Fögnum á degi líffræðilegrar fjölbreytni Rannveig Magnúsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Skúli Skúlason, Ole Sandberg og Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifa 22. maí 2024 07:31 Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi Þann 22. maí ár hvert er líffræðilegri fjölbreytni hampað um allan heim. Við á Íslandi getum sannarlega fagnað því hér er stórbrotin náttúra og mikil líffræðileg fjölbreytni í vistkerfum og innan tegunda. Þó hér sé ekki að finna margar tegundir miðað við nágrannalöndin þá hafa sérstakar aðstæður skapað tækifæri til tegundamyndunar. Dæmi um þetta eru fjögur ólík afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni sem hafa þróast útfrá einum bleikjustofni á innan við 10 þúsund árum. Einnig er mikill breytileiki hjá fleiri tegundum eins og hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi eru nokkrar tegundir sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Þar á meðal eru íslensku grunnvatnsmarflærnar Þingvallamarfló Crymostygius thingvallensins og Íslandsmarfló Crangonyx islandicus. Rannsóknir sýna að Íslandsmarflóin hefur verið á Íslandi í a.m.k. fimm milljón ár. Hægt er að læra meira um afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni og grunnvatnsmarflærnar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands Vatnið í náttúru Íslands. Alþjóðlegar skuldbindingar Það má ekki gleyma því að mannkynið er hluti af náttúrunni. Til að við getum lifað á þessari jörð þurfa vistkerfi heims að hafa getu til að búa til hreint vatn, andrúmsloft, fæðu og fleira sem fellur undir þjónustu þeirra. Þessi þjónusta vistkerfa er þó alls ekki bara fyrir okkur, heldur allar lífverur. Því er til mikils að vinna að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað. Á sama tíma er mikilvægt að við getum nýtt okkur gjafir jarðar á sjálfbæran hátt og með jafnrétti að leiðarljósi. Um þetta snýst einmitt Kunming-Montréal stefna Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem samþykkt var haustið 2022. Þessi stefna er að mörgu leyti sambærileg Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda Þann 23. apríl 2024 hélt samstarfsvettvangurinn BIODICE heilsdags vinnustofu um líffræðilega fjölbreytni. Markmið vinnustofunnar var að greina og ræða málefni líffræðilegrar fjölbreytni í víðu samhengi eins og hún birtist í íslenskri stjórnsýslu. Viðfangsefnið tengist verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda (The Nordic Biodiversity Framework) sem BIODICE og samstarfsaðilar fengu nýlega styrk til frá Norræna vinnuhópnum um líffræðilega fjölbreytni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, og einnig samhliða verkefni sem BIODICE vinnur að í samstarfi viðmatvælaráðuneytið. Vinnustofan var afar vel sótt og mættu um 40 einstaklingar til leiks. Fulltrúar ráðuneyta og tengdra aðila sem vinna með málefni líffræðilegrar fjölbreytni í stjórnsýslunni tóku þátt þ.m.t. stýrihópur um stefnu og framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni sem skipaður var í byrjun árs og starfar á vegum umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Verkefnin framundan Haustið 2024 mun BIODICE standa fyrir þremur vinnustofum til viðbótar. Á Íslandi höldum við áfram umræðu um líffræðilega fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu með þátttöku fleiri hagaðila. Í kjölfarið verða haldnar sambærilegar vinnustofur í Finnland og Danmörku. Eftir árið munu því liggja fyrir upplýsingar sem gagnast munu í áframhaldandi vinnu hérlendis sem og í hinum samstarfslöndunum við innleiðingu markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni með sjálfbærni og jafnrétti að leiðarljósi eins og samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa við verkefni BIODICE. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi Þann 22. maí ár hvert er líffræðilegri fjölbreytni hampað um allan heim. Við á Íslandi getum sannarlega fagnað því hér er stórbrotin náttúra og mikil líffræðileg fjölbreytni í vistkerfum og innan tegunda. Þó hér sé ekki að finna margar tegundir miðað við nágrannalöndin þá hafa sérstakar aðstæður skapað tækifæri til tegundamyndunar. Dæmi um þetta eru fjögur ólík afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni sem hafa þróast útfrá einum bleikjustofni á innan við 10 þúsund árum. Einnig er mikill breytileiki hjá fleiri tegundum eins og hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi eru nokkrar tegundir sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Þar á meðal eru íslensku grunnvatnsmarflærnar Þingvallamarfló Crymostygius thingvallensins og Íslandsmarfló Crangonyx islandicus. Rannsóknir sýna að Íslandsmarflóin hefur verið á Íslandi í a.m.k. fimm milljón ár. Hægt er að læra meira um afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni og grunnvatnsmarflærnar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands Vatnið í náttúru Íslands. Alþjóðlegar skuldbindingar Það má ekki gleyma því að mannkynið er hluti af náttúrunni. Til að við getum lifað á þessari jörð þurfa vistkerfi heims að hafa getu til að búa til hreint vatn, andrúmsloft, fæðu og fleira sem fellur undir þjónustu þeirra. Þessi þjónusta vistkerfa er þó alls ekki bara fyrir okkur, heldur allar lífverur. Því er til mikils að vinna að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað. Á sama tíma er mikilvægt að við getum nýtt okkur gjafir jarðar á sjálfbæran hátt og með jafnrétti að leiðarljósi. Um þetta snýst einmitt Kunming-Montréal stefna Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem samþykkt var haustið 2022. Þessi stefna er að mörgu leyti sambærileg Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda Þann 23. apríl 2024 hélt samstarfsvettvangurinn BIODICE heilsdags vinnustofu um líffræðilega fjölbreytni. Markmið vinnustofunnar var að greina og ræða málefni líffræðilegrar fjölbreytni í víðu samhengi eins og hún birtist í íslenskri stjórnsýslu. Viðfangsefnið tengist verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda (The Nordic Biodiversity Framework) sem BIODICE og samstarfsaðilar fengu nýlega styrk til frá Norræna vinnuhópnum um líffræðilega fjölbreytni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, og einnig samhliða verkefni sem BIODICE vinnur að í samstarfi viðmatvælaráðuneytið. Vinnustofan var afar vel sótt og mættu um 40 einstaklingar til leiks. Fulltrúar ráðuneyta og tengdra aðila sem vinna með málefni líffræðilegrar fjölbreytni í stjórnsýslunni tóku þátt þ.m.t. stýrihópur um stefnu og framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni sem skipaður var í byrjun árs og starfar á vegum umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Verkefnin framundan Haustið 2024 mun BIODICE standa fyrir þremur vinnustofum til viðbótar. Á Íslandi höldum við áfram umræðu um líffræðilega fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu með þátttöku fleiri hagaðila. Í kjölfarið verða haldnar sambærilegar vinnustofur í Finnland og Danmörku. Eftir árið munu því liggja fyrir upplýsingar sem gagnast munu í áframhaldandi vinnu hérlendis sem og í hinum samstarfslöndunum við innleiðingu markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni með sjálfbærni og jafnrétti að leiðarljósi eins og samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa við verkefni BIODICE.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun