Íslandsbanki greiðir 570 milljóna króna sekt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2024 15:11 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. vísir Íslandsbanki hefur tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkennir að brotin séu mörg og alvarleg. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar er forsaga málsins rakin. Haustið 2022 hafi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gert vettvangsathugun sem lyti að vörnum Íslandsbanka samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ítrekuð brot „Í kjölfar hennar tilgreindi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands bankanum um tiltekna annmarka á vörnum bankans. Íslandsbanki greindi frá þessu í uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung 2023. Þá kom fram að bankinn hefði ekki andmælt niðurstöðu fjármálaeftirlitsins, og að málinu gæti lokið með sátt og greiðslu sektar. Í ársuppgjöri 2023 tilkynnti bankinn að hann hefði fært til gjalda ótilgreinda skuldbindingu í tengslum við málið,“ segir í tilkynningu. Stjórn bankans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttarboð fjármálaeftirlitsins vegna málsins sem barst bankanum síðdegis í dag. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.vísir/vilhelm „Með sáttinni fellst bankinn á það mat fjármálaeftirlitsins að brotin hafi verið mörg og varðað marga grundvallarþætti í aðgerðum gegn peningaþvættisvörnum. Þá teljist brotin alvarleg og nokkur brot ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins á fylgni bankans við lögin sem fór fram árið 2021. Jafnframt skuldbindur bankinn sig til þess að gera viðeigandi úrbætur.“ Umfangsmiklar úrbætur Brot bankans varða meðal annars áhættumat hans á starfsemi sinni vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, áhættumat á samningssamböndum og og framkvæmd áreiðanleikakannana. „Á öðrum ársfjórðungi 2024 mun Íslandsbanki gjaldfæra 470 milljónir króna vegna þessa atburðar en bankinn gjaldfærði 100 milljónir króna vegna málsins í ársuppgjöri 2023. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands mun birta sáttina í heild sinni á vefsíðu sinni. Bankinn kveðst einnig hafa ráðist í „umfangsmiklar úrbætur í samstarfi við erlent ráðgjafafyrirtæki“ þar sem stjórnskipan og verklag bankans hafi verið endurbætt. „Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar í innviðum og tæknilausnum, auk þess sem aukin áhersla hefur verið lögð á málaflokkinn hjá stjórnendum bankans. Íslandsbanki mun halda áfram að þróa og styrkja peningaþvættisvarnir bankans. Íslandsbanki Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Barbara Inga ráðin regluvörður Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. 27. október 2023 09:55 Íslandsbanki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt. 30. október 2023 11:25 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar er forsaga málsins rakin. Haustið 2022 hafi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gert vettvangsathugun sem lyti að vörnum Íslandsbanka samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ítrekuð brot „Í kjölfar hennar tilgreindi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands bankanum um tiltekna annmarka á vörnum bankans. Íslandsbanki greindi frá þessu í uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung 2023. Þá kom fram að bankinn hefði ekki andmælt niðurstöðu fjármálaeftirlitsins, og að málinu gæti lokið með sátt og greiðslu sektar. Í ársuppgjöri 2023 tilkynnti bankinn að hann hefði fært til gjalda ótilgreinda skuldbindingu í tengslum við málið,“ segir í tilkynningu. Stjórn bankans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttarboð fjármálaeftirlitsins vegna málsins sem barst bankanum síðdegis í dag. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.vísir/vilhelm „Með sáttinni fellst bankinn á það mat fjármálaeftirlitsins að brotin hafi verið mörg og varðað marga grundvallarþætti í aðgerðum gegn peningaþvættisvörnum. Þá teljist brotin alvarleg og nokkur brot ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins á fylgni bankans við lögin sem fór fram árið 2021. Jafnframt skuldbindur bankinn sig til þess að gera viðeigandi úrbætur.“ Umfangsmiklar úrbætur Brot bankans varða meðal annars áhættumat hans á starfsemi sinni vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, áhættumat á samningssamböndum og og framkvæmd áreiðanleikakannana. „Á öðrum ársfjórðungi 2024 mun Íslandsbanki gjaldfæra 470 milljónir króna vegna þessa atburðar en bankinn gjaldfærði 100 milljónir króna vegna málsins í ársuppgjöri 2023. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands mun birta sáttina í heild sinni á vefsíðu sinni. Bankinn kveðst einnig hafa ráðist í „umfangsmiklar úrbætur í samstarfi við erlent ráðgjafafyrirtæki“ þar sem stjórnskipan og verklag bankans hafi verið endurbætt. „Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar í innviðum og tæknilausnum, auk þess sem aukin áhersla hefur verið lögð á málaflokkinn hjá stjórnendum bankans. Íslandsbanki mun halda áfram að þróa og styrkja peningaþvættisvarnir bankans.
Íslandsbanki Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Barbara Inga ráðin regluvörður Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. 27. október 2023 09:55 Íslandsbanki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt. 30. október 2023 11:25 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Barbara Inga ráðin regluvörður Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. 27. október 2023 09:55
Íslandsbanki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt. 30. október 2023 11:25