Heldur þann besta en þann næstbesta! Vilhjálmur B. Bragason skrifar 24. maí 2024 12:01 Nú dynja á okkur skoðanakannanir og umfjallanir um þær, en fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr þeim. Það vonda er að þessar kannanir virðast ætla ýta sumum út í þá vitleysu að kjósa á einhvern hátt taktískt, þ.e.a.s. ekki með einum frambjóðanda, heldur gegn öðrum. Þetta er auðvitað sérstaklega slæmt í ljósi þess að kannanir ná einfaldlega ekki nógu vel utan um raunverulega stöðu mála. Við sáum það bersýnilega í forsetakosningunum 2016 þar sem allt annað kom upp úr kössunum á kjördag og mun mjórra var á munum en kannanir höfðu sýnt örfáum dögum áður. Þannig þarf ekki mikið að breytast núna til þess að allir fimm efstu frambjóðendurnir ættu möguleika á að sigra þann 1. júní. Því er eðlilegt að spyrja hvort þú ætlir að láta kannanir sem hafa rangt fyrir sér ráða því hvern þú kýst? Ég vil að forseti Íslands sé alþýðleg manneskja, hlý og góð. Ekki spillir fyrir ef viðkomandi er skemmtilegur líka, en það eru alþýðleikinn og heilindin sem mér finnst mestu máli skipta. Og það merkilega er að það eru einmitt þeir kostir sem ekki er hægt að kenna og fylgja ekki með neinni gráðu. Forseti Íslands blæs þjóðinni þor í brjóst þegar áföll dynja yfir og fagnar með henni og gleðst á góðum stundum. Þannig mætti að einhverju leyti líkja því að verða forseti við foreldrahlutverkið, í þeim skilningi að það er engin uppskrift að undirbúningi og það mikilvægasta af öllu er að vera til staðar og lesa í þarfir og stemningu hverju sinni. Og nú stöndum við frammi fyrir því að velja okkur forseta. Margt gott fólk er í framboði og ég tek alúðlega undir það ákall að við sýnum öllum frambjóðendum, eins og fólki almennt, virðingu og kurteisi og lyftum frekar kostum fólksins sem við styðjum en að lasta þau sem okkur líkar síður. En umfram allt skulum við kjósa þá manneskju sem okkur líst best á embættið. Við Íslendingar erum þekkt víða um heim fyrir okkar framlag í listum og menningu. Væri því ekki einmitt við hæfi að kjósa einstakan listamann, sem hefur glatt þjóðina og fangað tilfinningar hennar og viðhorf meira en flestir aðrir, á Bessastaði? Ég kynntist Jóni Gnarr þegar við lékum saman í Skugga-Sveini hjá Leikfélagi Akureyrar. Það var lífsins lukka, því að gjöfulli, hjartahlýrri, greindari og skemmtilegri samstarfsmann og vin er ekki hægt að hugsa sér. Hann er minn forseti og ég kýs hann af heilum hug og öllu hjarta. Það gleður mig líka að sjá að Jón er ótvíræður sigurvegari skuggakosninga í grunnskólum víða um land. “Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra sem erfa skulu land” söng nafni minn Vilhjálmsson. Það held ég nú! Hvert sem þitt atkvæði ratar þá vona ég að það endurspegli það sem þú vilt raunverulega sjá í embætti forseta Íslands! Höfundur er leikari og stuðningsmaður Jóns Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú dynja á okkur skoðanakannanir og umfjallanir um þær, en fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr þeim. Það vonda er að þessar kannanir virðast ætla ýta sumum út í þá vitleysu að kjósa á einhvern hátt taktískt, þ.e.a.s. ekki með einum frambjóðanda, heldur gegn öðrum. Þetta er auðvitað sérstaklega slæmt í ljósi þess að kannanir ná einfaldlega ekki nógu vel utan um raunverulega stöðu mála. Við sáum það bersýnilega í forsetakosningunum 2016 þar sem allt annað kom upp úr kössunum á kjördag og mun mjórra var á munum en kannanir höfðu sýnt örfáum dögum áður. Þannig þarf ekki mikið að breytast núna til þess að allir fimm efstu frambjóðendurnir ættu möguleika á að sigra þann 1. júní. Því er eðlilegt að spyrja hvort þú ætlir að láta kannanir sem hafa rangt fyrir sér ráða því hvern þú kýst? Ég vil að forseti Íslands sé alþýðleg manneskja, hlý og góð. Ekki spillir fyrir ef viðkomandi er skemmtilegur líka, en það eru alþýðleikinn og heilindin sem mér finnst mestu máli skipta. Og það merkilega er að það eru einmitt þeir kostir sem ekki er hægt að kenna og fylgja ekki með neinni gráðu. Forseti Íslands blæs þjóðinni þor í brjóst þegar áföll dynja yfir og fagnar með henni og gleðst á góðum stundum. Þannig mætti að einhverju leyti líkja því að verða forseti við foreldrahlutverkið, í þeim skilningi að það er engin uppskrift að undirbúningi og það mikilvægasta af öllu er að vera til staðar og lesa í þarfir og stemningu hverju sinni. Og nú stöndum við frammi fyrir því að velja okkur forseta. Margt gott fólk er í framboði og ég tek alúðlega undir það ákall að við sýnum öllum frambjóðendum, eins og fólki almennt, virðingu og kurteisi og lyftum frekar kostum fólksins sem við styðjum en að lasta þau sem okkur líkar síður. En umfram allt skulum við kjósa þá manneskju sem okkur líst best á embættið. Við Íslendingar erum þekkt víða um heim fyrir okkar framlag í listum og menningu. Væri því ekki einmitt við hæfi að kjósa einstakan listamann, sem hefur glatt þjóðina og fangað tilfinningar hennar og viðhorf meira en flestir aðrir, á Bessastaði? Ég kynntist Jóni Gnarr þegar við lékum saman í Skugga-Sveini hjá Leikfélagi Akureyrar. Það var lífsins lukka, því að gjöfulli, hjartahlýrri, greindari og skemmtilegri samstarfsmann og vin er ekki hægt að hugsa sér. Hann er minn forseti og ég kýs hann af heilum hug og öllu hjarta. Það gleður mig líka að sjá að Jón er ótvíræður sigurvegari skuggakosninga í grunnskólum víða um land. “Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra sem erfa skulu land” söng nafni minn Vilhjálmsson. Það held ég nú! Hvert sem þitt atkvæði ratar þá vona ég að það endurspegli það sem þú vilt raunverulega sjá í embætti forseta Íslands! Höfundur er leikari og stuðningsmaður Jóns Gnarr.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar