Komst loks út í geim sextíu árum síðar Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 10:09 Ed Dwight í febrúar síðastliðnum þegar hann var að kynna nýja heimildarmynd um geimferðakapphlaupið. AP/Chris Pizzello Ed Dwight var fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að eiga möguleika á því að fara út fyrir lofthjúp jarðar þegar hann var árið 1961 valinn inn í þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi geimfara. Dwight var flugmaður í bandaríska flughernum þegar John F. Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti talaði fyrir því að hann yrði hluti af geimfarahóp bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Þrátt fyrir það var hann að endingu ekki valinn inn í 1963 árganginn sem innihélt geimfara á borð við Buzz Aldrin og Michael Collins sem fóru síðar út með Gemini- og Apollo-geimferðaáætlununum. Í gær varð draumur Dwight loks að veruleika þegar hann fór með geimfari Blue Origin, alls sextíu árum síðar. Upplifði hann þyngdarleysi í nokkrar mínútur ásamt fimm öðrum farþegum um borð í hylki Blue Origin en geimferðin varði einungis í um tíu mínútur áður en hylkið leitaði aftur til jarðar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Dwight að þessi upplifun hafi breytt lífi sínu. Útsending Blue Origin frá geimskotinu. Rætt er við Dwight þegar tæplega ein klukkustund og 48 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Blue Origin er fyrirtæki í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon-verslunarveldisins og eins ríkasta manns heims. Ásamt Dwight voru fjórir viðskiptamenn frá Bandaríkjunum og Frakklandi ásamt endurskoðanda á eftirlaunum um borð í hylkinu. Blue Origin býður almennum borgurum upp á að komast út í geim fyrir hátt gjald en ekki fæst uppgefið hvað farþegarnir greiddu fyrir þennan munað. Ferð Dwight var að hluta til styrkt af samtökunum Space for Humanity. Sá elsti til að fara út í geim „Ég taldi að líf mitt þyrfti ekki á þessu að halda en, núna, þarf ég þetta … ég er himinlifandi,“ sagði Dwight eftir að hann sneri aftur til jarðar og steig út úr hylkinu. Ferðin hófst í vesturhluta Texas-ríkis og gerði Dwight að elsta manninum sem hefur farið út í geim. Hann er nærri tveimur mánuðum eldri en leikarinn William Shatner sem gerði garðinn frægan í Star Trek og flaug árið 2021. Þetta var í sjöunda sinn sem Blue Origin flýgur með geimferðamenn og fyrsta ferðin í nærri tvö ár eftir atvik árið 2022 þar sem skotflaug hrapaði óvænt niður til jarðar en samtengt og mannlaust hylki lenti örugglega með aðstoð fallhlífa. NASA valdi fyrst svartan geimfara árið 1978 og varð Guion Bluford sá fyrsti til að fara út í geim árið 1983, rúmum tuttugu árum eftir að Dwight var valinn inn í geimfaraþjálfunina. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Dwight var flugmaður í bandaríska flughernum þegar John F. Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti talaði fyrir því að hann yrði hluti af geimfarahóp bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Þrátt fyrir það var hann að endingu ekki valinn inn í 1963 árganginn sem innihélt geimfara á borð við Buzz Aldrin og Michael Collins sem fóru síðar út með Gemini- og Apollo-geimferðaáætlununum. Í gær varð draumur Dwight loks að veruleika þegar hann fór með geimfari Blue Origin, alls sextíu árum síðar. Upplifði hann þyngdarleysi í nokkrar mínútur ásamt fimm öðrum farþegum um borð í hylki Blue Origin en geimferðin varði einungis í um tíu mínútur áður en hylkið leitaði aftur til jarðar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Dwight að þessi upplifun hafi breytt lífi sínu. Útsending Blue Origin frá geimskotinu. Rætt er við Dwight þegar tæplega ein klukkustund og 48 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Blue Origin er fyrirtæki í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon-verslunarveldisins og eins ríkasta manns heims. Ásamt Dwight voru fjórir viðskiptamenn frá Bandaríkjunum og Frakklandi ásamt endurskoðanda á eftirlaunum um borð í hylkinu. Blue Origin býður almennum borgurum upp á að komast út í geim fyrir hátt gjald en ekki fæst uppgefið hvað farþegarnir greiddu fyrir þennan munað. Ferð Dwight var að hluta til styrkt af samtökunum Space for Humanity. Sá elsti til að fara út í geim „Ég taldi að líf mitt þyrfti ekki á þessu að halda en, núna, þarf ég þetta … ég er himinlifandi,“ sagði Dwight eftir að hann sneri aftur til jarðar og steig út úr hylkinu. Ferðin hófst í vesturhluta Texas-ríkis og gerði Dwight að elsta manninum sem hefur farið út í geim. Hann er nærri tveimur mánuðum eldri en leikarinn William Shatner sem gerði garðinn frægan í Star Trek og flaug árið 2021. Þetta var í sjöunda sinn sem Blue Origin flýgur með geimferðamenn og fyrsta ferðin í nærri tvö ár eftir atvik árið 2022 þar sem skotflaug hrapaði óvænt niður til jarðar en samtengt og mannlaust hylki lenti örugglega með aðstoð fallhlífa. NASA valdi fyrst svartan geimfara árið 1978 og varð Guion Bluford sá fyrsti til að fara út í geim árið 1983, rúmum tuttugu árum eftir að Dwight var valinn inn í geimfaraþjálfunina.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira