Einstakt tækifæri Þóra Valný Yngvadóttir skrifar 31. maí 2024 19:00 Hvað gerir forseti Íslands? Hvers vegna þurfum við forseta? Þetta eru spurningar sem hafa heyrst núna þegar við erum að kjósa okkur nýjan forseta. Starf forseta Íslands er eitt af þessum störfum, þar sem sá sem því gegnir, getur mótað starfið því það býður upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytta nálgun. Þá erum við einmitt komin að þessu einstaka tækifæri. Núna höfum við tækifæri til að fá forseta sem mun starfa í þessu embætti á allt annan hátt en áður hefur verið gert. Nú höfum við forsetaframbjóðanda sem ætlar að vinna að því að sameina þjóðina með samtali. Hennar fyrsta verk verður að bjóða til sín ungt fólk á Bessastaði til að heyra þeirra sýn á framtíðina og það samfélag sem þau vilja búa í. Hún ætlar að eiga samtal við þá sem eldri eru og nýta visku þeirra og reynslu. Hún ætlar einnig að hlusta á alla aldurshópa þarna á milli, til að fá fram hvernig samfélag við viljum búa í og hvaða breytingar við viljum sjá í samfélaginu okkar. Því það er jú þannig að samfélagið okkar mótast með hverju og einu okkar. Það því einstakt tækifæri fyrir okkur öll, að fá á Bessastaði forseta sem hefur bæði hæfileika, þekkingu og reynslu af einmitt svona vinnu. Vinnu við að kalla saman marga ólíka að borðinu og fá fram þeirra sjónarmið og ná fram breytingum. Þetta gerði hún svo framúrskarandi vel, ásamt öðrum, þegar stór hópur, þverskurður íslendinga var kallaður saman í Laugardalshöll árið 2009 til að taka afstöðu til þess hvernig samfélag Íslendingar vilja byggja í framtíðinni. Niðurstaðan voru fimm grunngildi (heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti, ábyrgð) sem sammælst var um að þjóðin vildi nota sem sinn áttavita til framtíðar. Það er einmitt þessi vinna sem hún ætlar að halda áfram með og innleiða þessi gildi í samfélag okkar. Hún hefur unnið með fyrirtækjum að því að breyta áherslum þeirra frá því að vera eingöngu hagnaðardrifin í að vinna að markmiðum um hvernig fyrirtækið getur bætt líf starfsfólksins, lagt samfélaginu lið og skilað umhverfinu betra eða minnsta kosti ekki verra fyrir næstu kynslóðir. Aldrei áður hefur forsetaframbjóðandi boðið okkur svona skýrt upp á það hvað hann ætlar að gera í starfinu og hvernig við, þjóðin, munum njóta góðs af. Aldrei áður hef ég heyrt talað um að fara inn á Bessastaði með þessa vinnu í farteskinu og ákveðið hvernig eigi að halda áfram með mannlegri aðferðafræði, beinu samtali við þá sem skipta máli, samtali við þá sem ráða forsetann til starfsins, beint samtal við okkur þjóðina. Þessu einstaka tækifæri vil ég ekki missa af. Ég vil ekki missa af því að eiga forseta sem gerir hlutina öðruvísi og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir til þess. Þess vegna hvet ég okkur öll til að vera framsækin eins og við erum fræg fyrir og kjósa nýja tegund af forseta, kjósa Höllu Tómasdóttur sem forseta. Höfundur er markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Hvað gerir forseti Íslands? Hvers vegna þurfum við forseta? Þetta eru spurningar sem hafa heyrst núna þegar við erum að kjósa okkur nýjan forseta. Starf forseta Íslands er eitt af þessum störfum, þar sem sá sem því gegnir, getur mótað starfið því það býður upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytta nálgun. Þá erum við einmitt komin að þessu einstaka tækifæri. Núna höfum við tækifæri til að fá forseta sem mun starfa í þessu embætti á allt annan hátt en áður hefur verið gert. Nú höfum við forsetaframbjóðanda sem ætlar að vinna að því að sameina þjóðina með samtali. Hennar fyrsta verk verður að bjóða til sín ungt fólk á Bessastaði til að heyra þeirra sýn á framtíðina og það samfélag sem þau vilja búa í. Hún ætlar að eiga samtal við þá sem eldri eru og nýta visku þeirra og reynslu. Hún ætlar einnig að hlusta á alla aldurshópa þarna á milli, til að fá fram hvernig samfélag við viljum búa í og hvaða breytingar við viljum sjá í samfélaginu okkar. Því það er jú þannig að samfélagið okkar mótast með hverju og einu okkar. Það því einstakt tækifæri fyrir okkur öll, að fá á Bessastaði forseta sem hefur bæði hæfileika, þekkingu og reynslu af einmitt svona vinnu. Vinnu við að kalla saman marga ólíka að borðinu og fá fram þeirra sjónarmið og ná fram breytingum. Þetta gerði hún svo framúrskarandi vel, ásamt öðrum, þegar stór hópur, þverskurður íslendinga var kallaður saman í Laugardalshöll árið 2009 til að taka afstöðu til þess hvernig samfélag Íslendingar vilja byggja í framtíðinni. Niðurstaðan voru fimm grunngildi (heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti, ábyrgð) sem sammælst var um að þjóðin vildi nota sem sinn áttavita til framtíðar. Það er einmitt þessi vinna sem hún ætlar að halda áfram með og innleiða þessi gildi í samfélag okkar. Hún hefur unnið með fyrirtækjum að því að breyta áherslum þeirra frá því að vera eingöngu hagnaðardrifin í að vinna að markmiðum um hvernig fyrirtækið getur bætt líf starfsfólksins, lagt samfélaginu lið og skilað umhverfinu betra eða minnsta kosti ekki verra fyrir næstu kynslóðir. Aldrei áður hefur forsetaframbjóðandi boðið okkur svona skýrt upp á það hvað hann ætlar að gera í starfinu og hvernig við, þjóðin, munum njóta góðs af. Aldrei áður hef ég heyrt talað um að fara inn á Bessastaði með þessa vinnu í farteskinu og ákveðið hvernig eigi að halda áfram með mannlegri aðferðafræði, beinu samtali við þá sem skipta máli, samtali við þá sem ráða forsetann til starfsins, beint samtal við okkur þjóðina. Þessu einstaka tækifæri vil ég ekki missa af. Ég vil ekki missa af því að eiga forseta sem gerir hlutina öðruvísi og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir til þess. Þess vegna hvet ég okkur öll til að vera framsækin eins og við erum fræg fyrir og kjósa nýja tegund af forseta, kjósa Höllu Tómasdóttur sem forseta. Höfundur er markþjálfi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar