Síðasti séns Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2024 15:45 Á laugardaginn velur Íslenska þjóðin sér nýjan forseta. Hún er svo lánsöm að fá á ný, tækifæri til að velja Höllu Tómasdóttur. Þvílík gæfa að hún skyldi velja að taka slaginn aftur. Við stöndum nú frammi fyrir því að velja aftur konu í embættið í mest spennandi forsetakosningum síðan Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin. Og við ætlum ekki að velja hvaða konu sem er. Þær sem nú standa fremstar eru í senn glæsilegar og frambærilegar en aðeins ein ber af og það er Halla Tómasdóttir. Halla hefur sýnt þjóðinni það aftur í aðdraganda þessara kosninga hversu vel hún mun standa sig sem næsti forseti Íslands. Hún hikar ekki við að taka afstöðu í erfiðum og viðkvæmum málum. Hún segir alltaf það sem henni býr í brjósti. Hún ætlar að nýta stöðu sína sem forseti til að tala máli þeirra sem minnst mega sín. Hún ætlar að vinna að málum sem snerta jafnrétti og frið í heiminum. Hún ætlar að beita sér fyrir því að við göngum ekki á auðlindir þannig að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Fyrir átta árum vorum við nokkrum dögum of sein að átta okkur á hversu frábær Halla Tómasdóttir er, en núna virðumst við vera farin að sjá ljósið. Sagt er að sígandi lukka sé best en við megum alls ekki sofna á verðinum því sigur er ekki í höfn fyrr en öll atkvæði hafa skilað sér. Því er mikilvægt að halda áfram að bera út boðskapinn og hvetja alla til að kjósa. Hver og einn þarf að skoða sitt nærumhverfi og hafa samband við sitt nánasta fólk. Ertu búin að kjósa? Íslenska þjóðin á það skilið að fá Höllu Tómasdóttur sem forseta. Við fáum núna tækifæri til að kjósa forseta sem eftir verður tekið og mun láta til sín taka. En munum að þetta er síðasta tækifærið sem við fáum til að kjósa hana. Ég hlakka til að ganga að kjörborðinu á laugardaginn, merkja við mína konu, minn forseta og vakna á sunnudaginn við þær góðu fréttir að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Á laugardaginn velur Íslenska þjóðin sér nýjan forseta. Hún er svo lánsöm að fá á ný, tækifæri til að velja Höllu Tómasdóttur. Þvílík gæfa að hún skyldi velja að taka slaginn aftur. Við stöndum nú frammi fyrir því að velja aftur konu í embættið í mest spennandi forsetakosningum síðan Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin. Og við ætlum ekki að velja hvaða konu sem er. Þær sem nú standa fremstar eru í senn glæsilegar og frambærilegar en aðeins ein ber af og það er Halla Tómasdóttir. Halla hefur sýnt þjóðinni það aftur í aðdraganda þessara kosninga hversu vel hún mun standa sig sem næsti forseti Íslands. Hún hikar ekki við að taka afstöðu í erfiðum og viðkvæmum málum. Hún segir alltaf það sem henni býr í brjósti. Hún ætlar að nýta stöðu sína sem forseti til að tala máli þeirra sem minnst mega sín. Hún ætlar að vinna að málum sem snerta jafnrétti og frið í heiminum. Hún ætlar að beita sér fyrir því að við göngum ekki á auðlindir þannig að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Fyrir átta árum vorum við nokkrum dögum of sein að átta okkur á hversu frábær Halla Tómasdóttir er, en núna virðumst við vera farin að sjá ljósið. Sagt er að sígandi lukka sé best en við megum alls ekki sofna á verðinum því sigur er ekki í höfn fyrr en öll atkvæði hafa skilað sér. Því er mikilvægt að halda áfram að bera út boðskapinn og hvetja alla til að kjósa. Hver og einn þarf að skoða sitt nærumhverfi og hafa samband við sitt nánasta fólk. Ertu búin að kjósa? Íslenska þjóðin á það skilið að fá Höllu Tómasdóttur sem forseta. Við fáum núna tækifæri til að kjósa forseta sem eftir verður tekið og mun láta til sín taka. En munum að þetta er síðasta tækifærið sem við fáum til að kjósa hana. Ég hlakka til að ganga að kjörborðinu á laugardaginn, merkja við mína konu, minn forseta og vakna á sunnudaginn við þær góðu fréttir að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar