ALDIN kallar eftir loftslagsaðgerðum Árni Bragason, Halldór Reynisson, Heiðrun Guðmundsdóttir, Dagný Halldórsdóttir og Tryggvi Felixson skrifa 27. maí 2024 18:30 Nær daglega fáum við upplýsingar um válegar breytingar á loftslagi af mannavöldum. Ástandið er grafalvarlegt og ógnvekjandi. En viðbrögðin í engu samræmi við vandann sem blasir við okkur og ekki síst afkomendum okkar. „Aldin“ er heitið á ört stækkandi hreyfingu fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið. Mörg erum við afar og ömmur. Við höfum notið betri efnislegra lífsgæða en nokkur fyrri kynslóð Íslendinga. Við erum líka nógu gömul til að muna eftir býsna sjálfbærum lífstíl foreldra okkar. Við höfum upplifað breytingar sem við lengi vel héldum að væru eingöngu framfarir. Annað hefur komið á daginn. Þessar svokölluðu framfarir í lífskjörum gætu orðið dýru verði keyptar: reikningurinn lendir á komandi kynslóðum, barnabörnunum okkar. Við viljum leggja okkar lóð á vogaskálarnar til að þær breytingar sem þarf að innleiða komist sem fyrst til framkvæmda. Aldin er þekkingarsamfélag sem sprettur úr hópi náttúruunnenda og sérfræðinga sem hafa lifað langa starfsævi og búa að fjölbreyttri reynslu. Skipulag starfsins er frjálslegt og lagar sig að verkefnum á hverjum tíma en hefur að markmiði að miðla þekkingu og knýja á um raunhæfar lausnir í loftslagsmálum. Við erum viðbótarliðsveit við mikilvæg umhverfisverndarsamtök eins og Landvernd, Unga umhverfisverndarsinna og Náttúruverndarsamtök Íslands. Við höfum átt reglulega fundi undanfarin misseri, fræðst og rætt um hinar ýmsu hliðar hamfarahlýnunar og nauðsynlegar aðgerðir til að sporna við henni. En við gerum meira en að ræða vandann. Við ætlum okkur að vekja athygli á því hvernig stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi gengur að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig hvernig Íslandi gengur að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og að ná markmiðum sínum. Og við munum líka vekja athygli á því sem vel er gert og er til eftirbreytni. Aldin tekur þátt í Loftslagsdeginum í Hörpu 28. maí og veitir þar upplýsingar um hreyfinguna . Höfundar sitja í stýrihópi Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nær daglega fáum við upplýsingar um válegar breytingar á loftslagi af mannavöldum. Ástandið er grafalvarlegt og ógnvekjandi. En viðbrögðin í engu samræmi við vandann sem blasir við okkur og ekki síst afkomendum okkar. „Aldin“ er heitið á ört stækkandi hreyfingu fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið. Mörg erum við afar og ömmur. Við höfum notið betri efnislegra lífsgæða en nokkur fyrri kynslóð Íslendinga. Við erum líka nógu gömul til að muna eftir býsna sjálfbærum lífstíl foreldra okkar. Við höfum upplifað breytingar sem við lengi vel héldum að væru eingöngu framfarir. Annað hefur komið á daginn. Þessar svokölluðu framfarir í lífskjörum gætu orðið dýru verði keyptar: reikningurinn lendir á komandi kynslóðum, barnabörnunum okkar. Við viljum leggja okkar lóð á vogaskálarnar til að þær breytingar sem þarf að innleiða komist sem fyrst til framkvæmda. Aldin er þekkingarsamfélag sem sprettur úr hópi náttúruunnenda og sérfræðinga sem hafa lifað langa starfsævi og búa að fjölbreyttri reynslu. Skipulag starfsins er frjálslegt og lagar sig að verkefnum á hverjum tíma en hefur að markmiði að miðla þekkingu og knýja á um raunhæfar lausnir í loftslagsmálum. Við erum viðbótarliðsveit við mikilvæg umhverfisverndarsamtök eins og Landvernd, Unga umhverfisverndarsinna og Náttúruverndarsamtök Íslands. Við höfum átt reglulega fundi undanfarin misseri, fræðst og rætt um hinar ýmsu hliðar hamfarahlýnunar og nauðsynlegar aðgerðir til að sporna við henni. En við gerum meira en að ræða vandann. Við ætlum okkur að vekja athygli á því hvernig stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi gengur að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig hvernig Íslandi gengur að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og að ná markmiðum sínum. Og við munum líka vekja athygli á því sem vel er gert og er til eftirbreytni. Aldin tekur þátt í Loftslagsdeginum í Hörpu 28. maí og veitir þar upplýsingar um hreyfinguna . Höfundar sitja í stýrihópi Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar