Hér er elíta, um elítu, frá elítu, til elítu Ragnar Kjartansson skrifar 29. maí 2024 09:01 Ég heiti Ragnar Kjartansson og ég er elíta. Ég las grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu Jakobsdóttur í Heimildinni þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið og fannst þetta allt saman bara orðið aðeins of fyndið. Auður sagði reyndar af sér sem menningarritstjóri Heimildarinnar eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni og ég gat ekki annað en flissað yfir þessu öllu saman. Ég skil að það sé umdeilt að Katrín hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og boðið sig fram til forseta. Ég varð líka hissa. En ef við hugsum um það þá var kannski skiljanlegt að finnast þetta ágætis tími til að víkja; búin að greiða fyrir tímamótakjarasamningum, koma Grindavíkurmálum í sæmilega fastan farveg, fjölskyldumeðlimir íslenskra Palestínumanna komnir út af Gaza og komnar aftur á greiðslur til UNRWA sem hefði aldrei átt að stöðva. Hún ætlaði hvort eð er ekki að bjóða sig aftur fram til þingsetu og kannski heilbrigt að VG nái að fóta sig án hennar í tæka tíð fyrir kosningar. En mér heyrist reyndar að þau sem voru reiðust yfir því að hún sæti sem forsætisráðherra í samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsókn séu þau sömu og eru reiðust út í hana fyrir að hætta. Mér finnst líka alveg eðlilegt að spá í því hvort þetta séu of mikil tengsl milli framkvæmdavalds og forseta. En í akkúrat þessu tilfelli finnast mér kostirnir fleiri en gallarnir og ég treysti Katrínu til að vera hlutlaus og heil með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi í stórum málum sem koma á hennar borð. Og á þessum viðsjárverðu ófriðartímum í heiminum er alveg kostur að forseti þekki forseta og forsætisráðherra nágrannalandanna, njóti virðingar þeirra og geti stigið léttilega inn í erfiðar geopólitískar aðstæður þegar á ríður. Donald Trump og stuðningsmönnum hans hefur orðið ótrúlega ágengt með tali um elítu og djúpríki. Áhugavert er hvernig þessi taktík er nú notuð gegn Katrínu til að refsa henni fyrir allt og ömmu þess. Það þykir ekki í frásögur færandi þegar fyrrverandi forsætisráðherrar, valdafólk og listamenn styðja aðra frambjóðendur en það verður skyndilega stórvafasamt þegar einhver svoleiðis styður Katrínu og þá eru allt í einu taldar allar líkur á að SFS hljóti að hafa hreinlega mútað viðkomandi fyrir það eða viðkomandi hafi fengið loforð um að komast á einhvern óljósan feitan forsetaspena að launum fyrir stuðningsyfirlýsingu. Háværustu raddirnar sem úthrópa elítuna fyrir stuðning við Katrínu heyrast mér nú reyndar koma úr mínum eigin menningarelítukreðsum. Elítan endalaust að tala um elítu. Ég kýs Katrínu af því að hún er afburðahæf til að gegna embættinu sem við sem þjóð erum nú að ráða okkar fulltrúa í. Hún er róttæklingur sem fór inn í kerfið og berst fyrir hugsjónum sínum innan frá í verki en ekki bara með háværum hrópum. Sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra hefur hún unnið frábært starf fyrir land og þjóð og beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum, kvenfrelsi, kynfrelsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum. Hún hefur komið risastórum hlutum í verk með sátt og samstarfi. Hér á landi ríkir, þrátt fyrir allt, einhver mesti jöfnuður í heimi. Það er langt frá því að allar hennar hugsjónir hafa komist í framkvæmd en drottin minn dýr hún hefur komið mörgu góðu til leiðar. En jæja alla vega er Katrín minn forseti og hún er frábær. Höfundur er myndlistamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Ragnar Kjartansson og ég er elíta. Ég las grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu Jakobsdóttur í Heimildinni þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið og fannst þetta allt saman bara orðið aðeins of fyndið. Auður sagði reyndar af sér sem menningarritstjóri Heimildarinnar eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni og ég gat ekki annað en flissað yfir þessu öllu saman. Ég skil að það sé umdeilt að Katrín hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og boðið sig fram til forseta. Ég varð líka hissa. En ef við hugsum um það þá var kannski skiljanlegt að finnast þetta ágætis tími til að víkja; búin að greiða fyrir tímamótakjarasamningum, koma Grindavíkurmálum í sæmilega fastan farveg, fjölskyldumeðlimir íslenskra Palestínumanna komnir út af Gaza og komnar aftur á greiðslur til UNRWA sem hefði aldrei átt að stöðva. Hún ætlaði hvort eð er ekki að bjóða sig aftur fram til þingsetu og kannski heilbrigt að VG nái að fóta sig án hennar í tæka tíð fyrir kosningar. En mér heyrist reyndar að þau sem voru reiðust yfir því að hún sæti sem forsætisráðherra í samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsókn séu þau sömu og eru reiðust út í hana fyrir að hætta. Mér finnst líka alveg eðlilegt að spá í því hvort þetta séu of mikil tengsl milli framkvæmdavalds og forseta. En í akkúrat þessu tilfelli finnast mér kostirnir fleiri en gallarnir og ég treysti Katrínu til að vera hlutlaus og heil með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi í stórum málum sem koma á hennar borð. Og á þessum viðsjárverðu ófriðartímum í heiminum er alveg kostur að forseti þekki forseta og forsætisráðherra nágrannalandanna, njóti virðingar þeirra og geti stigið léttilega inn í erfiðar geopólitískar aðstæður þegar á ríður. Donald Trump og stuðningsmönnum hans hefur orðið ótrúlega ágengt með tali um elítu og djúpríki. Áhugavert er hvernig þessi taktík er nú notuð gegn Katrínu til að refsa henni fyrir allt og ömmu þess. Það þykir ekki í frásögur færandi þegar fyrrverandi forsætisráðherrar, valdafólk og listamenn styðja aðra frambjóðendur en það verður skyndilega stórvafasamt þegar einhver svoleiðis styður Katrínu og þá eru allt í einu taldar allar líkur á að SFS hljóti að hafa hreinlega mútað viðkomandi fyrir það eða viðkomandi hafi fengið loforð um að komast á einhvern óljósan feitan forsetaspena að launum fyrir stuðningsyfirlýsingu. Háværustu raddirnar sem úthrópa elítuna fyrir stuðning við Katrínu heyrast mér nú reyndar koma úr mínum eigin menningarelítukreðsum. Elítan endalaust að tala um elítu. Ég kýs Katrínu af því að hún er afburðahæf til að gegna embættinu sem við sem þjóð erum nú að ráða okkar fulltrúa í. Hún er róttæklingur sem fór inn í kerfið og berst fyrir hugsjónum sínum innan frá í verki en ekki bara með háværum hrópum. Sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra hefur hún unnið frábært starf fyrir land og þjóð og beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum, kvenfrelsi, kynfrelsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum. Hún hefur komið risastórum hlutum í verk með sátt og samstarfi. Hér á landi ríkir, þrátt fyrir allt, einhver mesti jöfnuður í heimi. Það er langt frá því að allar hennar hugsjónir hafa komist í framkvæmd en drottin minn dýr hún hefur komið mörgu góðu til leiðar. En jæja alla vega er Katrín minn forseti og hún er frábær. Höfundur er myndlistamaður.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar