Vald spillir Anna Magnúsdóttir skrifar 22. maí 2024 13:30 Það er merkilegt að verða vitni að því hvernig kosninga- og áróðursvél eins stærsta stjórnmálaflokksins er virkjuð í aðdraganda forsetakosninganna. Sérhagsmunaelíta hans hefur verið þekkt af því að skara eld að sinni köku, passa upp á að sitt fólk fái sneið af henni t.d. í öllum einkavæðingaferlunum. Hún var búin að koma sínum að í startholurnar þegar vindorkan kom á dagskrá en „gleymdi“ óvart að það væri skynsamlegt að setja lög um virkjun hennar, þrátt fyrir varnaðarorð orkumálastjóra, svo ekki færi eins og t.d. í innleiðingu kvótakerfisins. Þegar kemur til starfa orkumálastjóri sem hvorki er tengdur klíkunni né hefur sama siðferði og hún, þá sjáum við gömul, skilyrt viðbrögð, „bláu höndina“ birtast. Þá vaknar sú spurning hvaða hag þessi sérhagsmunahópur hefur af því að beita öllum sínum meðulum til að koma Katrínu Jakobsdóttur í embætti forseta Íslands, hvar liggur gróðinn? Það er staðreynd að VG í ríkisstjórn með núverandi flokkum, hefur sveiflast frá því að vera vinstrisinnaðisti flokkurinn í að vera gagnrýnislaus á samstarfsflokk sinn sem er yst til hægri! Með því að hafa svona velviljaðan einstakling í forsetastól er engin bremsa lengur á yfirgang og sérhagsmunagæslu þeirra þegar seilast á í gróðrarvænleg fyrirtæki eins og Landsvirkjun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri (nú í tímabundnu leyfi) hefur sýnt að hún stendur föstum fótum gegn því þegar seilst er í auðlindirnar. Einnig kemur fram að hún myndi beita málskotsréttinum og setja ákvörðunina í þjóðaratkvæðagreiðslu ef selja ætti Landsvirkjun svo dæmi sé tekið, væri hún forseti. Skyldi það vera óttinn við að gata þeirra á græðgisvegferðinni yrði ekki eins greið og þeir kysu, með hana sem forseta? Svo þarf að skoða hver trúverðugleiki pólitíkuss er sem fer beint úr forsætisráðherrastól í framboð til forseta. Yrði hlutleysi t.d. tryggt í stjórnarmyndunarviðræðum? Hvernig færi með umdeild lög sem forsætisráðherra stóð fyrir og sama manneskjan ætti sem forseti að fjalla um? Nálægðin við pólitíkina gerir það að verkum að almenningur á bágt með að treysta viðkomandi, sem er ekki góð staða. Við þurfum forseta sem við getum treyst til að láta ekki undan hagsmunaöflum. Gefum gömlum stöðnuðum öflum frí. Við höfum sem betur fer val um svo miklu hæfari manneskju með ferska sýn á viðfangsefnin sem er hafin yfir gömlu valdaklíkurnar. Fyrir mér er valið auðvelt þegar ég vel forseta, þar er Halla Hrund Logadóttir samnefnari fyrir þjóðina í heild. Hún er hvorki tengd sérhagsmunum né auðvaldsfyrirtækjum hér eða erlendis. Hún er eldklár, umgengst fólk af virðingu og er heilsteypt manneskja sem á auðvelt með að fá fólk með sér til góðra verka fyrir heildina. Höfundur er fyrrverandi kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að verða vitni að því hvernig kosninga- og áróðursvél eins stærsta stjórnmálaflokksins er virkjuð í aðdraganda forsetakosninganna. Sérhagsmunaelíta hans hefur verið þekkt af því að skara eld að sinni köku, passa upp á að sitt fólk fái sneið af henni t.d. í öllum einkavæðingaferlunum. Hún var búin að koma sínum að í startholurnar þegar vindorkan kom á dagskrá en „gleymdi“ óvart að það væri skynsamlegt að setja lög um virkjun hennar, þrátt fyrir varnaðarorð orkumálastjóra, svo ekki færi eins og t.d. í innleiðingu kvótakerfisins. Þegar kemur til starfa orkumálastjóri sem hvorki er tengdur klíkunni né hefur sama siðferði og hún, þá sjáum við gömul, skilyrt viðbrögð, „bláu höndina“ birtast. Þá vaknar sú spurning hvaða hag þessi sérhagsmunahópur hefur af því að beita öllum sínum meðulum til að koma Katrínu Jakobsdóttur í embætti forseta Íslands, hvar liggur gróðinn? Það er staðreynd að VG í ríkisstjórn með núverandi flokkum, hefur sveiflast frá því að vera vinstrisinnaðisti flokkurinn í að vera gagnrýnislaus á samstarfsflokk sinn sem er yst til hægri! Með því að hafa svona velviljaðan einstakling í forsetastól er engin bremsa lengur á yfirgang og sérhagsmunagæslu þeirra þegar seilast á í gróðrarvænleg fyrirtæki eins og Landsvirkjun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri (nú í tímabundnu leyfi) hefur sýnt að hún stendur föstum fótum gegn því þegar seilst er í auðlindirnar. Einnig kemur fram að hún myndi beita málskotsréttinum og setja ákvörðunina í þjóðaratkvæðagreiðslu ef selja ætti Landsvirkjun svo dæmi sé tekið, væri hún forseti. Skyldi það vera óttinn við að gata þeirra á græðgisvegferðinni yrði ekki eins greið og þeir kysu, með hana sem forseta? Svo þarf að skoða hver trúverðugleiki pólitíkuss er sem fer beint úr forsætisráðherrastól í framboð til forseta. Yrði hlutleysi t.d. tryggt í stjórnarmyndunarviðræðum? Hvernig færi með umdeild lög sem forsætisráðherra stóð fyrir og sama manneskjan ætti sem forseti að fjalla um? Nálægðin við pólitíkina gerir það að verkum að almenningur á bágt með að treysta viðkomandi, sem er ekki góð staða. Við þurfum forseta sem við getum treyst til að láta ekki undan hagsmunaöflum. Gefum gömlum stöðnuðum öflum frí. Við höfum sem betur fer val um svo miklu hæfari manneskju með ferska sýn á viðfangsefnin sem er hafin yfir gömlu valdaklíkurnar. Fyrir mér er valið auðvelt þegar ég vel forseta, þar er Halla Hrund Logadóttir samnefnari fyrir þjóðina í heild. Hún er hvorki tengd sérhagsmunum né auðvaldsfyrirtækjum hér eða erlendis. Hún er eldklár, umgengst fólk af virðingu og er heilsteypt manneskja sem á auðvelt með að fá fólk með sér til góðra verka fyrir heildina. Höfundur er fyrrverandi kennari.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun