Halla Hrund fyrir framtíðina Þóra Árnadóttir skrifar 28. maí 2024 13:30 Í aðdraganda forsetakosninganna 2024 er ánægjulegt að sjá hve margir frambærilegir einstaklingar hafa stigið fram og lýst áhuga á þessu mikilvæga embætti. Baráttan um fyrsta sætið hefur harðnað þegar nær degur kjördegi og virðist mjótt á munum með þeim sem skipa efstu sæti í nýjustu skoðanakönnunum. Ég fann fyrir valkvíða – eins og margir – því þó að embætti forseta Íslands sé ekki valdamesta embætti landsins, þá er mikilvægt að það sé skipað manneskju sem hefur áunnið sér traust og virðingu þjóðarinnar og er verðugur fulltrúi hennar erlendis. Í upphafi kosningabarátturnnar var ég eins og margir „á girðingunni“, og ætlaði að bíða eftir nýjustu skoðanakönnunum til að nýta atkvæði mitt sem best. Hins vegar varð mér fljótlega ljóst að það er hjarðhegðun sem mér hugnaðist ekki. Mér finnst mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa þann frambjóðanda sem mér þykir bestur. Þar sem ég vil vanda mig, þá fór ég að kynna mér frambjóðendur til að vega og meta hvernig þeirra gildi komu saman við mín – heilindi og hugrekki. Í kappræðum í sjónvarpi með tólf frambjóðendum er erfitt að fá raunsanna mynd. Spurningar til frambjóðenda hafa auk þess verið miskrefjandi eftir því hver á í hlut og sumir frambjóðendur fimari við að víkja sér undan því að svara, en aðrir. Þó má meta hversu trúverðugir þeir eru og hvort það sem þeir segja sé í takt við þeirra störf, gjörðir og yfirlýsta stefnu fram til þessa. Fer saman hljóð og mynd? Það sem opinber umfjöllun og kappræður hafa hins vegar kristallað í mínum huga er að það sem þjóðin kallar eftir eru þingkosningar, frekar en forsetakosning, en það er önnur saga. Valið reyndist í raun auðvelt, því ég fann fljótlega samhljóm með þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlinda- og orkumál til framtíðar, því framtíðin er ekki svo langt undan ef vel er að gáð. Hún bendir á að við þurfum að vanda okkur og móta skýra stefnu í þessum efnum, því það er ekkert plan(et) B. Halla Hrund hefur afdráttalaust lýst því yfir að hún muni standa vörð um almannahagsmuni, sér í lagi þegar kemur að náttúru og nýtingu á hinum fjölmörgu auðlindum Íslands. Hún hefur m.a. vakið máls á því að mögulega standi til að selja Landsvirkjun og aðra mikilvæga innviði sem byggðir hafa verið upp með almannafé og hvatt þjóðina að vera vakandi fyrir vaxandi ásælni erlendra aðila í náttúru og auðlindir hérlendis. Til þess þarf kjark og dug. Halla Hrund er því sá frambjóðandi sem ég treysti best í embætti forseta Íslands. Hún er vel menntuð og talar af þekkingu, heilindum og einlægni um náttúru og auðlindir Íslands. Hún er jafnframt grandvör í orðum og hefur forðast hástemmdar yfirlýsingar. Hennar framboð einkennist einnig af jákvæðni og gleði, samvinnu og samhug. Hennar bakland í kosningabaráttunni eru fyrst og fremst sjálfboðaliðar, sem hópast nú til liðs við hana á lokametrunum í kosningabaráttunni. Hver sem niðurstaða kosninganna verður á laugardaginn, þá er ég fyrst og fremst þakklát fyrir að Halla Hrund hefur vakið máls á mörgu er varða hagsmuni almennings og þjóðarbúsins, m.a. auðlinda- og orkumálum – og hvatt okkur til að fljóta ekki lengur sofandi að feigðarósi. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund til embættis forseta Íslands. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og jógakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna 2024 er ánægjulegt að sjá hve margir frambærilegir einstaklingar hafa stigið fram og lýst áhuga á þessu mikilvæga embætti. Baráttan um fyrsta sætið hefur harðnað þegar nær degur kjördegi og virðist mjótt á munum með þeim sem skipa efstu sæti í nýjustu skoðanakönnunum. Ég fann fyrir valkvíða – eins og margir – því þó að embætti forseta Íslands sé ekki valdamesta embætti landsins, þá er mikilvægt að það sé skipað manneskju sem hefur áunnið sér traust og virðingu þjóðarinnar og er verðugur fulltrúi hennar erlendis. Í upphafi kosningabarátturnnar var ég eins og margir „á girðingunni“, og ætlaði að bíða eftir nýjustu skoðanakönnunum til að nýta atkvæði mitt sem best. Hins vegar varð mér fljótlega ljóst að það er hjarðhegðun sem mér hugnaðist ekki. Mér finnst mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa þann frambjóðanda sem mér þykir bestur. Þar sem ég vil vanda mig, þá fór ég að kynna mér frambjóðendur til að vega og meta hvernig þeirra gildi komu saman við mín – heilindi og hugrekki. Í kappræðum í sjónvarpi með tólf frambjóðendum er erfitt að fá raunsanna mynd. Spurningar til frambjóðenda hafa auk þess verið miskrefjandi eftir því hver á í hlut og sumir frambjóðendur fimari við að víkja sér undan því að svara, en aðrir. Þó má meta hversu trúverðugir þeir eru og hvort það sem þeir segja sé í takt við þeirra störf, gjörðir og yfirlýsta stefnu fram til þessa. Fer saman hljóð og mynd? Það sem opinber umfjöllun og kappræður hafa hins vegar kristallað í mínum huga er að það sem þjóðin kallar eftir eru þingkosningar, frekar en forsetakosning, en það er önnur saga. Valið reyndist í raun auðvelt, því ég fann fljótlega samhljóm með þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlinda- og orkumál til framtíðar, því framtíðin er ekki svo langt undan ef vel er að gáð. Hún bendir á að við þurfum að vanda okkur og móta skýra stefnu í þessum efnum, því það er ekkert plan(et) B. Halla Hrund hefur afdráttalaust lýst því yfir að hún muni standa vörð um almannahagsmuni, sér í lagi þegar kemur að náttúru og nýtingu á hinum fjölmörgu auðlindum Íslands. Hún hefur m.a. vakið máls á því að mögulega standi til að selja Landsvirkjun og aðra mikilvæga innviði sem byggðir hafa verið upp með almannafé og hvatt þjóðina að vera vakandi fyrir vaxandi ásælni erlendra aðila í náttúru og auðlindir hérlendis. Til þess þarf kjark og dug. Halla Hrund er því sá frambjóðandi sem ég treysti best í embætti forseta Íslands. Hún er vel menntuð og talar af þekkingu, heilindum og einlægni um náttúru og auðlindir Íslands. Hún er jafnframt grandvör í orðum og hefur forðast hástemmdar yfirlýsingar. Hennar framboð einkennist einnig af jákvæðni og gleði, samvinnu og samhug. Hennar bakland í kosningabaráttunni eru fyrst og fremst sjálfboðaliðar, sem hópast nú til liðs við hana á lokametrunum í kosningabaráttunni. Hver sem niðurstaða kosninganna verður á laugardaginn, þá er ég fyrst og fremst þakklát fyrir að Halla Hrund hefur vakið máls á mörgu er varða hagsmuni almennings og þjóðarbúsins, m.a. auðlinda- og orkumálum – og hvatt okkur til að fljóta ekki lengur sofandi að feigðarósi. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund til embættis forseta Íslands. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og jógakennari.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun