Mikilvæg mál föst vegna „störukeppni“ ríkisstjórnarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 22:25 Sigmar vill að þingviljinn fái að ráða ef ríkisstjórninn nær ekki að komast að samkomulagi. Vísir/Arnar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið. Sigmar segir í ræðu sinni á Alþingi í dag að augljóst væri að VG tækju sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann segir það ekki vera sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gangi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna. Líklega sé meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum á þingi. „Við höfum séð það auðvitað núna eftir að VG fór ða hefja þessa naflaskoðun sína um það hvort þau væru vinstri flokkur. Þeir hafa verið að gefa það í skyn að þeir væru að fara að stoppa lögreglulögin. Það hefur síðan auðvitað keðjuverkandi áhrif á önnur lög,“ segir Sigmar. „Við erum með stór mál undir í þinginu, mikilvæg fyrir þjóðarheill og við viljum ekki að þetta sé allt stopp bara vegna þess að menn eru fastir í því að stjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Það er allt í lagi að láta þingviljann ráða ef það er meirihluti fyrir einhverjum málum. Eins og ég tel að það sé í lögreglulögunum, mannréttindastofnun og fleiri slíkum málum,“ bætir hann við. Ólíkir flokkar með ólíkar skoðanir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gott mál að Viðreisnarliðar vilji „greiða fyrir góðum málum“ en tekur ekki undir með Sigmari um störukeppnina svokölluðu. Ríkisstjórnarflokkarnir séu með sterkar og ólíkar skoðanir á hlutunum. „Það auðvitað ekki að koma neinum á óvart að svo ólíkir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn þurfi á þessum tímapúnkti að setjast niður og sjá hvar mál eru stödd í nefnd. Og hversu langt þau eru komin og hvað er raunhæft að klára. Það er hlutverk okkar í ríkisstjórn og inni á þingi að ná lendingu í því,“ segir Hildur. Þá segir Hildur að athugasemdir Sigmars komi úr nokkuð harðri átt þar sem þingmenn Viðreisnar hafi ekki náð að koma sér saman innbyrðis um atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið á dögunum. „Þingmenn Viðreisnar voru tvist og bast á gulum, rauðum og grænum í einstaka greinum í því frumvarpi. Og það var þó innan sama þingflokks. Þannig ég myndi kannski ráðleggja Sigmari að einbeita sér að eigin þingflokki. Það á ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórnin er núna bara í þeirri vegferð að reyna að ná lendingu í hvernig þinglokin geta litið út,“ segir Hildur. Sama hvaðan gott kemur Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum Hildar segir Sigmar að það sé sama hvaðan gott kemur. Þriðja umræða um útlendingamálin sé ekki búin og enn eigi eftir að greiða atkvæði um frumvarpið í heild sinni. „Við erum ofureinfaldlega að benda á það að það gerist of oft hér í þinginu að mál stöðvast sem þingmeirihluti er fyrir bara vegna þess að einhver einn flokkur í ríkisstjórninni notar neitunarvald á hina flokkana. Okkur finnst að það eigi ekki að vinna þannig þegar svona mörg mikilvæg mál eru undir,“ segir Sigmar. „Við eigum bara að koma góðum málum í gegn í þágu fólksins í landinu og láta það vera útgangspúnktinn en ekki einhverjar krytur innan stjórnarsamstarfsins,“ bætir hann við. Stefna á að ljúka þingi fjórtánda Hvenær stefnið þið á að ljúka þinginu? „Hérna eru 63 einstaklingar í þessu húsi með miklar skoðanir og ólíkar. Þannig að núna er bara verkefnið að ná saman. Við stefnum á fjórtánda og með góðu samstarfi á það að vera hægt. En ef ekki þá er okkur ekkert að vanbúnaði í stjórnarmeirihlutanum að vera hér eins lengi og þarf til að koma góðum málum áfram fyrir samfélagið,“ segir Hildur. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira
Sigmar segir í ræðu sinni á Alþingi í dag að augljóst væri að VG tækju sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann segir það ekki vera sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gangi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna. Líklega sé meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum á þingi. „Við höfum séð það auðvitað núna eftir að VG fór ða hefja þessa naflaskoðun sína um það hvort þau væru vinstri flokkur. Þeir hafa verið að gefa það í skyn að þeir væru að fara að stoppa lögreglulögin. Það hefur síðan auðvitað keðjuverkandi áhrif á önnur lög,“ segir Sigmar. „Við erum með stór mál undir í þinginu, mikilvæg fyrir þjóðarheill og við viljum ekki að þetta sé allt stopp bara vegna þess að menn eru fastir í því að stjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Það er allt í lagi að láta þingviljann ráða ef það er meirihluti fyrir einhverjum málum. Eins og ég tel að það sé í lögreglulögunum, mannréttindastofnun og fleiri slíkum málum,“ bætir hann við. Ólíkir flokkar með ólíkar skoðanir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gott mál að Viðreisnarliðar vilji „greiða fyrir góðum málum“ en tekur ekki undir með Sigmari um störukeppnina svokölluðu. Ríkisstjórnarflokkarnir séu með sterkar og ólíkar skoðanir á hlutunum. „Það auðvitað ekki að koma neinum á óvart að svo ólíkir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn þurfi á þessum tímapúnkti að setjast niður og sjá hvar mál eru stödd í nefnd. Og hversu langt þau eru komin og hvað er raunhæft að klára. Það er hlutverk okkar í ríkisstjórn og inni á þingi að ná lendingu í því,“ segir Hildur. Þá segir Hildur að athugasemdir Sigmars komi úr nokkuð harðri átt þar sem þingmenn Viðreisnar hafi ekki náð að koma sér saman innbyrðis um atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið á dögunum. „Þingmenn Viðreisnar voru tvist og bast á gulum, rauðum og grænum í einstaka greinum í því frumvarpi. Og það var þó innan sama þingflokks. Þannig ég myndi kannski ráðleggja Sigmari að einbeita sér að eigin þingflokki. Það á ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórnin er núna bara í þeirri vegferð að reyna að ná lendingu í hvernig þinglokin geta litið út,“ segir Hildur. Sama hvaðan gott kemur Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum Hildar segir Sigmar að það sé sama hvaðan gott kemur. Þriðja umræða um útlendingamálin sé ekki búin og enn eigi eftir að greiða atkvæði um frumvarpið í heild sinni. „Við erum ofureinfaldlega að benda á það að það gerist of oft hér í þinginu að mál stöðvast sem þingmeirihluti er fyrir bara vegna þess að einhver einn flokkur í ríkisstjórninni notar neitunarvald á hina flokkana. Okkur finnst að það eigi ekki að vinna þannig þegar svona mörg mikilvæg mál eru undir,“ segir Sigmar. „Við eigum bara að koma góðum málum í gegn í þágu fólksins í landinu og láta það vera útgangspúnktinn en ekki einhverjar krytur innan stjórnarsamstarfsins,“ bætir hann við. Stefna á að ljúka þingi fjórtánda Hvenær stefnið þið á að ljúka þinginu? „Hérna eru 63 einstaklingar í þessu húsi með miklar skoðanir og ólíkar. Þannig að núna er bara verkefnið að ná saman. Við stefnum á fjórtánda og með góðu samstarfi á það að vera hægt. En ef ekki þá er okkur ekkert að vanbúnaði í stjórnarmeirihlutanum að vera hér eins lengi og þarf til að koma góðum málum áfram fyrir samfélagið,“ segir Hildur.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira