Mér finnst á mig hlustað Tinna Martinsdóttir skrifar 28. maí 2024 07:31 Það eru breyttir tímar og í ólgusjó vil ég geta litið til forseta sem ég treysti. Leiðtoga sem ég veit að er meira en hæfur til að gegna embættinu. Þegar ég var í grunnskóla var hlýnun jarðar og endalok alls stóra málið - kvíði og stress fylgdu. Fyrsta árið mitt í háskóla var ég í fjarnámi þar sem heimurinn var undirlagður af Covid-faraldrinum – kvíði og stress fylgdu. Um það leyti sem ég var að útskrifast týndu jafnaldrar mínir lífi sínu í innrás og átökum í Úkraínu. Vonin um betri framtíð dvínaði sem og löngunin til að fæða börn inn í þennan heim. Mín kynslóð upplifir áhrifaleysi, framtíðin er okkar en okkur líður eins og við eigum ekki sæti við borðið. Þegar Baldur talar finnst mér á mig hlustað. Þegar hann hlustar líður mér eins og rödd mín skipti máli. Ég vil leiðtoga sem hugsar um framtíðina á sama hátt og Baldur, forseta sem hefur hugrekki til að standa með mannréttindum. Hann þekkir valdheimildir embættisins og veit hvernig lítil ríki eins og okkar geta haft áhrif í alþjóðakerfinu. Hann talar af fyrirhyggju og þekkingu um varnarmál, setur málefni barna og ungmenna í forgang og hugar að nýtingu auðlindanna okkar á sjálfbæran hátt. Ég vil fyrsta þjóðkjörna samkynhneigða forseta í heimi – vegna þess að það skiptir máli. Kynhneigð einhvers á aldrei að vera eina ástæðan fyrir kjöri; hins vegar getum við Íslendingar með atkvæði okkar sýnt mikilvægt fordæmi, ýtt undir nauðsynlegar breytingar og bjargað lífum. Í dag er samkynhneigð ólögleg í fleiri löndum en ekki og sums staðar refsiverð í ofanálag. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar – og ekki bara úti í heimi. Fólk sem trúir því að baráttu hinsegin fólks hérlendis sé lokið skjátlast því miður. Við höfum komist langt en fordómar, meðvitaðir og ómeðvitaðir, í garð hinsegin fólks eru vissulega til staðar í íslensku samfélagi. Baráttunni er ekki lokið. Verum fyrirmynd annara landa og sýnum að á Íslandi skiptir ekki máli hvern þú elskar, hver þú ert eða hvaðan þú ert – það sem skiptir máli er það sem þú hefur fram að færa. Ég er stolt af því að velja Baldur sem minn forseta. Ég vona að ungt fólk taki þátt í þessum kosningum, sama hvort að þau séu sammála mér eða ekki. Mætum á kjörstað 1. júní. Ef þú vilt ekki velja, mættu og skilaðu auðu. Mættu og notaðu kosningaréttinn þinn. Láttu heyra í þér því að rödd þín skiptir máli. Ég kýs Baldur. Ekki spurning. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það eru breyttir tímar og í ólgusjó vil ég geta litið til forseta sem ég treysti. Leiðtoga sem ég veit að er meira en hæfur til að gegna embættinu. Þegar ég var í grunnskóla var hlýnun jarðar og endalok alls stóra málið - kvíði og stress fylgdu. Fyrsta árið mitt í háskóla var ég í fjarnámi þar sem heimurinn var undirlagður af Covid-faraldrinum – kvíði og stress fylgdu. Um það leyti sem ég var að útskrifast týndu jafnaldrar mínir lífi sínu í innrás og átökum í Úkraínu. Vonin um betri framtíð dvínaði sem og löngunin til að fæða börn inn í þennan heim. Mín kynslóð upplifir áhrifaleysi, framtíðin er okkar en okkur líður eins og við eigum ekki sæti við borðið. Þegar Baldur talar finnst mér á mig hlustað. Þegar hann hlustar líður mér eins og rödd mín skipti máli. Ég vil leiðtoga sem hugsar um framtíðina á sama hátt og Baldur, forseta sem hefur hugrekki til að standa með mannréttindum. Hann þekkir valdheimildir embættisins og veit hvernig lítil ríki eins og okkar geta haft áhrif í alþjóðakerfinu. Hann talar af fyrirhyggju og þekkingu um varnarmál, setur málefni barna og ungmenna í forgang og hugar að nýtingu auðlindanna okkar á sjálfbæran hátt. Ég vil fyrsta þjóðkjörna samkynhneigða forseta í heimi – vegna þess að það skiptir máli. Kynhneigð einhvers á aldrei að vera eina ástæðan fyrir kjöri; hins vegar getum við Íslendingar með atkvæði okkar sýnt mikilvægt fordæmi, ýtt undir nauðsynlegar breytingar og bjargað lífum. Í dag er samkynhneigð ólögleg í fleiri löndum en ekki og sums staðar refsiverð í ofanálag. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar – og ekki bara úti í heimi. Fólk sem trúir því að baráttu hinsegin fólks hérlendis sé lokið skjátlast því miður. Við höfum komist langt en fordómar, meðvitaðir og ómeðvitaðir, í garð hinsegin fólks eru vissulega til staðar í íslensku samfélagi. Baráttunni er ekki lokið. Verum fyrirmynd annara landa og sýnum að á Íslandi skiptir ekki máli hvern þú elskar, hver þú ert eða hvaðan þú ert – það sem skiptir máli er það sem þú hefur fram að færa. Ég er stolt af því að velja Baldur sem minn forseta. Ég vona að ungt fólk taki þátt í þessum kosningum, sama hvort að þau séu sammála mér eða ekki. Mætum á kjörstað 1. júní. Ef þú vilt ekki velja, mættu og skilaðu auðu. Mættu og notaðu kosningaréttinn þinn. Láttu heyra í þér því að rödd þín skiptir máli. Ég kýs Baldur. Ekki spurning. Höfundur er listamaður.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun