Halla Hrund eða Katrín? Reynir Böðvarsson skrifar 19. maí 2024 11:01 Það er orðið nokkuð ljóst að þær eru tvær sem koma til með að berjast um embætti forseta Íslands. Því miður er Steinunn Ólína úr leiknum og ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi ekki heldur mikla möguleika á að ná miklu meira fylgi. Baldur hefur að sjálfsögðu mikið fylgi hæfur sem hann er en ég held að stór hluti þjóðarinnar eigi erfitt með að sætta sig við sögu hans hvað varðar hernaðar og varnarmál. Hann er augljóslega stuðningsmaður stefnu stjórnvalda undanfarin ár hvað varðar aukna þátttöku Íslands í Nato sem er náttúrulega hernaðarbandalag. Halla Tómasdóttir er auðvitað frambærilegur kandídat sem margir hrífast að, hún hefur aukið fylgi sitt markvert síðustu vikur, en hún á sér mögulegt fylgi aðeins meðal þess hluta þjóðarinnar sem sætta sig við hugmyndir Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar þegar kemur að þjóðfélagsgerðinni. Nýfrjálshyggjan og einstaklingshyggja sett framar samstöðu og samvinnu þótt mikilvægi samstöðu sé allavega í orði hampað. Ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi nálgast maximum í skoðunarkönnunum og geti ekki fengið kosningaúrslit langt yfir því sem sést þar. Því eru þær tvær eftir að mínu mati sem hafa raunverulega möguleika á að vinna þessar kosningar, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir. Það kæmi mér á óvart ef önnurhvor þeirra yrði ekki kosin sem forseti lýðveldisins. Það er náttúrulega einstakt að hafa tvo svona frambærilega kandídata að velja á milli. Manni verður hugsað til BNA og forsetakosninganna þar. Donald Trump og Biden. Af einhverjum ástæðum hefur þeim ekki tekist að kjósa til dæmis Bernie Sanders í það embætti, að mínu mati frambærilegasta kandídat þar. Við höfum nú í okkar forsetakosningum frábæra kandídata að velja á milli og þá kemur að okkur að velja. Er það bakgrunnur þeirra, starfsferill eða persónuleiki sem við leggjum áherslu á eða bara eitthvað allt annað. Ég veit ekki hvað ykkur finnst, ég mundi sætta mig vel við báða þessa kandidata, Höllu Hrund og Katrínu. Ég hef auðvitað eins og margir fyrrum kjósenda VG verið vonsvikin yfir því að Katrín og VG fóru í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Ég tel einfaldlega Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórnhæfann vegna spillingar. þrátt fyrir þetta tel ég Katrínu mjög hæfa sem húsbóndi á Bessastöðum og auðvitað mundi hún vera okkur til sóma á erlendri grundu eins og hingað til. Það sem gerir að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði er fremst hennar persónuleiki og einnig hennar augljósi vilji að vinna að almannahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda. Hún hefur sýnt það í verki sem orkumálastjóri og verið óhrædd við að fara jafnvel í þeim málum gegn vilja ráðherra málaflokksins. Þetta er held ég sjaldgæft og sýnir að hún hefur bein í nefinu og lætur ekki að stjórn. Ég held þó að hún muni láta að stjórn þjóðarviljans kæmi til klofnings á milli hans og þings og eða ríkisstjórnar. Halla Hrund er einfaldlega með svo sterka sjálfsmeðvitund og réttlætiskennd að hún kemur til með að þora ef aðstæður krefja. Sem betur fer kemur líklega ekki til þessa og þá er yfirlýstur vilji hennar til þess að sameina fólk í verkefnum út um allt land og á ýmsum sviðum sem sannarlega er trúverðugt þegar maður horfir á starfsferil hennar, bæði innanlands og utan. Ég tel einnig ómældar kost liggja í því að hún hafi búið og starfað erlendis í mörg ár og vakið eftirtekt fyrir störf sín á alþjóða vettvangi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið nokkuð ljóst að þær eru tvær sem koma til með að berjast um embætti forseta Íslands. Því miður er Steinunn Ólína úr leiknum og ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi ekki heldur mikla möguleika á að ná miklu meira fylgi. Baldur hefur að sjálfsögðu mikið fylgi hæfur sem hann er en ég held að stór hluti þjóðarinnar eigi erfitt með að sætta sig við sögu hans hvað varðar hernaðar og varnarmál. Hann er augljóslega stuðningsmaður stefnu stjórnvalda undanfarin ár hvað varðar aukna þátttöku Íslands í Nato sem er náttúrulega hernaðarbandalag. Halla Tómasdóttir er auðvitað frambærilegur kandídat sem margir hrífast að, hún hefur aukið fylgi sitt markvert síðustu vikur, en hún á sér mögulegt fylgi aðeins meðal þess hluta þjóðarinnar sem sætta sig við hugmyndir Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar þegar kemur að þjóðfélagsgerðinni. Nýfrjálshyggjan og einstaklingshyggja sett framar samstöðu og samvinnu þótt mikilvægi samstöðu sé allavega í orði hampað. Ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi nálgast maximum í skoðunarkönnunum og geti ekki fengið kosningaúrslit langt yfir því sem sést þar. Því eru þær tvær eftir að mínu mati sem hafa raunverulega möguleika á að vinna þessar kosningar, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir. Það kæmi mér á óvart ef önnurhvor þeirra yrði ekki kosin sem forseti lýðveldisins. Það er náttúrulega einstakt að hafa tvo svona frambærilega kandídata að velja á milli. Manni verður hugsað til BNA og forsetakosninganna þar. Donald Trump og Biden. Af einhverjum ástæðum hefur þeim ekki tekist að kjósa til dæmis Bernie Sanders í það embætti, að mínu mati frambærilegasta kandídat þar. Við höfum nú í okkar forsetakosningum frábæra kandídata að velja á milli og þá kemur að okkur að velja. Er það bakgrunnur þeirra, starfsferill eða persónuleiki sem við leggjum áherslu á eða bara eitthvað allt annað. Ég veit ekki hvað ykkur finnst, ég mundi sætta mig vel við báða þessa kandidata, Höllu Hrund og Katrínu. Ég hef auðvitað eins og margir fyrrum kjósenda VG verið vonsvikin yfir því að Katrín og VG fóru í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Ég tel einfaldlega Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórnhæfann vegna spillingar. þrátt fyrir þetta tel ég Katrínu mjög hæfa sem húsbóndi á Bessastöðum og auðvitað mundi hún vera okkur til sóma á erlendri grundu eins og hingað til. Það sem gerir að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði er fremst hennar persónuleiki og einnig hennar augljósi vilji að vinna að almannahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda. Hún hefur sýnt það í verki sem orkumálastjóri og verið óhrædd við að fara jafnvel í þeim málum gegn vilja ráðherra málaflokksins. Þetta er held ég sjaldgæft og sýnir að hún hefur bein í nefinu og lætur ekki að stjórn. Ég held þó að hún muni láta að stjórn þjóðarviljans kæmi til klofnings á milli hans og þings og eða ríkisstjórnar. Halla Hrund er einfaldlega með svo sterka sjálfsmeðvitund og réttlætiskennd að hún kemur til með að þora ef aðstæður krefja. Sem betur fer kemur líklega ekki til þessa og þá er yfirlýstur vilji hennar til þess að sameina fólk í verkefnum út um allt land og á ýmsum sviðum sem sannarlega er trúverðugt þegar maður horfir á starfsferil hennar, bæði innanlands og utan. Ég tel einnig ómældar kost liggja í því að hún hafi búið og starfað erlendis í mörg ár og vakið eftirtekt fyrir störf sín á alþjóða vettvangi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun