Grípum gullið tækifæri og sendum heiminum skýr skilaboð…aftur Svandís Ingimundardóttir skrifar 23. maí 2024 11:01 Árið 1980 var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands og það var í fyrsta sinn sem kona var kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum. Ég held að áhrif þessa einstaka heimsviðburðar verði seint ofmetinn. Margir hér heima á Fróni fundu því ýmislegt til foráttu að einstæð móðir settist í forsetaembætti og tíndu margt til í því samhengi sem okkur finnst hreint með ólíkindum í dag og sem betur fer nógu mörgum þá líka. Þær úrtöluraddir hljóðnuðu fljótt og við fengum forseta sem setti mark sitt á mann-/kvenkynssöguna og gerði okkur Íslendinga að stoltri þjóð með framgöngu sinni hvert sem hún fór, innanlands jafnt sem utanlands. Í ár, á 80 ára afmæli lýðveldisins, fáum við Íslendingar annað slíkt tækifæri til þess að láta að okkur kveða á heimsvísu. Við fáum gullið tækifæri til þess að senda umheiminum skýr skilaboð og undirstrika mikilvægi jafnréttis, lýðræðis, manngildis og fjölbreytni. Sumir vilja meina að rödd Íslands sé of veikburða í stóra samhenginu en kjör Vigdísar ætti að vera nóg til að sannfæra okkur um hið gagnstæða. Ísland var jafnframt fyrsta vestræna ríkið í heiminum til þess að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Í dag sjáum við önnur vestræn ríki vera að átta sig á mikilvægi þessarar yfirlýsingar og fylgja í kjölfar okkar Íslendinga, þó alltof seint sé. Við höfum svo sannarlega rödd í alþjóðlegu samhengi og alla burði til þess að vera stolt af því, þó fámenn séum. Við skulum ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem við getum haft til góðs á heiminn í kringum okkur. Látum ekki tækifærin renna okkur úr greipum líkt og við gerðum í Eurovision. Hugsið ykkur þau margfeldisáhrif sem það hefði haft út um allan heim ef Ísland hefði séð til þess að palestínska fánanum hefði verið veifað um salinn í Malmö. Baldur Þórhallsson ber af sér einstaklega góðan þokka. Þó ég hafi ekki haft af honum persónuleg kynni hef ég bæði fylgst með honum sem kennara við Háskóla Íslands, hlustað á hann fjalla um sitt sérsvið af yfirgripsmikilli þekkingu og dýpt og fylgst með heiðarlegri og einlægri kosningabaráttu hans og eiginmanns hans undanfarnar vikur. Baldur er einn okkar helsti sérfræðingur þegar kemur að stöðu, hlutverki og mikilvægi smáríkja í samskiptum þjóða, í utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræðum og alþjóðasamskiptum. Þvílíkur fengur sem af því yrði að fá hann á Bessastaði. Hvað þá nú þegar ástandið í heiminum er svo ógnvænlegt að það er farið hafa áhrif á viðbúnað hjá okkar næstu nágrönnum á Norðurlöndum. Á sama tíma hafa áunnin mannréttindi fólks, sem við hér teljum bæði sjálfsögð og eðlileg verið hrifsuð til baka af stjórnvöldum sem aðhyllast öfgafulla þjóðernisstefnu og einræðistilburði. Þetta er að gerast í Evrópulöndum jafnt sem annars staðar í heiminum og við getum og eigum að nýta tækifæri okkar til áhrifa. Baldur, og eigimaður hans Felix, hafa verið í framvarðasveit réttindabaráttu samkynhneigðra í áratugi. Baldur var einn af stofnendum Félags samkynhneigðra stúdenta við HÍ og stýrði auk þess Mannréttindaskrifstofu Íslands í 2 ár svo fátt eitt sé nefnt. Við lifum einstaklega viðsjárverða tíma og þurfum að hugsa lengra og víðar en einvörðungu um okkar litla Ísland þegar við fáum, í annað skipti á 44 árum, gullið tækifæri eins og þetta til þess að senda umheiminum skýr skilaboð um það sem við viljum standa vörð um. Við viljum lýðræði og mannréttindi fyrir alla, við viljum réttsýnan og fjölhæfan forseta sem borið getur hróður okkar Íslendinga og áherslur út í alþjóðasamfélagið, við viljum forseta sem talar fyrir mikilvægi fjölskyldunnar, talar fyrir mannréttindum, talar fyrir landsbyggðargildum og mikilvægi radda barna og ungmenna en síðast en ekki síst fyrir samstöðumætti þjóðarinnar. Ég vil Baldur á Bessastaði! Höfundur hefur starfað að skólamálum mestalla ævina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Árið 1980 var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands og það var í fyrsta sinn sem kona var kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum. Ég held að áhrif þessa einstaka heimsviðburðar verði seint ofmetinn. Margir hér heima á Fróni fundu því ýmislegt til foráttu að einstæð móðir settist í forsetaembætti og tíndu margt til í því samhengi sem okkur finnst hreint með ólíkindum í dag og sem betur fer nógu mörgum þá líka. Þær úrtöluraddir hljóðnuðu fljótt og við fengum forseta sem setti mark sitt á mann-/kvenkynssöguna og gerði okkur Íslendinga að stoltri þjóð með framgöngu sinni hvert sem hún fór, innanlands jafnt sem utanlands. Í ár, á 80 ára afmæli lýðveldisins, fáum við Íslendingar annað slíkt tækifæri til þess að láta að okkur kveða á heimsvísu. Við fáum gullið tækifæri til þess að senda umheiminum skýr skilaboð og undirstrika mikilvægi jafnréttis, lýðræðis, manngildis og fjölbreytni. Sumir vilja meina að rödd Íslands sé of veikburða í stóra samhenginu en kjör Vigdísar ætti að vera nóg til að sannfæra okkur um hið gagnstæða. Ísland var jafnframt fyrsta vestræna ríkið í heiminum til þess að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Í dag sjáum við önnur vestræn ríki vera að átta sig á mikilvægi þessarar yfirlýsingar og fylgja í kjölfar okkar Íslendinga, þó alltof seint sé. Við höfum svo sannarlega rödd í alþjóðlegu samhengi og alla burði til þess að vera stolt af því, þó fámenn séum. Við skulum ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem við getum haft til góðs á heiminn í kringum okkur. Látum ekki tækifærin renna okkur úr greipum líkt og við gerðum í Eurovision. Hugsið ykkur þau margfeldisáhrif sem það hefði haft út um allan heim ef Ísland hefði séð til þess að palestínska fánanum hefði verið veifað um salinn í Malmö. Baldur Þórhallsson ber af sér einstaklega góðan þokka. Þó ég hafi ekki haft af honum persónuleg kynni hef ég bæði fylgst með honum sem kennara við Háskóla Íslands, hlustað á hann fjalla um sitt sérsvið af yfirgripsmikilli þekkingu og dýpt og fylgst með heiðarlegri og einlægri kosningabaráttu hans og eiginmanns hans undanfarnar vikur. Baldur er einn okkar helsti sérfræðingur þegar kemur að stöðu, hlutverki og mikilvægi smáríkja í samskiptum þjóða, í utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræðum og alþjóðasamskiptum. Þvílíkur fengur sem af því yrði að fá hann á Bessastaði. Hvað þá nú þegar ástandið í heiminum er svo ógnvænlegt að það er farið hafa áhrif á viðbúnað hjá okkar næstu nágrönnum á Norðurlöndum. Á sama tíma hafa áunnin mannréttindi fólks, sem við hér teljum bæði sjálfsögð og eðlileg verið hrifsuð til baka af stjórnvöldum sem aðhyllast öfgafulla þjóðernisstefnu og einræðistilburði. Þetta er að gerast í Evrópulöndum jafnt sem annars staðar í heiminum og við getum og eigum að nýta tækifæri okkar til áhrifa. Baldur, og eigimaður hans Felix, hafa verið í framvarðasveit réttindabaráttu samkynhneigðra í áratugi. Baldur var einn af stofnendum Félags samkynhneigðra stúdenta við HÍ og stýrði auk þess Mannréttindaskrifstofu Íslands í 2 ár svo fátt eitt sé nefnt. Við lifum einstaklega viðsjárverða tíma og þurfum að hugsa lengra og víðar en einvörðungu um okkar litla Ísland þegar við fáum, í annað skipti á 44 árum, gullið tækifæri eins og þetta til þess að senda umheiminum skýr skilaboð um það sem við viljum standa vörð um. Við viljum lýðræði og mannréttindi fyrir alla, við viljum réttsýnan og fjölhæfan forseta sem borið getur hróður okkar Íslendinga og áherslur út í alþjóðasamfélagið, við viljum forseta sem talar fyrir mikilvægi fjölskyldunnar, talar fyrir mannréttindum, talar fyrir landsbyggðargildum og mikilvægi radda barna og ungmenna en síðast en ekki síst fyrir samstöðumætti þjóðarinnar. Ég vil Baldur á Bessastaði! Höfundur hefur starfað að skólamálum mestalla ævina.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun