haft samband við hjálparsamtök þarna úti. Stjórnmálafólki þykir þetta frekar miður og jafnvel sárt, en þetta er manngerður vandi og ég kalla fólk í valdastöðum til ábyrgðar. Fólk sem hefur samþykkt meiri hörku, neitað mansalsþolendum um skjól og fólk sem framkvæmir hörkuna án þess að blikna. Á sama tíma fylgjumst við með forsetafrabjóðendum ræða mannréttindi, lýðræði og umburðalyndi. Það er svo mikilvægt. Enginn þeirra hefur fordæmt þessar aðgerðir. Þetta er eins og að búa í hliðarveruleika við grimmdina. Ég fer fram á að mál Esther, Mary og Blessing falli ekki í gleymsku, ég fer fram á að við aðstoðum þær og reynum að draga úr skaðanum og ég fer fram á að fólk í valdastöðum geti ekki bara hrist þetta af sér eins og einhver óþægindi heldur verður gert ábyrgt fyrir grimmdinni. Höfundur er talskona Stígamóta.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar