Bjarni vill fjölga meðmælendum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. júní 2024 07:30 Bjarni hefur boðað formenn flokka á fund í dag vegna stjórnarskrárbreytinga Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. Í samtali við mbl segist Bjarni þeirrar skoðunar að auka ætti meðmælandafjölda sem þurfi til að bjóða fram í forsetakosningum. „Ég efast ekki um að þeir frambjóðendur sem höfðu mestan stuðning í forsetakosningunum hefðu farið létt með að komast yfir hærri þröskuld en þann sem er í dag,“ segir Bjarni. Fimmtán hundruð undirskrifir þarf til að bjóða sig fram til embættis forseta en hækkun á þeim fjölda hefur reglulega komið til tals. Meðal þess sem lagt var til í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, um stjórnarskrárbreytingar var að meðmælafjöldi yrði 2,5 prósent Íslendinga í stað 1500. Frumvarpið hlaut ekki þinglega meðferð árið 2021. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt Alþingi fyrir að hafa ekki enn breytt ákvæðinu um fjölda meðmæla er Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Ísland. Hann sagði í upphafi árs að það drægi stórlega úr virðingu forsetaembættisins hversu fáar undirskriftir þyrfti. „Það er góð spurning af hverju þessu hefur ekki verið breytt og það er í rauninni mikil sorgarsaga. Það verður að skrifast á reikning þingsins og reikning sérstaklega þingmeirihlutans á hverjum tíma og ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma sem er náttúrulega leiðandi um það að svona breytingar séu gerðar,“ sagði Ólafur. Tólf voru í framboði til forseta í nýafstöðnum kosningum. Sex frambjóðendur fengu minna en 1500 atkvæði, en þau fengu samanlagt 3.010 atkvæði, alls 1,41 prósent atkvæða. Flest atkvæði, af þessum sex, fékk Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem fékk 1.383 atkvæði. Næstflest fékk Ástþór Magnússon með 465 atkvæði og svo Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 394 atkvæði. Viktor Traustason fékk svo aðeins færri en Ásdís Rán eða 392 atkvæði. Helga Þórisdóttir fékk svo 275 atkvæði en fæst atkvæði fékk Eiríkur Ingi Jóhannsson sem fékk 101 atkvæði. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Í samtali við mbl segist Bjarni þeirrar skoðunar að auka ætti meðmælandafjölda sem þurfi til að bjóða fram í forsetakosningum. „Ég efast ekki um að þeir frambjóðendur sem höfðu mestan stuðning í forsetakosningunum hefðu farið létt með að komast yfir hærri þröskuld en þann sem er í dag,“ segir Bjarni. Fimmtán hundruð undirskrifir þarf til að bjóða sig fram til embættis forseta en hækkun á þeim fjölda hefur reglulega komið til tals. Meðal þess sem lagt var til í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, um stjórnarskrárbreytingar var að meðmælafjöldi yrði 2,5 prósent Íslendinga í stað 1500. Frumvarpið hlaut ekki þinglega meðferð árið 2021. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt Alþingi fyrir að hafa ekki enn breytt ákvæðinu um fjölda meðmæla er Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Ísland. Hann sagði í upphafi árs að það drægi stórlega úr virðingu forsetaembættisins hversu fáar undirskriftir þyrfti. „Það er góð spurning af hverju þessu hefur ekki verið breytt og það er í rauninni mikil sorgarsaga. Það verður að skrifast á reikning þingsins og reikning sérstaklega þingmeirihlutans á hverjum tíma og ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma sem er náttúrulega leiðandi um það að svona breytingar séu gerðar,“ sagði Ólafur. Tólf voru í framboði til forseta í nýafstöðnum kosningum. Sex frambjóðendur fengu minna en 1500 atkvæði, en þau fengu samanlagt 3.010 atkvæði, alls 1,41 prósent atkvæða. Flest atkvæði, af þessum sex, fékk Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem fékk 1.383 atkvæði. Næstflest fékk Ástþór Magnússon með 465 atkvæði og svo Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 394 atkvæði. Viktor Traustason fékk svo aðeins færri en Ásdís Rán eða 392 atkvæði. Helga Þórisdóttir fékk svo 275 atkvæði en fæst atkvæði fékk Eiríkur Ingi Jóhannsson sem fékk 101 atkvæði.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15