Íslandsbanki greiðir 570 milljóna króna sekt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2024 15:11 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. vísir Íslandsbanki hefur tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkennir að brotin séu mörg og alvarleg. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar er forsaga málsins rakin. Haustið 2022 hafi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gert vettvangsathugun sem lyti að vörnum Íslandsbanka samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ítrekuð brot „Í kjölfar hennar tilgreindi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands bankanum um tiltekna annmarka á vörnum bankans. Íslandsbanki greindi frá þessu í uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung 2023. Þá kom fram að bankinn hefði ekki andmælt niðurstöðu fjármálaeftirlitsins, og að málinu gæti lokið með sátt og greiðslu sektar. Í ársuppgjöri 2023 tilkynnti bankinn að hann hefði fært til gjalda ótilgreinda skuldbindingu í tengslum við málið,“ segir í tilkynningu. Stjórn bankans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttarboð fjármálaeftirlitsins vegna málsins sem barst bankanum síðdegis í dag. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.vísir/vilhelm „Með sáttinni fellst bankinn á það mat fjármálaeftirlitsins að brotin hafi verið mörg og varðað marga grundvallarþætti í aðgerðum gegn peningaþvættisvörnum. Þá teljist brotin alvarleg og nokkur brot ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins á fylgni bankans við lögin sem fór fram árið 2021. Jafnframt skuldbindur bankinn sig til þess að gera viðeigandi úrbætur.“ Umfangsmiklar úrbætur Brot bankans varða meðal annars áhættumat hans á starfsemi sinni vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, áhættumat á samningssamböndum og og framkvæmd áreiðanleikakannana. „Á öðrum ársfjórðungi 2024 mun Íslandsbanki gjaldfæra 470 milljónir króna vegna þessa atburðar en bankinn gjaldfærði 100 milljónir króna vegna málsins í ársuppgjöri 2023. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands mun birta sáttina í heild sinni á vefsíðu sinni. Bankinn kveðst einnig hafa ráðist í „umfangsmiklar úrbætur í samstarfi við erlent ráðgjafafyrirtæki“ þar sem stjórnskipan og verklag bankans hafi verið endurbætt. „Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar í innviðum og tæknilausnum, auk þess sem aukin áhersla hefur verið lögð á málaflokkinn hjá stjórnendum bankans. Íslandsbanki mun halda áfram að þróa og styrkja peningaþvættisvarnir bankans. Íslandsbanki Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Barbara Inga ráðin regluvörður Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. 27. október 2023 09:55 Íslandsbanki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt. 30. október 2023 11:25 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar er forsaga málsins rakin. Haustið 2022 hafi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gert vettvangsathugun sem lyti að vörnum Íslandsbanka samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ítrekuð brot „Í kjölfar hennar tilgreindi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands bankanum um tiltekna annmarka á vörnum bankans. Íslandsbanki greindi frá þessu í uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung 2023. Þá kom fram að bankinn hefði ekki andmælt niðurstöðu fjármálaeftirlitsins, og að málinu gæti lokið með sátt og greiðslu sektar. Í ársuppgjöri 2023 tilkynnti bankinn að hann hefði fært til gjalda ótilgreinda skuldbindingu í tengslum við málið,“ segir í tilkynningu. Stjórn bankans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttarboð fjármálaeftirlitsins vegna málsins sem barst bankanum síðdegis í dag. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.vísir/vilhelm „Með sáttinni fellst bankinn á það mat fjármálaeftirlitsins að brotin hafi verið mörg og varðað marga grundvallarþætti í aðgerðum gegn peningaþvættisvörnum. Þá teljist brotin alvarleg og nokkur brot ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins á fylgni bankans við lögin sem fór fram árið 2021. Jafnframt skuldbindur bankinn sig til þess að gera viðeigandi úrbætur.“ Umfangsmiklar úrbætur Brot bankans varða meðal annars áhættumat hans á starfsemi sinni vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, áhættumat á samningssamböndum og og framkvæmd áreiðanleikakannana. „Á öðrum ársfjórðungi 2024 mun Íslandsbanki gjaldfæra 470 milljónir króna vegna þessa atburðar en bankinn gjaldfærði 100 milljónir króna vegna málsins í ársuppgjöri 2023. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands mun birta sáttina í heild sinni á vefsíðu sinni. Bankinn kveðst einnig hafa ráðist í „umfangsmiklar úrbætur í samstarfi við erlent ráðgjafafyrirtæki“ þar sem stjórnskipan og verklag bankans hafi verið endurbætt. „Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar í innviðum og tæknilausnum, auk þess sem aukin áhersla hefur verið lögð á málaflokkinn hjá stjórnendum bankans. Íslandsbanki mun halda áfram að þróa og styrkja peningaþvættisvarnir bankans.
Íslandsbanki Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Barbara Inga ráðin regluvörður Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. 27. október 2023 09:55 Íslandsbanki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt. 30. október 2023 11:25 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Barbara Inga ráðin regluvörður Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. 27. október 2023 09:55
Íslandsbanki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt. 30. október 2023 11:25