Vopnið gegn hatri Kristín Sigrún Áss Sigurðardóttir skrifar 28. maí 2024 07:00 Margt hefur verið skrifað um fræðimanninn Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðinginn og frumkvöðul. En ég þekki hann ekki. Baldur sem ég þekki er fjölskyldumaður, góðhjartaður, barngóður og samkynhneigður. Það hafa verið mikil forréttindi að alast upp í fjölbreyttri fjölskyldu. Það þurfti aldrei að útskýra hinseginleikann fyrir mér því hann stóð fyrir framan mig, ól systur mína, Álfrúnu Perlu, upp og passaði mig og litla bróður minn. Þegar bróðir minn var sex ára fór hann á Gleðigönguna í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa gengið með Baldri og Felix ídágóða stund snéri hann sér að mömmu okkar, barnsmóður Baldurs, og spurði hvar allirhommanir væru. Það má segja að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum því fyrir honum voru þetta bara fjölskyldumeðlimir. Þótt Baldur sé ekki hommi í framboði er sýnileiki hinseginleikans mikilvægur. Á meðan jafnaldrar mínir lærðu um allskonar ást upplifði ég hana. Hún var aldrei fjarlæg eða fjarstæðukennd heldur veruleikinn minn og margra í kringum mig. Þessi sýnileiki kom ábyggilega í veg fyrir ýmsa fordóma sem annars hefðu getað grasserað innra með mér og bróður mínum. Nú hefur mikið verið fjallað um bakslag í baráttu hinsegin fólks og fólk metist um hvort svo sé eða ekki. Hvaða bakslag?, hafa sumir spurt sig en því miður hefur framboð Baldurs svo sannarlega sýnt fram á að um bakslag sé að ræða. Og ekki aðeins á alþjóðavísu heldur hér á Íslandi. Það hefur verið erfitt að fylgjast með hatursorðræðunni í garð manns sem er mér og fjölskyldu minni svo kær. Mamma Baldurs, Obba amma, var fjölskyldunni innan handa og kenndi mér Olsen Olsen. Felix hefur verið stór hluti af bæði barnæsku minni og margra íslenska barna seinustu áratugi. Fjölskylda hans hafa stutt mig í einu og öllu og tekið mér eins og ég er. Baldur ákvað að hafa Felix með sér í baráttunni og er góð og gild ástæða fyrir því. Eina vopnið gegn hatri er sýnileikinn. Þeir eru ekki aðeins hinsegin fyrirmyndir heldur fyrirmyndir sýnileikans og fyrirmyndarhjón. Margir telja að kynhneigð, kynvitund og kyntjáning fólks skiptir engu máli en það er ekki satt. Hún gerir það fyrir stelpuna sem skammast sín, strákinn í afneitun og ungmennið sem lést í sjálfsvígi. Að halda því fram að svona skipti hreinlega engu máli er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Þótt það sé vissulega rangt að smækka Baldur niður í kynhneigð hans er hún samt sem áður mikilvægur þáttur í kosningabaráttunni. Baldur hefur upplifað fordóma á eigin skinni. Hann hefur orðið fyrir aðkasti og nýlega þurft að sitja fyrir fordómafullum og gildishlöðnum spurningum. Því væri sigur fyrir alla minnihlutahópa ef hann yrði sjöundi forseti lýðveldisins. Ég kýs Baldur. Ekki að því að hann er fræðimaður eða hommi heldur að því að hann er sýnileikinn sem við þurfum á að halda. Samkynhneigður forseti gæti svo sannarlega verið svar okkar við hatri. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur verið skrifað um fræðimanninn Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðinginn og frumkvöðul. En ég þekki hann ekki. Baldur sem ég þekki er fjölskyldumaður, góðhjartaður, barngóður og samkynhneigður. Það hafa verið mikil forréttindi að alast upp í fjölbreyttri fjölskyldu. Það þurfti aldrei að útskýra hinseginleikann fyrir mér því hann stóð fyrir framan mig, ól systur mína, Álfrúnu Perlu, upp og passaði mig og litla bróður minn. Þegar bróðir minn var sex ára fór hann á Gleðigönguna í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa gengið með Baldri og Felix ídágóða stund snéri hann sér að mömmu okkar, barnsmóður Baldurs, og spurði hvar allirhommanir væru. Það má segja að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum því fyrir honum voru þetta bara fjölskyldumeðlimir. Þótt Baldur sé ekki hommi í framboði er sýnileiki hinseginleikans mikilvægur. Á meðan jafnaldrar mínir lærðu um allskonar ást upplifði ég hana. Hún var aldrei fjarlæg eða fjarstæðukennd heldur veruleikinn minn og margra í kringum mig. Þessi sýnileiki kom ábyggilega í veg fyrir ýmsa fordóma sem annars hefðu getað grasserað innra með mér og bróður mínum. Nú hefur mikið verið fjallað um bakslag í baráttu hinsegin fólks og fólk metist um hvort svo sé eða ekki. Hvaða bakslag?, hafa sumir spurt sig en því miður hefur framboð Baldurs svo sannarlega sýnt fram á að um bakslag sé að ræða. Og ekki aðeins á alþjóðavísu heldur hér á Íslandi. Það hefur verið erfitt að fylgjast með hatursorðræðunni í garð manns sem er mér og fjölskyldu minni svo kær. Mamma Baldurs, Obba amma, var fjölskyldunni innan handa og kenndi mér Olsen Olsen. Felix hefur verið stór hluti af bæði barnæsku minni og margra íslenska barna seinustu áratugi. Fjölskylda hans hafa stutt mig í einu og öllu og tekið mér eins og ég er. Baldur ákvað að hafa Felix með sér í baráttunni og er góð og gild ástæða fyrir því. Eina vopnið gegn hatri er sýnileikinn. Þeir eru ekki aðeins hinsegin fyrirmyndir heldur fyrirmyndir sýnileikans og fyrirmyndarhjón. Margir telja að kynhneigð, kynvitund og kyntjáning fólks skiptir engu máli en það er ekki satt. Hún gerir það fyrir stelpuna sem skammast sín, strákinn í afneitun og ungmennið sem lést í sjálfsvígi. Að halda því fram að svona skipti hreinlega engu máli er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Þótt það sé vissulega rangt að smækka Baldur niður í kynhneigð hans er hún samt sem áður mikilvægur þáttur í kosningabaráttunni. Baldur hefur upplifað fordóma á eigin skinni. Hann hefur orðið fyrir aðkasti og nýlega þurft að sitja fyrir fordómafullum og gildishlöðnum spurningum. Því væri sigur fyrir alla minnihlutahópa ef hann yrði sjöundi forseti lýðveldisins. Ég kýs Baldur. Ekki að því að hann er fræðimaður eða hommi heldur að því að hann er sýnileikinn sem við þurfum á að halda. Samkynhneigður forseti gæti svo sannarlega verið svar okkar við hatri. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun