Stöðvum störukeppnina Sigmar Guðmundsson skrifar 6. júní 2024 08:01 Það er verulega áhugavert að fylgjast með ríkisstjórnarflokkunum reyna af veikum mætti að halda þessu stjórnarsamstarfi gangandi eftir forsetakosningarnar. Það ríkir fullkomin óvissa um framgang stórra mála á Alþingi vegna þess að flokkarnir koma sér ekki saman um hvað skuli klára. Það sem er þó merkilegast af öllu er að Vinstri hreyfingin grænt framboð virðist vera búin að fatta að hreyfingin er til vinstri. Formaður VG og þingmenn flokksins taka nú skýra afstöðu gegn Sjálfstæðisflokknum í hverju málinu á fætur öðru. Formaður vinstri flokksins vill fara „vel til vinstri“ og augljóst er að nú á að taka sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum. Það segir sig sjálft að stjórnarsamstarf sem gengur út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna er ekki sjálfbært fyrir þjóðina. Það á ekki að vera sjálfgefið að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars, óháð því hvort þingmeirihluti sé fyrir þeim eða ekki. Á þetta höfum við í Viðreisn oft bent. Það er skýr þingmeirihluti fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum og neitunarvald eins stjórnarflokkanna á ekki að koma í veg fyrir það. Það er að líkindum þingmeirihluti fyrir því að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæsluna og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn, þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn, bæði til að efla löggæslu í landinu og þar með almannaöryggi, og ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er. Rétt eins og í orkumálunum þá er Viðreisn til í samtal við aðra flokka á þingi, óháð víglínum stjórnar og stjórnarandstöðu, um þau mál sem brýnt er að samþykkja áður þingi verður slitið. Sú pattstaða sem uppi er vegna ósættis innan stjórnarliðsins bitnar á hagsmunum almennings. Störukeppninni þarf að ljúka. Látum reyna á vilja þingsins, óháð því hvað einstaka stjórnarflokki kann að finnast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er verulega áhugavert að fylgjast með ríkisstjórnarflokkunum reyna af veikum mætti að halda þessu stjórnarsamstarfi gangandi eftir forsetakosningarnar. Það ríkir fullkomin óvissa um framgang stórra mála á Alþingi vegna þess að flokkarnir koma sér ekki saman um hvað skuli klára. Það sem er þó merkilegast af öllu er að Vinstri hreyfingin grænt framboð virðist vera búin að fatta að hreyfingin er til vinstri. Formaður VG og þingmenn flokksins taka nú skýra afstöðu gegn Sjálfstæðisflokknum í hverju málinu á fætur öðru. Formaður vinstri flokksins vill fara „vel til vinstri“ og augljóst er að nú á að taka sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum. Það segir sig sjálft að stjórnarsamstarf sem gengur út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna er ekki sjálfbært fyrir þjóðina. Það á ekki að vera sjálfgefið að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars, óháð því hvort þingmeirihluti sé fyrir þeim eða ekki. Á þetta höfum við í Viðreisn oft bent. Það er skýr þingmeirihluti fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum og neitunarvald eins stjórnarflokkanna á ekki að koma í veg fyrir það. Það er að líkindum þingmeirihluti fyrir því að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæsluna og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn, þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn, bæði til að efla löggæslu í landinu og þar með almannaöryggi, og ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er. Rétt eins og í orkumálunum þá er Viðreisn til í samtal við aðra flokka á þingi, óháð víglínum stjórnar og stjórnarandstöðu, um þau mál sem brýnt er að samþykkja áður þingi verður slitið. Sú pattstaða sem uppi er vegna ósættis innan stjórnarliðsins bitnar á hagsmunum almennings. Störukeppninni þarf að ljúka. Látum reyna á vilja þingsins, óháð því hvað einstaka stjórnarflokki kann að finnast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun