Fremst meðal jafningja: Halla Tómasdóttir á Bessastaði Birna Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 11:32 Mikilvægt er að við nýtum lýðræðislegan rétt okkar til að velja okkur forseta, að við kynnum okkur frambjóðendurna og fyrir hvað þeir standa. Ef þið eruð ekki sannfærð eða eruð ennþá óákveðin, gefið ykkur tíma til að skoða fyrir hvað Halla Tómasdóttir stendur og hverju hún hefur áorkað. Hún er óumdeild, farsæl, engum háð, og ekki flækt í vef íslenskra stjórnmála. Hún er með yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu bæði hér og erlendis, bæði sem frumkvöðull og stjórnandi. Hún hefur undanfarin ár varið kröftum sínum í að fá fyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi til að fara betur með auðlindir, fólk og fjármuni. Í því ljósi er Höllu Tómasdóttur annt um kynslóðajafnrétti, að okkar kynslóð skilji við umhverfið í a.m.k. jafn góðum eða betri aðstæðum fyrir yngri kynslóðir, svo þær geti gengið að þeim vísum og nýtt sér á sama hátt og við. Þessi vinna skilaði henni nýverið á lista Reuters fréttastofunnar yfir 20 framsæknustu kvenbrautryðjendur í loftslagsmálum á heimsvísu. Mér er hulið af hverju það náði ekki athygli íslenskra fjölmiðla. Á undanförnum vikum hefur Halla Tómasdóttir margfaldað fylgið sitt. Það er athyglisvert að eftir góða kosningu 2016 virðist hún hafa þurft að sanna sig upp á nýtt í hugum Íslendinga. Hún er á góðri leið með það sem verður að teljast mikið afrek. Það hefur verið ævintýri líkast að vinna að framboði Höllu Tómasdóttur undanfarnar vikur og finna meðbyrinn aukast jafnt og þétt. Það er ljóst að Íslendingum er annt um hver verður næsti forseti og ætla að kynna sér frambjóðendur vel. Fylgisaukningu Höllu Tómasdóttur má einmitt rekja til kjósenda sem hafa kynnt sér frambjóðendur vel, hafa gefið sér tíma til að hlusta á hana, kynnt sér fyrir hvað hún stendur og hverju hún hefur áorkað. Það er kominn tími til að kona fái lyklavöldin aftur á Bessastöðum og Halla Tómasdóttir er hæfust þeirra kvenna sem bjóða sig fram. Enginn frambjóðenda hefur viðlíka reynslu af atvinnulífi og menntamálum. Í könnun um daginn kom fram að heiðarleiki og einlægni séu þeir eiginleikar sem séu mikilvægastir í fari forseta Íslands. Ef þú kýst þessa mannkosti og bætir við ótæmandi ástríðu er Halla Tómasdóttir forsetinn þinn. Hún er líka skemmtileg og það er vanmetinn eiginleiki sem sæmir forseta okkar vel. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að við nýtum lýðræðislegan rétt okkar til að velja okkur forseta, að við kynnum okkur frambjóðendurna og fyrir hvað þeir standa. Ef þið eruð ekki sannfærð eða eruð ennþá óákveðin, gefið ykkur tíma til að skoða fyrir hvað Halla Tómasdóttir stendur og hverju hún hefur áorkað. Hún er óumdeild, farsæl, engum háð, og ekki flækt í vef íslenskra stjórnmála. Hún er með yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu bæði hér og erlendis, bæði sem frumkvöðull og stjórnandi. Hún hefur undanfarin ár varið kröftum sínum í að fá fyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi til að fara betur með auðlindir, fólk og fjármuni. Í því ljósi er Höllu Tómasdóttur annt um kynslóðajafnrétti, að okkar kynslóð skilji við umhverfið í a.m.k. jafn góðum eða betri aðstæðum fyrir yngri kynslóðir, svo þær geti gengið að þeim vísum og nýtt sér á sama hátt og við. Þessi vinna skilaði henni nýverið á lista Reuters fréttastofunnar yfir 20 framsæknustu kvenbrautryðjendur í loftslagsmálum á heimsvísu. Mér er hulið af hverju það náði ekki athygli íslenskra fjölmiðla. Á undanförnum vikum hefur Halla Tómasdóttir margfaldað fylgið sitt. Það er athyglisvert að eftir góða kosningu 2016 virðist hún hafa þurft að sanna sig upp á nýtt í hugum Íslendinga. Hún er á góðri leið með það sem verður að teljast mikið afrek. Það hefur verið ævintýri líkast að vinna að framboði Höllu Tómasdóttur undanfarnar vikur og finna meðbyrinn aukast jafnt og þétt. Það er ljóst að Íslendingum er annt um hver verður næsti forseti og ætla að kynna sér frambjóðendur vel. Fylgisaukningu Höllu Tómasdóttur má einmitt rekja til kjósenda sem hafa kynnt sér frambjóðendur vel, hafa gefið sér tíma til að hlusta á hana, kynnt sér fyrir hvað hún stendur og hverju hún hefur áorkað. Það er kominn tími til að kona fái lyklavöldin aftur á Bessastöðum og Halla Tómasdóttir er hæfust þeirra kvenna sem bjóða sig fram. Enginn frambjóðenda hefur viðlíka reynslu af atvinnulífi og menntamálum. Í könnun um daginn kom fram að heiðarleiki og einlægni séu þeir eiginleikar sem séu mikilvægastir í fari forseta Íslands. Ef þú kýst þessa mannkosti og bætir við ótæmandi ástríðu er Halla Tómasdóttir forsetinn þinn. Hún er líka skemmtileg og það er vanmetinn eiginleiki sem sæmir forseta okkar vel. Höfundur er grunnskólakennari.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun