Geirfuglar og flámæli Pétur Már Sigurjónsson skrifar 6. júní 2024 20:00 Í skoðanagreinum á Vísi deila Sigríður Hagalín Björnsdóttir (4. júní) og Þór Saari (5. júní) skoðunum sínum á stöðu íslenskunnar með tilliti til málnotkunar á RÚV og meintri skrumskælingu á málinu sem á sér stað þar. Sigríður líkir aðförinni að málnotkun á RÚV (og e.t.v. víðar í samfélaginu) við geirfuglinn, en Þór telur líkinguna ekki halda vatni þar sem ekki sé rétt farið með sögulegar staðreyndir. Hér verður því lagt út frá annarri líkingu til stuðnings við málflutning Sigríðar. Ísland hefur orð á sér innan félagsmálvísinda fyrir að vera afturhaldssamt í umhirðu tungumálsins (sjá t.d. Spolsky, 2010). Það kemur sjálfsagt engum á óvart þar sem Íslendingar stæra sig oft af þessu. Við getum lesið Íslendingasögurnar. Við notum ekki tökuorð heldur búum til okkar eigin orð. Við leyfum foreldrum ekki að nefna börnin sín hvað sem þeim sýnist, að hluta til vegna reglna um beygingarkerfi. Þetta skapar tungumæalinu sérstöðu og vel getur verið að þetta hafi orðið til þess að íslenskan er enn sterk í dag þrátt fyrir smæð sína. Í þessari upptalningu er hins vegar ekki allt með felldu. Íslendingasögurnar getum við vissulega lesið, en málið er ekki hægt að leggja til jafns við nútímaíslensku. Ef skoðaðar eru vinsælar útgáfur af Íslendingasögum sem gefnar eru út af Forlaginu sést í textalýsingu „[t]extinn er ritaður með nútímastafsetningu, orða- og efnisskýringar fylgja“. Það segir okkur að í raun séum við að lesa þýðingu á textanum. Slíkrar þýðingar væri tæpast þörf ef að málið væri svo að segja óbreytt. Sömuleiðis er ekki hægt að segja að íslenskan hafi þróast í orðfræðilegu tómarúmi. Framkoma okkar við tungumálið litast hins vegar mikið af þessari hugmyndafræði sem segir að vegna þess að tungumálið okkar er svo hreint og ósnert þá verðum við að umgangast það eins og tímalaust listaverk sem ekki má rispa, snerta, eða skilja eftir í sólarljósi. Listaverkið er hins vegar enn í bígerð. Það er flókið alþýðulistaverk sem ber merki um ólík stílbrögð og tíðaranda, og breytist og þróast. Orðræðan sem er síendurtekin er að verið sé að breyta íslenskunni með handafli og eyðileggja íslenskuna vegna þess að sumir fréttamenn og þáttastjórnendur kjósa að nota hvorugkyn meira í sinni umfjöllun, s.s. að nota orðið fólk frekar en orðið maður. Í umræðunni er líka jafnan bent á að í íslensku séu nú þegar þrjú málfræðileg kyn og því algjörlega óþarft að gera breytingar á einu né neinu. Þessi rök eru sérstaklega slæm þar sem hvergi er til tals að breyta málfræðilegu kyni íslenskunnar. Í það minnsta eru aldrei tekin dæmi þar sem kyni orða er bókstaflega breytt, hins vegar eru gjarnan notuð hvorugkynsorð þegar vísað er til hópa fólks, sem samræmist reglum íslenskunnar. Það virðist hins vegar ekki samræmast máltilfinningu allra. Það væri nærtækara að segja að verið sé að reyna að breyta íslenskunni með handafli þegar fyrrverandi og núverandi þingmenn og ráðherrar setja opinberlega út á notkun orða og orðfæris sem er fullkomlega íslenskt, fullkomlega skiljanlegt, og fullkomlega nothæft. Þá erum við farin að endurtaka söguna og markvisst stöðva smávægilegar breytingar á þeim forsendum að þær séu ónáttúrulegar. Á síðari hluta 19. aldar kom fram hljóðbreyting í íslensku hið svokallaða flámæli. Flámæli lýsir sér sem svo að löngu sérhljóðin „i“ eins og í svið og „u“ eins og í „snuð“ færast úr stað og verða líkari „e“ og „ö“, þar eð svið verður sveð og snuð verður snöð. Þessi breyting náði talsverðri útbreiðslu á fyrri hluta 20. aldar, sérstaklega á suðvesturhorninu, á Austfjörðum og í Húnavatnssýslum. En flámæli þótti nú ekki góð eða falleg íslenska. Því var ráðist í allsherjar átak til að sporna við útbreiðslu flámælis, sem varð til þess að þessi mállýskutilbrigði þekkjast tæpast í dag. Þetta dæmi er valið þar sem Þór segir í grein sinni „Vissulega þróast tungumál, en þau gera það yfirleitt af sjálfu sér hægt og yfir langan tíma og þar skipta erlend áhrif höfuðmáli“. Það er í stórum dráttum réttur málflutningur, en þó eru undantekningar til staðar, eins og sýnidæmið um flámæli undirstrikar. Málbreytingar gerast því af sjálfu sér yfir tíma og eru náttúrulegar, nema fólk í valdastöðu sé ósátt við breytinguna og þá er þá markvisst reynt að slaufa henni til að þóknast þeirra máltilfinningu. Aukinheldur er gott að halda til haga að það að ákveðin orð taki yfir á kostnað annarra er ekki stórvægileg málbreyting í eiginlegum skilningi. Til dæmis, ef við gefum okkur að orðið piltur hafi verið algengasta orðið yfir unga drengi áður fyrr, þá er ekki kvartað yfir málbreytingu vegna þess að strákur sé meira notað í dag. Þetta litast öllu heldur af tíðarandanum hverju sinni. Það er frábært hvað okkur Íslendingum er annt um tungumálið og erum tilbúin að eiga skoðanaskipti um hvað sé vel gert og illa gert í notkun tungumálsins. Hinar ýmsu skoðanagreinar hafa verið ritaðar í blöðin í gegnum tíðina þar sem höfundar benda á hve mikið íslenskan á undir högg að sækja vegna þess að þau hafa orðið vör við notkun sem ekki samræmist þeirra eigin máltilfinningu. Til dæmis má nefna pistil í Morgunblaðinu frá 27. júlí 1914 þar sem Ólafur Björnsson gagnrýnir notkun orðanna „vöntun“, „eyðileggur“, „skriffinnska“ og „aðvörun“ og segir að sá sem slík orð noti „spilli [...] ízlensku máli“, og er málflutningurinn ekki mjög ólíkur þeim sem viðgengst í dag. Þó getur verið að þessari orku í þágu íslenskunnar sé betur varið í að sameinast í átaki til að upphefja alls konar íslensku og að kappkosta að koma henni að sem víðast. Talsetjum barnaefni og textum kvikmyndir. Búum til íslenskt TikTok- og YouTube-efni. Hættum að agnúast yfir málnotkun sem ekki samræmist okkar máltilfinningu og gleðjumst yfir hvers kyns notkun tungumálsins. Höfundur er kennari og doktorsnemi í málvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Geirfuglar Sigríðar Hagalín Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. 5. júní 2024 09:01 Um flug geirfuglsins Á þessum degi, 4. júní, fyrir réttum 180 árum, sigldi hópur manna frá Höfnum í þeim göfuga tilgangi að varðveita íslenska geirfuglinn. Þeir klifu fertugan hamar Eldeyjar, fundu þar tvo geirfugla á klettasnös og sneru þá úr hálsliðnum, fluttu síðan hræin með sér til lands og komu þeim í hendur Siemsens kaupmanns í Reykjavík. 4. júní 2024 08:00 Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í skoðanagreinum á Vísi deila Sigríður Hagalín Björnsdóttir (4. júní) og Þór Saari (5. júní) skoðunum sínum á stöðu íslenskunnar með tilliti til málnotkunar á RÚV og meintri skrumskælingu á málinu sem á sér stað þar. Sigríður líkir aðförinni að málnotkun á RÚV (og e.t.v. víðar í samfélaginu) við geirfuglinn, en Þór telur líkinguna ekki halda vatni þar sem ekki sé rétt farið með sögulegar staðreyndir. Hér verður því lagt út frá annarri líkingu til stuðnings við málflutning Sigríðar. Ísland hefur orð á sér innan félagsmálvísinda fyrir að vera afturhaldssamt í umhirðu tungumálsins (sjá t.d. Spolsky, 2010). Það kemur sjálfsagt engum á óvart þar sem Íslendingar stæra sig oft af þessu. Við getum lesið Íslendingasögurnar. Við notum ekki tökuorð heldur búum til okkar eigin orð. Við leyfum foreldrum ekki að nefna börnin sín hvað sem þeim sýnist, að hluta til vegna reglna um beygingarkerfi. Þetta skapar tungumæalinu sérstöðu og vel getur verið að þetta hafi orðið til þess að íslenskan er enn sterk í dag þrátt fyrir smæð sína. Í þessari upptalningu er hins vegar ekki allt með felldu. Íslendingasögurnar getum við vissulega lesið, en málið er ekki hægt að leggja til jafns við nútímaíslensku. Ef skoðaðar eru vinsælar útgáfur af Íslendingasögum sem gefnar eru út af Forlaginu sést í textalýsingu „[t]extinn er ritaður með nútímastafsetningu, orða- og efnisskýringar fylgja“. Það segir okkur að í raun séum við að lesa þýðingu á textanum. Slíkrar þýðingar væri tæpast þörf ef að málið væri svo að segja óbreytt. Sömuleiðis er ekki hægt að segja að íslenskan hafi þróast í orðfræðilegu tómarúmi. Framkoma okkar við tungumálið litast hins vegar mikið af þessari hugmyndafræði sem segir að vegna þess að tungumálið okkar er svo hreint og ósnert þá verðum við að umgangast það eins og tímalaust listaverk sem ekki má rispa, snerta, eða skilja eftir í sólarljósi. Listaverkið er hins vegar enn í bígerð. Það er flókið alþýðulistaverk sem ber merki um ólík stílbrögð og tíðaranda, og breytist og þróast. Orðræðan sem er síendurtekin er að verið sé að breyta íslenskunni með handafli og eyðileggja íslenskuna vegna þess að sumir fréttamenn og þáttastjórnendur kjósa að nota hvorugkyn meira í sinni umfjöllun, s.s. að nota orðið fólk frekar en orðið maður. Í umræðunni er líka jafnan bent á að í íslensku séu nú þegar þrjú málfræðileg kyn og því algjörlega óþarft að gera breytingar á einu né neinu. Þessi rök eru sérstaklega slæm þar sem hvergi er til tals að breyta málfræðilegu kyni íslenskunnar. Í það minnsta eru aldrei tekin dæmi þar sem kyni orða er bókstaflega breytt, hins vegar eru gjarnan notuð hvorugkynsorð þegar vísað er til hópa fólks, sem samræmist reglum íslenskunnar. Það virðist hins vegar ekki samræmast máltilfinningu allra. Það væri nærtækara að segja að verið sé að reyna að breyta íslenskunni með handafli þegar fyrrverandi og núverandi þingmenn og ráðherrar setja opinberlega út á notkun orða og orðfæris sem er fullkomlega íslenskt, fullkomlega skiljanlegt, og fullkomlega nothæft. Þá erum við farin að endurtaka söguna og markvisst stöðva smávægilegar breytingar á þeim forsendum að þær séu ónáttúrulegar. Á síðari hluta 19. aldar kom fram hljóðbreyting í íslensku hið svokallaða flámæli. Flámæli lýsir sér sem svo að löngu sérhljóðin „i“ eins og í svið og „u“ eins og í „snuð“ færast úr stað og verða líkari „e“ og „ö“, þar eð svið verður sveð og snuð verður snöð. Þessi breyting náði talsverðri útbreiðslu á fyrri hluta 20. aldar, sérstaklega á suðvesturhorninu, á Austfjörðum og í Húnavatnssýslum. En flámæli þótti nú ekki góð eða falleg íslenska. Því var ráðist í allsherjar átak til að sporna við útbreiðslu flámælis, sem varð til þess að þessi mállýskutilbrigði þekkjast tæpast í dag. Þetta dæmi er valið þar sem Þór segir í grein sinni „Vissulega þróast tungumál, en þau gera það yfirleitt af sjálfu sér hægt og yfir langan tíma og þar skipta erlend áhrif höfuðmáli“. Það er í stórum dráttum réttur málflutningur, en þó eru undantekningar til staðar, eins og sýnidæmið um flámæli undirstrikar. Málbreytingar gerast því af sjálfu sér yfir tíma og eru náttúrulegar, nema fólk í valdastöðu sé ósátt við breytinguna og þá er þá markvisst reynt að slaufa henni til að þóknast þeirra máltilfinningu. Aukinheldur er gott að halda til haga að það að ákveðin orð taki yfir á kostnað annarra er ekki stórvægileg málbreyting í eiginlegum skilningi. Til dæmis, ef við gefum okkur að orðið piltur hafi verið algengasta orðið yfir unga drengi áður fyrr, þá er ekki kvartað yfir málbreytingu vegna þess að strákur sé meira notað í dag. Þetta litast öllu heldur af tíðarandanum hverju sinni. Það er frábært hvað okkur Íslendingum er annt um tungumálið og erum tilbúin að eiga skoðanaskipti um hvað sé vel gert og illa gert í notkun tungumálsins. Hinar ýmsu skoðanagreinar hafa verið ritaðar í blöðin í gegnum tíðina þar sem höfundar benda á hve mikið íslenskan á undir högg að sækja vegna þess að þau hafa orðið vör við notkun sem ekki samræmist þeirra eigin máltilfinningu. Til dæmis má nefna pistil í Morgunblaðinu frá 27. júlí 1914 þar sem Ólafur Björnsson gagnrýnir notkun orðanna „vöntun“, „eyðileggur“, „skriffinnska“ og „aðvörun“ og segir að sá sem slík orð noti „spilli [...] ízlensku máli“, og er málflutningurinn ekki mjög ólíkur þeim sem viðgengst í dag. Þó getur verið að þessari orku í þágu íslenskunnar sé betur varið í að sameinast í átaki til að upphefja alls konar íslensku og að kappkosta að koma henni að sem víðast. Talsetjum barnaefni og textum kvikmyndir. Búum til íslenskt TikTok- og YouTube-efni. Hættum að agnúast yfir málnotkun sem ekki samræmist okkar máltilfinningu og gleðjumst yfir hvers kyns notkun tungumálsins. Höfundur er kennari og doktorsnemi í málvísindum.
Geirfuglar Sigríðar Hagalín Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. 5. júní 2024 09:01
Um flug geirfuglsins Á þessum degi, 4. júní, fyrir réttum 180 árum, sigldi hópur manna frá Höfnum í þeim göfuga tilgangi að varðveita íslenska geirfuglinn. Þeir klifu fertugan hamar Eldeyjar, fundu þar tvo geirfugla á klettasnös og sneru þá úr hálsliðnum, fluttu síðan hræin með sér til lands og komu þeim í hendur Siemsens kaupmanns í Reykjavík. 4. júní 2024 08:00
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar