Af hverju er Baldur mitt val Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 26. maí 2024 17:01 Ég er alin upp við mjög opin skoðanaskipti og almennt heilbrigðar umræður um líðandi stund. Sjaldnast var það þannig að allir væru sammála en það er líka svo mikilvægt þegar maður vinnur að því að móta sínar eigin skoðanir en um leið bera virðingu fyrir öðrum skoðunum. Þegar Baldur ákvað frekar snemma í þessu framboðsferli að bjóða sig fram til forseta þá fann ég strax að hann var sá sem mig langaði að sjá á Bessastöðum sem næsta forseta. Ég þekki Baldur ekkert sérstaklega mikið persónulega en hef fylgst með honum og fengið að kynnast hans mannkostum í gegnum leik og störf. Það sem ég fann í upphafi og það hefur ekki breyst þrátt fyrir að margir aðrir góðir frambjóðendur séu í boði er þessi mikla vissa að Baldur muni raunverulega geta haft áhrif á mikilvægar breytingar á heimsmyndinni okkar. Hann er maður sem mun alltaf standa með okkur sem þjóð, okkur öllum. Fyrir honum eru allir jafnir og hann er ekki erindreki neins nema réttlætis, friðar, mennsku og sátta. Fyrir utan það hversu Baldur er auðmjúkur og sannur í sínu þá er hann líka fáránlega klár og ekki af ástæðulausu sem hann hefur verið einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar þegar kemur að utanríkismálum, átökum í heiminum, heimsmynd smáríkis í stórum heimi sífelldra breytinga og þess hvernig við þurfum að treysta innri varnir og standa saman að uppbyggingu öryggismála þegar kemur m.a að styrkingu lögreglu og auknum stuðning við björgunarsveitir. Auðvitað er forseti Íslands ekki að fara að breyta heiminum, verum raunsæ. Það sem forseti hinsvegar gerir er að vera boðberi þess sem Ísland getur kennt heiminum og nýtt sér vettvanginn til að koma því á framfæri með öllum tiltækum ráðum. Þannig getur forseti talað fyrir mannréttindum þar sem það á við, menningu og listum, atvinnulífinu og öllu því óþrjótandi hugviti sem þar býr. Forseti getur nýtt tækifærið þar sem það gefst og brúað brýr fyrir hugmyndir og hvatt til samvinnu ólíkra aðila með því að tengja þá saman. Gefið þeim rödd. Forseti Íslands getur sannarlega haft áhrif bæði heima og heiman en fyrst og fremst er hann sameiningartákn þjóðarinnar og sá sem við treystum til að taka alltaf skynsamlegar ákvarðanir. Þessvegna er mikilvægt að við myndum okkur skoðun og þorum að treysta innsæinu. Þorum að standa með grunngildum og mannréttindum. Ég treysti Baldri og hlakka til að setja stimpilinn við hann næsta laugardag. Höfundur er einlægur stuðningsmaður Baldurs til forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ég er alin upp við mjög opin skoðanaskipti og almennt heilbrigðar umræður um líðandi stund. Sjaldnast var það þannig að allir væru sammála en það er líka svo mikilvægt þegar maður vinnur að því að móta sínar eigin skoðanir en um leið bera virðingu fyrir öðrum skoðunum. Þegar Baldur ákvað frekar snemma í þessu framboðsferli að bjóða sig fram til forseta þá fann ég strax að hann var sá sem mig langaði að sjá á Bessastöðum sem næsta forseta. Ég þekki Baldur ekkert sérstaklega mikið persónulega en hef fylgst með honum og fengið að kynnast hans mannkostum í gegnum leik og störf. Það sem ég fann í upphafi og það hefur ekki breyst þrátt fyrir að margir aðrir góðir frambjóðendur séu í boði er þessi mikla vissa að Baldur muni raunverulega geta haft áhrif á mikilvægar breytingar á heimsmyndinni okkar. Hann er maður sem mun alltaf standa með okkur sem þjóð, okkur öllum. Fyrir honum eru allir jafnir og hann er ekki erindreki neins nema réttlætis, friðar, mennsku og sátta. Fyrir utan það hversu Baldur er auðmjúkur og sannur í sínu þá er hann líka fáránlega klár og ekki af ástæðulausu sem hann hefur verið einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar þegar kemur að utanríkismálum, átökum í heiminum, heimsmynd smáríkis í stórum heimi sífelldra breytinga og þess hvernig við þurfum að treysta innri varnir og standa saman að uppbyggingu öryggismála þegar kemur m.a að styrkingu lögreglu og auknum stuðning við björgunarsveitir. Auðvitað er forseti Íslands ekki að fara að breyta heiminum, verum raunsæ. Það sem forseti hinsvegar gerir er að vera boðberi þess sem Ísland getur kennt heiminum og nýtt sér vettvanginn til að koma því á framfæri með öllum tiltækum ráðum. Þannig getur forseti talað fyrir mannréttindum þar sem það á við, menningu og listum, atvinnulífinu og öllu því óþrjótandi hugviti sem þar býr. Forseti getur nýtt tækifærið þar sem það gefst og brúað brýr fyrir hugmyndir og hvatt til samvinnu ólíkra aðila með því að tengja þá saman. Gefið þeim rödd. Forseti Íslands getur sannarlega haft áhrif bæði heima og heiman en fyrst og fremst er hann sameiningartákn þjóðarinnar og sá sem við treystum til að taka alltaf skynsamlegar ákvarðanir. Þessvegna er mikilvægt að við myndum okkur skoðun og þorum að treysta innsæinu. Þorum að standa með grunngildum og mannréttindum. Ég treysti Baldri og hlakka til að setja stimpilinn við hann næsta laugardag. Höfundur er einlægur stuðningsmaður Baldurs til forseta Íslands.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar