Tryggvi Hrafn eftir sigur Vals í Frostaskjóli: „Þetta var hálfpartinn furðulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 21:30 Tryggvi Hrafn kemur sér í skotstöðu. Vísir/Anton Brink „Ég segi bara allt gott, þetta var hálfpartinn furðulegt. Það var 2-0 fyrir þeim eftir 5 mínútur en einhvern veginn endum við á að vera svekktir að vera ekki með meira en tveggja marka forystu í hálfleik,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson eftir ótrúlegan sigur Vals á KR í Bestu deild karla í fótbolta. KR tók á móti Val í stórleik 10. umferðar Bestu deildarinnar. Heimamenn í KR komust 2-0 yfir strax í upphafi leiks en svo ekki söguna meir. Valur skoraði fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 2-4 í hálfleik. „Þeir eru betri í seinni hálfleik en auðvelda þetta fyrir okkur með því að fá rautt,“ sagði Tryggvi Hrafn um síðari hálfleikinn en Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR sá rautt og þar með var leiknum endanlega lokið, lokatölur í Frostaskjóli 3-5. Finnur Tómas sá rautt.Vísir/Anton Brink „Þeir skapa sér samt ekkert og við fáum færin þrátt fyrir að vera ekki að spila vel. Þeir eru síðan ofan á í baráttunni þrátt fyrir að vera manni færri. Við siglum þessu samt heim og ég er mjög sáttur með það.“ „Við vorum að fá fullt af sénsum, sérstaklega með því að fara á bakvið þá og þá töluvert vinstra megin hjá mér. Það er búið að ganga brösuglega í byrjun móts að skora svo ég vill ekki vera of frekur, tek tveimur mörkum og þremur stigum,“ sagði Skagamaðurinn en hann hefði hæglega getað skorað þrennu í kvöld. Þessi snerting hér endaði í netinu.Vísir/Anton Brink Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jóhannsson voru ekki með Val í kvöld. Tryggvi Hrafn sagði að þar færu tveir af bestu leikmönnum deildarinnar en sigur kvöldsins hefði sýnt hversu mikilvægt það væri að vera með stóran, sterkan og breiðan hóp. „Þetta var engin flugaeldasýning spilalega séð. Við vorum góðir í skyndisóknum, þetta var mikið af löngum boltum og vinna seinni bolta. Eitthvað sem við þurfum að gera þegar við spilum á svona völlum. Við gerðum vel í dag, sóttum hratt á þá og skoruðum fimm.“ Mark í uppsiglingu.Vísir/Anton Brink „Völlurinn er allt í lagi en það er erfitt að reikna með hvert boltinn er að fara þegar hann á jörðinni, getur skoppað upp og því um líkt. Þetta er bara hluti af þessu, maður aðlagar sig að því hvernig völlurinn er. Það er spilaður öðruvísi bolti á grasi en gervigrasi,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum við Gunnlaug Jónsson. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
KR tók á móti Val í stórleik 10. umferðar Bestu deildarinnar. Heimamenn í KR komust 2-0 yfir strax í upphafi leiks en svo ekki söguna meir. Valur skoraði fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 2-4 í hálfleik. „Þeir eru betri í seinni hálfleik en auðvelda þetta fyrir okkur með því að fá rautt,“ sagði Tryggvi Hrafn um síðari hálfleikinn en Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR sá rautt og þar með var leiknum endanlega lokið, lokatölur í Frostaskjóli 3-5. Finnur Tómas sá rautt.Vísir/Anton Brink „Þeir skapa sér samt ekkert og við fáum færin þrátt fyrir að vera ekki að spila vel. Þeir eru síðan ofan á í baráttunni þrátt fyrir að vera manni færri. Við siglum þessu samt heim og ég er mjög sáttur með það.“ „Við vorum að fá fullt af sénsum, sérstaklega með því að fara á bakvið þá og þá töluvert vinstra megin hjá mér. Það er búið að ganga brösuglega í byrjun móts að skora svo ég vill ekki vera of frekur, tek tveimur mörkum og þremur stigum,“ sagði Skagamaðurinn en hann hefði hæglega getað skorað þrennu í kvöld. Þessi snerting hér endaði í netinu.Vísir/Anton Brink Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jóhannsson voru ekki með Val í kvöld. Tryggvi Hrafn sagði að þar færu tveir af bestu leikmönnum deildarinnar en sigur kvöldsins hefði sýnt hversu mikilvægt það væri að vera með stóran, sterkan og breiðan hóp. „Þetta var engin flugaeldasýning spilalega séð. Við vorum góðir í skyndisóknum, þetta var mikið af löngum boltum og vinna seinni bolta. Eitthvað sem við þurfum að gera þegar við spilum á svona völlum. Við gerðum vel í dag, sóttum hratt á þá og skoruðum fimm.“ Mark í uppsiglingu.Vísir/Anton Brink „Völlurinn er allt í lagi en það er erfitt að reikna með hvert boltinn er að fara þegar hann á jörðinni, getur skoppað upp og því um líkt. Þetta er bara hluti af þessu, maður aðlagar sig að því hvernig völlurinn er. Það er spilaður öðruvísi bolti á grasi en gervigrasi,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum við Gunnlaug Jónsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06