Segir VG leita að tilefni til að slíta samstarfinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2024 14:37 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, lýsti andrúmsloftinu á Alþingi í ræðu sem hún fór með undir liðnum störf þingsins. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gerði stöðu og líf ríkistjórnarinnar að umfjöllunarefni í þinginu í dag undir liðnum störf þingsins. Þingið dró sig í hlé til að gefa forsetakosningunum svigrúm en Þorbjörg segir í ræðu sinni að þau rólegheit hafi verið algjört „svikalogn“ því ríkisstjórnarsamstarfið hangi á bláþræði líkt og hún komst að orði. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður VG, sagði, eins og frægt er orðið, af sér embætti forsætisráðherra til að blanda sér í forsetaslaginn en Halla Tómasdóttir sigraði kosningarnar um liðna helgi. „Hafi einhver verið í vafa um það hvort tengsl væru á milli forsetakosninga og ríkisstjórnarsamstarfsins blasir svarið við núna þegar við komum til baka inn í þingið. Hér er bókstaflega hægt að skera loftið eftir úrslitin.“ Þorbjörg Sigríður lýsti andrúmsloftinu í þinginu með þessum hætti í ræðu sinni. RÚV greindi í gærkvöldi frá niðurstöðu könnunar á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýndi að Vinstri hreyfingin-grænt framboð væri með 3,3 prósent fylgi og myndi þannig ekki komast inn á þing ef þetta væri niðurstaða alþingiskosninga. Segir VG leita að leið út Þorbjörg sagði þetta endurspeglast í samskiptum stjórnarflokkanna og að VG leiti nú að tilefni til að yfirgefa samstarfið. „Við finnum líka að að minnsta kosti einn ríkisstjórnarflokkanna er núna farinn að þefa uppi móðganir og tilefni til að sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. VG situr kannski við ríkisstjórnarborðið og skoðar það hvort servíéttubrotið sé rangt.“ Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd í morgun en Þorbjörg segir í stað umræðu um hvaða mál verði hægt að klára þurfi þingmenn að horfast í augu við að mun stærri pólitísk spurning sé um hvort ríkisstjórnin muni „klára sig sjálfa“ á fyrstu dögum júní mánaðar. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 „Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. 4. júní 2024 11:46 Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. 4. júní 2024 12:05 Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. 4. júní 2024 06:26 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Þingið dró sig í hlé til að gefa forsetakosningunum svigrúm en Þorbjörg segir í ræðu sinni að þau rólegheit hafi verið algjört „svikalogn“ því ríkisstjórnarsamstarfið hangi á bláþræði líkt og hún komst að orði. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður VG, sagði, eins og frægt er orðið, af sér embætti forsætisráðherra til að blanda sér í forsetaslaginn en Halla Tómasdóttir sigraði kosningarnar um liðna helgi. „Hafi einhver verið í vafa um það hvort tengsl væru á milli forsetakosninga og ríkisstjórnarsamstarfsins blasir svarið við núna þegar við komum til baka inn í þingið. Hér er bókstaflega hægt að skera loftið eftir úrslitin.“ Þorbjörg Sigríður lýsti andrúmsloftinu í þinginu með þessum hætti í ræðu sinni. RÚV greindi í gærkvöldi frá niðurstöðu könnunar á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýndi að Vinstri hreyfingin-grænt framboð væri með 3,3 prósent fylgi og myndi þannig ekki komast inn á þing ef þetta væri niðurstaða alþingiskosninga. Segir VG leita að leið út Þorbjörg sagði þetta endurspeglast í samskiptum stjórnarflokkanna og að VG leiti nú að tilefni til að yfirgefa samstarfið. „Við finnum líka að að minnsta kosti einn ríkisstjórnarflokkanna er núna farinn að þefa uppi móðganir og tilefni til að sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. VG situr kannski við ríkisstjórnarborðið og skoðar það hvort servíéttubrotið sé rangt.“ Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd í morgun en Þorbjörg segir í stað umræðu um hvaða mál verði hægt að klára þurfi þingmenn að horfast í augu við að mun stærri pólitísk spurning sé um hvort ríkisstjórnin muni „klára sig sjálfa“ á fyrstu dögum júní mánaðar.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 „Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. 4. júní 2024 11:46 Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. 4. júní 2024 12:05 Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. 4. júní 2024 06:26 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56
„Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. 4. júní 2024 11:46
Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. 4. júní 2024 12:05
Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. 4. júní 2024 06:26