Að sameina frekar en sundra Fríða Björk Ingvarsdóttir skrifar 20. maí 2024 14:01 Það hefur verið auðvelt að hrífast af Katrínu Jakobsdóttur í öllum þeim hlutverkum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún kom fram á sjónasviðið með nýja nálgun í opinberu samtali; hófstillt, tilgerðarlaus, einlæg og mátulega alvörugefin. Sjálf hreifst ég af henni yfir gríni og glensi í Gettu betur; sem upprennandi stjórnmálamanni í ungliðahreyfingu; sem kornungum mennta- og menningarmálaráðherra er svo sannarlega lét til sín taka og sýndi nýja og sannfærandi stjórnunarhætti í sínu ráðuneyti; sem framverði í stjórnarandsstöðu; og loks sem forsætisráðherra. Með tiltölulega lítið atkvæðamagn á bak við sig leiddi Katrín saman - í umboði forsetans - ólíkindalegt pólitískt litróf í ríkisstjórn þegar aðrir höfðu einfaldlega gefist upp. Frá upphafi var ljóst að sú ríkisstjórn myndi byggja á málamiðlunum allra þeirra flokka sem að henni stóðu og að mikið samtal og góð hlustun yrði að eiga sér stað til þess að hægt væri að fara með það umboð sem þjóðin færði þessum ólíku pólítísku fylkingum í kosningum - ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Það er ekki öllum gefið að leiða svo snúið samtal þvert á andstæða póla, undir mikilli pressu og sæta á sama tíma stöðugum brigslum um svik og undanlátssemi. En það gerði Katrín eigi að síður og naut jafnan persónufylgis meðal þjóðarinnar langt umfram það sem vænta mátti í hennar stöðu. Vinsældir Katrínar byggja enda á augljósum mannkostum. Hún er viðræðugóð og kann að hlusta. Hún er afburða greinandi og á auðvelt með að setja sig í spor annarra - einnig þeirra sem eru henni ósammála. Hún heldur sig við kjarna mála, frekar en að drepa þeim á dreif og er óhrædd við að leita sér upplýsinga og ráða. Hún hefur ómælt þrek, án þess að glata yfirvegun sinni og heiðarleika í þeim málum sem heitast brenna hverju sinni líkt og sannaðist ótvírætt á erfiðum tímum heimsfaraldurs. Og henni hefur tekist að halda sínu striki á tímum mikillar skautunar þar sem öfgar í orðum og æði hafa verið áberandi. Umfram allt er Katrín þó sérlega glæsilegur fulltrúi allra þeirra hæfileika sem forseti þarf að vera búinn. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi, þar sem hún hefur vakið verðskuldaða athygli sem þjóðarleiðtogi, hæfileikar hennar til að leiða saman fólk úr ólíkum áttum, rík samhygð á erfiðum stundum, heillandi einlægni og húmor eru meðal þeirra mannskosta sem hún býr yfir og vega þungt í því persónulega fylgi sem hún á að fagna. Og eins og það væri ekki nóg þá býr hún aukinheldur yfir afburða þekkingu á stjórnkerfum landsins, gangverki stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Hún þekkir vel þann tíðaranda og þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir á tímum auðgandi fjölmenningar og flókinna hnattrænna áskorana, samhliða því að hafa djúpan skilning á menningu okkar og tungu, sögu og uppruna. Ég naut þeirra forréttinda að fá kosningarétt rétt í tæka tíð til að kjósa bæði Kvennalista og kvenforseta í samræmi við djúpa sannfæringu um brýnar þjóðfélagsbreytingar þess tíma. Nú, rúmum fjörtíu árum síðar, eru þó nokkur misseri síðan þessi sama sannfæring sagði mér að enginn væri hæfari til að taka við af núverandi forseta en Katrín Jakobsdóttir. Hún á mína tiltrú og stuðning óskoraðan í þetta mikilvæga embætti, enda hefur hún fyrir löngu sýnt og sannað leiðtogahæfileika sína, getu til að leiða fólk saman úr ólíkum áttum, hlusta á ögursstundum og síðast en ekki síst; sameina frekar en sundra. Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrverandi rektor Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið auðvelt að hrífast af Katrínu Jakobsdóttur í öllum þeim hlutverkum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún kom fram á sjónasviðið með nýja nálgun í opinberu samtali; hófstillt, tilgerðarlaus, einlæg og mátulega alvörugefin. Sjálf hreifst ég af henni yfir gríni og glensi í Gettu betur; sem upprennandi stjórnmálamanni í ungliðahreyfingu; sem kornungum mennta- og menningarmálaráðherra er svo sannarlega lét til sín taka og sýndi nýja og sannfærandi stjórnunarhætti í sínu ráðuneyti; sem framverði í stjórnarandsstöðu; og loks sem forsætisráðherra. Með tiltölulega lítið atkvæðamagn á bak við sig leiddi Katrín saman - í umboði forsetans - ólíkindalegt pólitískt litróf í ríkisstjórn þegar aðrir höfðu einfaldlega gefist upp. Frá upphafi var ljóst að sú ríkisstjórn myndi byggja á málamiðlunum allra þeirra flokka sem að henni stóðu og að mikið samtal og góð hlustun yrði að eiga sér stað til þess að hægt væri að fara með það umboð sem þjóðin færði þessum ólíku pólítísku fylkingum í kosningum - ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Það er ekki öllum gefið að leiða svo snúið samtal þvert á andstæða póla, undir mikilli pressu og sæta á sama tíma stöðugum brigslum um svik og undanlátssemi. En það gerði Katrín eigi að síður og naut jafnan persónufylgis meðal þjóðarinnar langt umfram það sem vænta mátti í hennar stöðu. Vinsældir Katrínar byggja enda á augljósum mannkostum. Hún er viðræðugóð og kann að hlusta. Hún er afburða greinandi og á auðvelt með að setja sig í spor annarra - einnig þeirra sem eru henni ósammála. Hún heldur sig við kjarna mála, frekar en að drepa þeim á dreif og er óhrædd við að leita sér upplýsinga og ráða. Hún hefur ómælt þrek, án þess að glata yfirvegun sinni og heiðarleika í þeim málum sem heitast brenna hverju sinni líkt og sannaðist ótvírætt á erfiðum tímum heimsfaraldurs. Og henni hefur tekist að halda sínu striki á tímum mikillar skautunar þar sem öfgar í orðum og æði hafa verið áberandi. Umfram allt er Katrín þó sérlega glæsilegur fulltrúi allra þeirra hæfileika sem forseti þarf að vera búinn. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi, þar sem hún hefur vakið verðskuldaða athygli sem þjóðarleiðtogi, hæfileikar hennar til að leiða saman fólk úr ólíkum áttum, rík samhygð á erfiðum stundum, heillandi einlægni og húmor eru meðal þeirra mannskosta sem hún býr yfir og vega þungt í því persónulega fylgi sem hún á að fagna. Og eins og það væri ekki nóg þá býr hún aukinheldur yfir afburða þekkingu á stjórnkerfum landsins, gangverki stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Hún þekkir vel þann tíðaranda og þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir á tímum auðgandi fjölmenningar og flókinna hnattrænna áskorana, samhliða því að hafa djúpan skilning á menningu okkar og tungu, sögu og uppruna. Ég naut þeirra forréttinda að fá kosningarétt rétt í tæka tíð til að kjósa bæði Kvennalista og kvenforseta í samræmi við djúpa sannfæringu um brýnar þjóðfélagsbreytingar þess tíma. Nú, rúmum fjörtíu árum síðar, eru þó nokkur misseri síðan þessi sama sannfæring sagði mér að enginn væri hæfari til að taka við af núverandi forseta en Katrín Jakobsdóttir. Hún á mína tiltrú og stuðning óskoraðan í þetta mikilvæga embætti, enda hefur hún fyrir löngu sýnt og sannað leiðtogahæfileika sína, getu til að leiða fólk saman úr ólíkum áttum, hlusta á ögursstundum og síðast en ekki síst; sameina frekar en sundra. Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrverandi rektor Listaháskóla Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar