Stuðningsmaðurinn og valdið Ólöf Þorvaldsdóttir skrifar 30. maí 2024 09:31 Valdið útdeilir gæðum, það ákveður hver fær stöðuna eða styrkinn, það býður í veisluna með þeim mikilvægu og auðvitað ferðirnar og listahátíðirnar, maður minn. Valdið veitir embættið, aðstöðuna, stjórnar samtalinu, stýrir klappinu. Valdið skapar frægðina og frægðin styður valdið, ef þú klappar mér - þá klappa ég þér. Valdið opnar dyr - en lokar þeim líka. Frægð er nefnilega sjaldan ókeypis. Það á jafnt við um Marilyn Monroe sem fjölda Íslendinga. Íslenskur kálfur veit hvað til síns friðar heyrir. Frægð vekur stórar fyrirsagnir. Stóru fyrirsagnirnar segja hvorki frá óþekkta stuðningsmanninum, uppteknum í sauðburði, sjómanninum á kafi við að færa okkur fiskinn upp á diskinn né unga nemanum í prófum erlendis. Þær eru ekki valdar fyrir afskipta eldri borgarann, sem hefur ekki efni á ferð til kjörstaðar, eða öryrkjann sem hefur beðið í sjö ár eftir efndum. Stóru fyrirsagnirnar eru fræga stuðningsfólksins sem valdið valdi. Stuðningur er gjaldið fyrir kálfseldið - annars hangir skellurinn í loftinu; hurðarskellur sem sendir fólk út í kuldann og þá er eins gott að hafa sterk bein í nefi. Ég hef fylgst undanfarið með konu sem einmitt hefur sterk bein í nefi - konu sem óttast ekki skell en hefur kosið að standa við hlið þjóðarinnar, konu sem hefur kjark til að segja valdinu að heimilin skuli ganga framar auðvaldinu í orkumálum. Konu sem vill frið en ekki vopnavald. Konu sem vill auðga mannlíf og möguleika um allt land. Það er óumræðilega notalegt að geta treyst á heilindi og geta horft til þess að almenningur á Íslandi eigi ofurkonu eins og Höllu Hrund með sér í liði. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig magnaður persónuleiki hennar, mótaður af réttlætiskennd og ást á landi og þjóð snýr sér gegn þeim sem vinna gegn almannahag - og hvernig hún mun beita kröftum sínum fyrir fólkið í landinu. Ég hlakka til framtíðar með Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Valdið útdeilir gæðum, það ákveður hver fær stöðuna eða styrkinn, það býður í veisluna með þeim mikilvægu og auðvitað ferðirnar og listahátíðirnar, maður minn. Valdið veitir embættið, aðstöðuna, stjórnar samtalinu, stýrir klappinu. Valdið skapar frægðina og frægðin styður valdið, ef þú klappar mér - þá klappa ég þér. Valdið opnar dyr - en lokar þeim líka. Frægð er nefnilega sjaldan ókeypis. Það á jafnt við um Marilyn Monroe sem fjölda Íslendinga. Íslenskur kálfur veit hvað til síns friðar heyrir. Frægð vekur stórar fyrirsagnir. Stóru fyrirsagnirnar segja hvorki frá óþekkta stuðningsmanninum, uppteknum í sauðburði, sjómanninum á kafi við að færa okkur fiskinn upp á diskinn né unga nemanum í prófum erlendis. Þær eru ekki valdar fyrir afskipta eldri borgarann, sem hefur ekki efni á ferð til kjörstaðar, eða öryrkjann sem hefur beðið í sjö ár eftir efndum. Stóru fyrirsagnirnar eru fræga stuðningsfólksins sem valdið valdi. Stuðningur er gjaldið fyrir kálfseldið - annars hangir skellurinn í loftinu; hurðarskellur sem sendir fólk út í kuldann og þá er eins gott að hafa sterk bein í nefi. Ég hef fylgst undanfarið með konu sem einmitt hefur sterk bein í nefi - konu sem óttast ekki skell en hefur kosið að standa við hlið þjóðarinnar, konu sem hefur kjark til að segja valdinu að heimilin skuli ganga framar auðvaldinu í orkumálum. Konu sem vill frið en ekki vopnavald. Konu sem vill auðga mannlíf og möguleika um allt land. Það er óumræðilega notalegt að geta treyst á heilindi og geta horft til þess að almenningur á Íslandi eigi ofurkonu eins og Höllu Hrund með sér í liði. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig magnaður persónuleiki hennar, mótaður af réttlætiskennd og ást á landi og þjóð snýr sér gegn þeim sem vinna gegn almannahag - og hvernig hún mun beita kröftum sínum fyrir fólkið í landinu. Ég hlakka til framtíðar með Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun