Jákvæðni á Bessastöðum Þorsteinn Magnússon skrifar 26. maí 2024 09:01 Ég bý í góðu og friðsömu landi þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Þannig vil ég hafa það áfram og ég hef enga trú á öðru en við Íslendingar stöndum vörð um þá stöðu. En hvers vegna berum við ekki alltaf höfuðið hátt, stolt og glöð yfir árangrinum og einbeitt að halda áfram á sömu braut? Stundum verða deilur og upphrópanir í daglegri umræðu yfirþyrmandi. Hver og einn reynir að hrópa hærra en næsti maður og sá sem er ósammála þinni skoðun fær rækilega yfirhalningu fyrir fíflaskapinn. Orðin sem falla um þingmenn og ríkisstjórn eru oft sérstaklega óvægin, þeim gerðar upp vafasamar fyrirætlanir og alls konar skemmdarfýsn og flest sem úrskeiðis fer talið þeim að kenna. Og það sem fólk getur fundið margt sem fer úrskeiðis! Öll verk eru léttari þegar jákvæðni og bjartsýni ráða för. Þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í embætti forseta. Hann sér glöggt allt það góða sem hefur áunnist, um leið og hann kemur auga á hvernig enn má bæta samfélag okkar. Hann þekkir af eigin raun hvernig hægt er að bæta úr mannréttindum með rökfestu og réttsýni. Hann þekkir af reynslu hvernig bæta þarf hag fatlaðs fólks, sama hvar það býr á landinu. Hann hefur séð hvernig geðræn vandamál geta bugað unga fólkið okkar og vill einlæglega bæta þar úr. Eftir áratuga reynslu sem háskólakennari og sem faðir, bróðir, frændi og afi þá veit Baldur Þórhallsson hvað brennur á ungu fólki. Honum fallast ekki hendur og hann leitar ekki sökudólga. Hann sér hins vegar þann góða grunn sem samfélag okkar skapar og veit að með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi er hægt að gera enn betur. Ég vil forseta sem talar þjóð sína upp, tekur eftir öllu því sem vel er gert og hikar ekki við að beita sér til að gera samfélag okkar enn betra. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson. Höfundur er háskólanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bý í góðu og friðsömu landi þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Þannig vil ég hafa það áfram og ég hef enga trú á öðru en við Íslendingar stöndum vörð um þá stöðu. En hvers vegna berum við ekki alltaf höfuðið hátt, stolt og glöð yfir árangrinum og einbeitt að halda áfram á sömu braut? Stundum verða deilur og upphrópanir í daglegri umræðu yfirþyrmandi. Hver og einn reynir að hrópa hærra en næsti maður og sá sem er ósammála þinni skoðun fær rækilega yfirhalningu fyrir fíflaskapinn. Orðin sem falla um þingmenn og ríkisstjórn eru oft sérstaklega óvægin, þeim gerðar upp vafasamar fyrirætlanir og alls konar skemmdarfýsn og flest sem úrskeiðis fer talið þeim að kenna. Og það sem fólk getur fundið margt sem fer úrskeiðis! Öll verk eru léttari þegar jákvæðni og bjartsýni ráða för. Þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í embætti forseta. Hann sér glöggt allt það góða sem hefur áunnist, um leið og hann kemur auga á hvernig enn má bæta samfélag okkar. Hann þekkir af eigin raun hvernig hægt er að bæta úr mannréttindum með rökfestu og réttsýni. Hann þekkir af reynslu hvernig bæta þarf hag fatlaðs fólks, sama hvar það býr á landinu. Hann hefur séð hvernig geðræn vandamál geta bugað unga fólkið okkar og vill einlæglega bæta þar úr. Eftir áratuga reynslu sem háskólakennari og sem faðir, bróðir, frændi og afi þá veit Baldur Þórhallsson hvað brennur á ungu fólki. Honum fallast ekki hendur og hann leitar ekki sökudólga. Hann sér hins vegar þann góða grunn sem samfélag okkar skapar og veit að með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi er hægt að gera enn betur. Ég vil forseta sem talar þjóð sína upp, tekur eftir öllu því sem vel er gert og hikar ekki við að beita sér til að gera samfélag okkar enn betra. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson. Höfundur er háskólanemi
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar