Að sameina frekar en sundra Fríða Björk Ingvarsdóttir skrifar 20. maí 2024 14:01 Það hefur verið auðvelt að hrífast af Katrínu Jakobsdóttur í öllum þeim hlutverkum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún kom fram á sjónasviðið með nýja nálgun í opinberu samtali; hófstillt, tilgerðarlaus, einlæg og mátulega alvörugefin. Sjálf hreifst ég af henni yfir gríni og glensi í Gettu betur; sem upprennandi stjórnmálamanni í ungliðahreyfingu; sem kornungum mennta- og menningarmálaráðherra er svo sannarlega lét til sín taka og sýndi nýja og sannfærandi stjórnunarhætti í sínu ráðuneyti; sem framverði í stjórnarandsstöðu; og loks sem forsætisráðherra. Með tiltölulega lítið atkvæðamagn á bak við sig leiddi Katrín saman - í umboði forsetans - ólíkindalegt pólitískt litróf í ríkisstjórn þegar aðrir höfðu einfaldlega gefist upp. Frá upphafi var ljóst að sú ríkisstjórn myndi byggja á málamiðlunum allra þeirra flokka sem að henni stóðu og að mikið samtal og góð hlustun yrði að eiga sér stað til þess að hægt væri að fara með það umboð sem þjóðin færði þessum ólíku pólítísku fylkingum í kosningum - ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Það er ekki öllum gefið að leiða svo snúið samtal þvert á andstæða póla, undir mikilli pressu og sæta á sama tíma stöðugum brigslum um svik og undanlátssemi. En það gerði Katrín eigi að síður og naut jafnan persónufylgis meðal þjóðarinnar langt umfram það sem vænta mátti í hennar stöðu. Vinsældir Katrínar byggja enda á augljósum mannkostum. Hún er viðræðugóð og kann að hlusta. Hún er afburða greinandi og á auðvelt með að setja sig í spor annarra - einnig þeirra sem eru henni ósammála. Hún heldur sig við kjarna mála, frekar en að drepa þeim á dreif og er óhrædd við að leita sér upplýsinga og ráða. Hún hefur ómælt þrek, án þess að glata yfirvegun sinni og heiðarleika í þeim málum sem heitast brenna hverju sinni líkt og sannaðist ótvírætt á erfiðum tímum heimsfaraldurs. Og henni hefur tekist að halda sínu striki á tímum mikillar skautunar þar sem öfgar í orðum og æði hafa verið áberandi. Umfram allt er Katrín þó sérlega glæsilegur fulltrúi allra þeirra hæfileika sem forseti þarf að vera búinn. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi, þar sem hún hefur vakið verðskuldaða athygli sem þjóðarleiðtogi, hæfileikar hennar til að leiða saman fólk úr ólíkum áttum, rík samhygð á erfiðum stundum, heillandi einlægni og húmor eru meðal þeirra mannskosta sem hún býr yfir og vega þungt í því persónulega fylgi sem hún á að fagna. Og eins og það væri ekki nóg þá býr hún aukinheldur yfir afburða þekkingu á stjórnkerfum landsins, gangverki stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Hún þekkir vel þann tíðaranda og þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir á tímum auðgandi fjölmenningar og flókinna hnattrænna áskorana, samhliða því að hafa djúpan skilning á menningu okkar og tungu, sögu og uppruna. Ég naut þeirra forréttinda að fá kosningarétt rétt í tæka tíð til að kjósa bæði Kvennalista og kvenforseta í samræmi við djúpa sannfæringu um brýnar þjóðfélagsbreytingar þess tíma. Nú, rúmum fjörtíu árum síðar, eru þó nokkur misseri síðan þessi sama sannfæring sagði mér að enginn væri hæfari til að taka við af núverandi forseta en Katrín Jakobsdóttir. Hún á mína tiltrú og stuðning óskoraðan í þetta mikilvæga embætti, enda hefur hún fyrir löngu sýnt og sannað leiðtogahæfileika sína, getu til að leiða fólk saman úr ólíkum áttum, hlusta á ögursstundum og síðast en ekki síst; sameina frekar en sundra. Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrverandi rektor Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Það hefur verið auðvelt að hrífast af Katrínu Jakobsdóttur í öllum þeim hlutverkum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún kom fram á sjónasviðið með nýja nálgun í opinberu samtali; hófstillt, tilgerðarlaus, einlæg og mátulega alvörugefin. Sjálf hreifst ég af henni yfir gríni og glensi í Gettu betur; sem upprennandi stjórnmálamanni í ungliðahreyfingu; sem kornungum mennta- og menningarmálaráðherra er svo sannarlega lét til sín taka og sýndi nýja og sannfærandi stjórnunarhætti í sínu ráðuneyti; sem framverði í stjórnarandsstöðu; og loks sem forsætisráðherra. Með tiltölulega lítið atkvæðamagn á bak við sig leiddi Katrín saman - í umboði forsetans - ólíkindalegt pólitískt litróf í ríkisstjórn þegar aðrir höfðu einfaldlega gefist upp. Frá upphafi var ljóst að sú ríkisstjórn myndi byggja á málamiðlunum allra þeirra flokka sem að henni stóðu og að mikið samtal og góð hlustun yrði að eiga sér stað til þess að hægt væri að fara með það umboð sem þjóðin færði þessum ólíku pólítísku fylkingum í kosningum - ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Það er ekki öllum gefið að leiða svo snúið samtal þvert á andstæða póla, undir mikilli pressu og sæta á sama tíma stöðugum brigslum um svik og undanlátssemi. En það gerði Katrín eigi að síður og naut jafnan persónufylgis meðal þjóðarinnar langt umfram það sem vænta mátti í hennar stöðu. Vinsældir Katrínar byggja enda á augljósum mannkostum. Hún er viðræðugóð og kann að hlusta. Hún er afburða greinandi og á auðvelt með að setja sig í spor annarra - einnig þeirra sem eru henni ósammála. Hún heldur sig við kjarna mála, frekar en að drepa þeim á dreif og er óhrædd við að leita sér upplýsinga og ráða. Hún hefur ómælt þrek, án þess að glata yfirvegun sinni og heiðarleika í þeim málum sem heitast brenna hverju sinni líkt og sannaðist ótvírætt á erfiðum tímum heimsfaraldurs. Og henni hefur tekist að halda sínu striki á tímum mikillar skautunar þar sem öfgar í orðum og æði hafa verið áberandi. Umfram allt er Katrín þó sérlega glæsilegur fulltrúi allra þeirra hæfileika sem forseti þarf að vera búinn. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi, þar sem hún hefur vakið verðskuldaða athygli sem þjóðarleiðtogi, hæfileikar hennar til að leiða saman fólk úr ólíkum áttum, rík samhygð á erfiðum stundum, heillandi einlægni og húmor eru meðal þeirra mannskosta sem hún býr yfir og vega þungt í því persónulega fylgi sem hún á að fagna. Og eins og það væri ekki nóg þá býr hún aukinheldur yfir afburða þekkingu á stjórnkerfum landsins, gangverki stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Hún þekkir vel þann tíðaranda og þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir á tímum auðgandi fjölmenningar og flókinna hnattrænna áskorana, samhliða því að hafa djúpan skilning á menningu okkar og tungu, sögu og uppruna. Ég naut þeirra forréttinda að fá kosningarétt rétt í tæka tíð til að kjósa bæði Kvennalista og kvenforseta í samræmi við djúpa sannfæringu um brýnar þjóðfélagsbreytingar þess tíma. Nú, rúmum fjörtíu árum síðar, eru þó nokkur misseri síðan þessi sama sannfæring sagði mér að enginn væri hæfari til að taka við af núverandi forseta en Katrín Jakobsdóttir. Hún á mína tiltrú og stuðning óskoraðan í þetta mikilvæga embætti, enda hefur hún fyrir löngu sýnt og sannað leiðtogahæfileika sína, getu til að leiða fólk saman úr ólíkum áttum, hlusta á ögursstundum og síðast en ekki síst; sameina frekar en sundra. Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrverandi rektor Listaháskóla Íslands.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar