Veszprém hafði yfirhöndina frá upphafi til enda í leik dagsins. Aðeins í tvígang var staðan jöfn, en það var í stöðunni 0-0 og 2-2.
Bjarki og félagar náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 22-17.
Í síðari hálfleik tók liðið svo öll völd og náði fljótt tíu marka forskoti. Eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og Veszprém fagnaði að lokum ellefu marka sigri, 38-27.
Veszprém er því á leið í úrslit ungversku bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Pick Szeged.