Ætla að bjóða vaxtalaus lán í aðdraganda mánaðamóta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 21:48 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Rúnar Framkvæmdastjóri sparisjóðs sem býður upp á ný, vaxtalaus lán í lok mánaðar segir það hagsmuni lánveitenda að viðskiptavinir þeirra séu fjárhagslega heilbrigðir. Sparisjóðurinn Indó er þegar tekið að bjóða upp á yfirdráttarlánin, sem framkvæmdastjórinn segir fást á hagstæðari kjörum en almennt gangi og gerist. Séu lánin greidd jafnt og þétt til baka, lækki vextirnir enn frekar. „Yfirdráttarlán okkar samkeppnisaðila eru í dag kannski svona 17 prósent, eitthvað svoleiðis. Ef fólk er með yfirdráttarlán hjá okkur, sem er síðan í þessu niðurgreiðsluferli, eða lækkunarferli eins og við köllum það, þá eru þeir vextir fjórtán og hálft prósent,“ segir Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Yfirdráttarlán séu dýr Þó boðið sé upp á yfirdráttarlán sé mikilvægt að neytendur viti hversu dýr þau eru. Það leggi Indó áherslu á. „Okkur finnst til dæmis ótækt að það sé þannig að fólk geti fengið yfirdrátt hjá okkar samkeppnisaðilum og vextirnir eru ekkert rosalega skýrir. það er ekkert verið að benda fólki á að þetta séu mjög dýr lán. Það er þarna ef menn leita eftir því, en það er ekki dregið fram í dagsljósið.“ Því verði einnig boðið upp á ný lán, svokölluð „fyrirframgreidd laun“. „Okkar viðskiptavinir sem eru að fá launagreiðslur eða ígildi launagreiðslna inn til okkar um mánaðamót hafa möguleikann á því að sækja um 25 þúsund króna lán nokkrum dögum fyrir mánaðamótin og það er þá bara greitt inn á veltureikning þeirra. Það eru engir vextir eða kostnaður tengdur þeim lánum.“ Hættan á því að fólk leggi það í vana sinn að nýta úrræðið sé vissulega fyrir hendi. „Við hins vegar treystum okkar viðskiptavinum, okkar indóum, til að ráðstafa sínum fjármálum skynsamlega. Við viljum hjálpa þeim við það.“ Sjá hag í heilbrigðari viðskiptavinahópi Það geti alltaf eitthvað komi upp sem valdi því að fólk nái ekki að brúa bilið milli mánaðamóta. „Þá í stað þess að þurfa að leita þá á dýrari lán hjá öðrum lánveitendum, sem geta verið með háa vexti og jafnvel lántökugjöld og þess háttar, þá er kominn það sem okkur finnst vera miklu skynsamlegri valkostur. Þetta er bara til þess að hjálpa fólki yfir ein mánaðamót, eða svo.“ Indó sjái hag sinn í því að veita slík lán, þrátt fyrir að það kosti lántaka ekkert. „Hagsmunir Indó eru algjörlega þeir að vera með sem fjárhagslega heilbrigðastan viðskiptavinahóp.“ Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Sparisjóðurinn Indó er þegar tekið að bjóða upp á yfirdráttarlánin, sem framkvæmdastjórinn segir fást á hagstæðari kjörum en almennt gangi og gerist. Séu lánin greidd jafnt og þétt til baka, lækki vextirnir enn frekar. „Yfirdráttarlán okkar samkeppnisaðila eru í dag kannski svona 17 prósent, eitthvað svoleiðis. Ef fólk er með yfirdráttarlán hjá okkur, sem er síðan í þessu niðurgreiðsluferli, eða lækkunarferli eins og við köllum það, þá eru þeir vextir fjórtán og hálft prósent,“ segir Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Yfirdráttarlán séu dýr Þó boðið sé upp á yfirdráttarlán sé mikilvægt að neytendur viti hversu dýr þau eru. Það leggi Indó áherslu á. „Okkur finnst til dæmis ótækt að það sé þannig að fólk geti fengið yfirdrátt hjá okkar samkeppnisaðilum og vextirnir eru ekkert rosalega skýrir. það er ekkert verið að benda fólki á að þetta séu mjög dýr lán. Það er þarna ef menn leita eftir því, en það er ekki dregið fram í dagsljósið.“ Því verði einnig boðið upp á ný lán, svokölluð „fyrirframgreidd laun“. „Okkar viðskiptavinir sem eru að fá launagreiðslur eða ígildi launagreiðslna inn til okkar um mánaðamót hafa möguleikann á því að sækja um 25 þúsund króna lán nokkrum dögum fyrir mánaðamótin og það er þá bara greitt inn á veltureikning þeirra. Það eru engir vextir eða kostnaður tengdur þeim lánum.“ Hættan á því að fólk leggi það í vana sinn að nýta úrræðið sé vissulega fyrir hendi. „Við hins vegar treystum okkar viðskiptavinum, okkar indóum, til að ráðstafa sínum fjármálum skynsamlega. Við viljum hjálpa þeim við það.“ Sjá hag í heilbrigðari viðskiptavinahópi Það geti alltaf eitthvað komi upp sem valdi því að fólk nái ekki að brúa bilið milli mánaðamóta. „Þá í stað þess að þurfa að leita þá á dýrari lán hjá öðrum lánveitendum, sem geta verið með háa vexti og jafnvel lántökugjöld og þess háttar, þá er kominn það sem okkur finnst vera miklu skynsamlegri valkostur. Þetta er bara til þess að hjálpa fólki yfir ein mánaðamót, eða svo.“ Indó sjái hag sinn í því að veita slík lán, þrátt fyrir að það kosti lántaka ekkert. „Hagsmunir Indó eru algjörlega þeir að vera með sem fjárhagslega heilbrigðastan viðskiptavinahóp.“
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira