Dóttir Jolie og Pitt vill ekki heita Pitt lengur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 15:42 Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt vakti heimsathygli á sínum tíma. AP Shiloh Nouvel Jolie-Pitt, dóttir stjörnuparsins fyrrverandi, Brad Pitt og Angelinu Jolie, sótti um að láta fjarlægja ættarnafn föður síns, Pitt, á átján ára afmælisdaginn sinn í liðinni viku. Dóttirin lagði inn umsókn í héraðsdóm Los Angeles í Kaliforníuríki um að nafni hennar yrði breytt í Shiloh Nouvel Jolie, að því er kemur fram í umfjöllun Los Angeles Times. Átján ára afmælisdagur hennar var mánudaginn 27. maí. Parið fyrrverandi á sex börn og er Shiloh sú þriðja elsta. Hún er fyrst barnanna til þess að sækja um nafnbreytingu til þess að láta fjarlægja nafn föður síns en nokkur þeirra hafa hætt að nota nafnið síðustu ár án þess að láta fjarlægja það endanlega. Sakaður um ofbeldi gegn börnunum Jolie og Pitt gengu í hjónaband árið 2014 en tveimur árum síðar sótti Jolie um skilnað. Nokkrum dögum eftir að málið rataði í heimsfréttirnar hóf Alríkislögreglan í Bandaríkjunum (FBI) rannsókn á Brad Pitt, en hann hafði verið ásakaður um að hafa beitt börn þeirra líkamlegu ofbeldi. Eftir tveggja mánaða rannsókn var Pitt hreinsaður af ásökununum og rannsókninni hætt. Hvort ásakanirnar séu ástæða þess að dóttir þeirra vill láta fjarlægja nafn föður síns úr nafninu sínu liggur ekki fyrir. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt vakti heimsathygli og Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30 Jolie og Pitt senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna skilnaðarins Fyrsta sameiginlega yfirlýsing þeirra frá því greint var frá því í september að þau væru að skilja. 10. janúar 2017 19:38 Jolie segir Pitt skíthræddan um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins Það er allt á suðupunkti í skilnaðarmáli leikaranna. 5. janúar 2017 12:30 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Sjá meira
Dóttirin lagði inn umsókn í héraðsdóm Los Angeles í Kaliforníuríki um að nafni hennar yrði breytt í Shiloh Nouvel Jolie, að því er kemur fram í umfjöllun Los Angeles Times. Átján ára afmælisdagur hennar var mánudaginn 27. maí. Parið fyrrverandi á sex börn og er Shiloh sú þriðja elsta. Hún er fyrst barnanna til þess að sækja um nafnbreytingu til þess að láta fjarlægja nafn föður síns en nokkur þeirra hafa hætt að nota nafnið síðustu ár án þess að láta fjarlægja það endanlega. Sakaður um ofbeldi gegn börnunum Jolie og Pitt gengu í hjónaband árið 2014 en tveimur árum síðar sótti Jolie um skilnað. Nokkrum dögum eftir að málið rataði í heimsfréttirnar hóf Alríkislögreglan í Bandaríkjunum (FBI) rannsókn á Brad Pitt, en hann hafði verið ásakaður um að hafa beitt börn þeirra líkamlegu ofbeldi. Eftir tveggja mánaða rannsókn var Pitt hreinsaður af ásökununum og rannsókninni hætt. Hvort ásakanirnar séu ástæða þess að dóttir þeirra vill láta fjarlægja nafn föður síns úr nafninu sínu liggur ekki fyrir. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt vakti heimsathygli og Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30 Jolie og Pitt senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna skilnaðarins Fyrsta sameiginlega yfirlýsing þeirra frá því greint var frá því í september að þau væru að skilja. 10. janúar 2017 19:38 Jolie segir Pitt skíthræddan um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins Það er allt á suðupunkti í skilnaðarmáli leikaranna. 5. janúar 2017 12:30 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Sjá meira
Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30
Jolie og Pitt senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna skilnaðarins Fyrsta sameiginlega yfirlýsing þeirra frá því greint var frá því í september að þau væru að skilja. 10. janúar 2017 19:38
Jolie segir Pitt skíthræddan um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins Það er allt á suðupunkti í skilnaðarmáli leikaranna. 5. janúar 2017 12:30