Óumtalaði Alkemistinn Vagn Margeir Smelt skrifar 7. júní 2024 13:31 Þessi skoðanagrein er sérstaklega fyrir hinn almenna borgara, en einnig fyrir sérfræðingana og nútíma hagfræðingana sem eru of nálægt skóginum til að sjá trén. Mér þykir oft skrýtið hversu fáir átta sig á því að mannfólkið hefur fyrir þó nokkru leyst hina dularfullu ráðgátu sem Alkemistar forðum eyddu allri sinni ævi í að leysa. Fyrir þau okkar sem hafa skoðað þessi mál, þá sýnum við þó skilning á hvers vegna það er; tungumál okkar hefur einfaldlega ekki enn fengið merkingafræðilega „uppfærslu“. Alkemía Alkemía (tekið úr arabísku: al-kimia) var ferli sem fól í sér að reyna að umbreyta málmum í gull. Þetta er ferli sem hefur átt hug margra, ekki bara vegna þess að gull hafði þjónað hlutverki peninga í árþúsundir, heldur einnig vegna meðfylgjandi hugmyndar um lengingu lífs okkar „lífselíxír”. Hin furðulega list alkemíu virðist vissulega ólíkleg til árangurs við fyrstu sýn, þá sérstaklega í ljósi þess hve erfitt það er að breyta atómbyggingu frumefna, en hún er þrátt fyrir það ekki ómöguleg. Isaac Newton var einn af þeim merku einstaklingum úr sögunni sem hafa reynt fyrir sér í lausn á þessari dularfullu ráðgátu og reyndi hann fyrir sér í henni, árangurslaust, í nærri þrjá áratugi. Það var hinsvegar á meðan hann sinnti hlutverki sínu sem meistari konunglegu myntarinnar í London, sem Newton setti fram tillögu að því að tengja gull við silfur á föstu gengi. Af Newton sjálfum óafvitandi, lagði þessi hugmynd grunninn að lausn við leyndardóm alkemíu. Það eina sem þurfti í viðbót var einfalt handbragð. Peningar Við höfum svo gott sem gleymt því að gull var, fyrst og fremst, peningar. Gull er ekkert annað en fyrirbæri sem er með eiginleika sem henta peningum vel; það endist vel, það er einkennandi í uppbyggingu og erfitt að falsa, en fyrst og fremst þá býr það yfir skorti. Það er jafnvel svo sjaldgæft að allt uppgrafið magn gulls fyllir svæði tenings sem er einungis ~22m á allar hliðar. Eignarhald á gulli táknaði, einfaldlega, gnægð; það táknaði auðvelt eignarhald á nær öllu því sem fólk vildi; mat, búskap, húsnæði o.s.frv. Það er því engin furða að saga mannkyns er full af fjársjóðum uppbyggðum af gulli og töfralegum hugmyndum um að geta framleitt þennan fjársjóð að vild. Goðsögnin um hönd Mídasar, El Dorado, gullna flísin og auðvitað alkemía. Það sem stendur upp úr við þessar sögur er sú staðreynd að þær snúast allar sérstaklega um gull; gull en ekki rauðar rósir, silfur, eða bleikar perlur. Þær snúast sérstaklega um gull vegna peningalegra eiginleika gulls og þar af helst að það bjó yfir skorti. Þessi sjaldgæfni gulls er án efa sá eiginleiki sem gerði gull eftirsóknarvert og er ástæða þess að fólk ímyndaði sér töfralegan mátt að geta framleitt það að vild. Það sem fylgir hinsvegar sjaldnast sögunum er einmitt hver framvindan yrði ef fólk fengi óhindraðan mátt til þess að framleiða þessa peninga. Það sem virðist nokkuð víst er að ef gull yrði jafn algengt og almennir fjörusteinar, þá væri það ekki jafn verðmætt og það hefði líklega misst hlutverk sitt sem peningar. Ef það eru engar hömlur á framleiðslu, eins og t.d. námugröftur og vinnsla, þá hefði sá sem bar þennan mátt líklega valdið offramboði á gullinu og í leiðinni, stolið virði frá þeim sem áttu nú þegar gull. Handbragðið með gullfæti Á fyrri hluta tuttugustu aldar höfðu mörg ríki heimsins tekið gull eignarnámi af einstaklingum og fyrirtækjum og var eignarhald á því gert ólöglegt. Í staðinn voru gefnir út seðlar; miðar sem áttu að tákna virði gulls. Í tilraun til þess að endurreisa alþjóðlega efnahagskerfið undir lok síðari heimsstyrjaldar, var nýr gullfótur settur. Kerfið tengdi dollarann við gull með föstu gengi og svo aðra gjaldmiðla við dollarann. Í stað silfur-fasta, líkt og hjá gullfæti Newton, þá var auðveldlega framleiddur pappír orðinn tengdur gullinu með föstu gengi. Kerfið lifði í tæp þrjátíu ár áður en Richard Nixon, fyrrum forseti Bandaríkjanna, tók dollarann af gullfæti í viðbrögðum við kostnaði af stríðinu í Víetnam. Hann framleiddi umfram magn af seðlunum miðað við gullið og hrinti þar með af stað kerfinu sem nú er til staðar. Þetta er handbragðið sem átti sér stað; handbragðið sem tók rétt rúmlega fimmtíu ár í framkvæmd; handbragðið sem fól í sér virðis-færslu frá gulli til ríkisútgefinna miða. Í árþúsundir hafði fólk talið gull verðmætt vegna ákveðinna eiginleika, en vegna þvingunar höfðu seðlarnir sjálfir nú tekið við þessu virði. Þessi ákvörðun eins manns gaf ríkjum og lánastofnunum þennan magnaða mátt Alkemistans; máttinn að framleiða peninga upp úr þurru, að eigin vild. Nú í dag eru þessar stofnanir komnar með stafræna útgáfu af þessum seðlunum og er framleiðsla á þeim er orðin eins auðveld og að rita tölustafi í reiknivél. Huliðsskikkja tungumálsins Við erum að mörgu leyti plötuð af tungumálinu. Daglega tekur fólk húsnæðislán, bílalán, námslán og almenn neyslulán og við notumst svo við kreditkort fyrir daglega neyslu, en í sannleika sagt er ekkert af þessu „lán“, þar sem skilgreining á „láni” felur í sér eignarhald fyrst. Ef „Jóna” ætlar, til dæmis, að lána vini sínum pott og pönnu, þá þarf Jóna augljóslega að eiga pott og pönnu fyrst. Hjá viðskiptabönkum á þetta ekki við þar sem viðskiptabankar þurfa alls ekki að eiga fyrir útlánum sínum; bindiskylda bankanna var lengi 0%, en er nú nýlega 3%. Rétt eins og sú staðreynd að útgjöld ríkisins eru ekki skorðuð við skattinnheimtu, þar sem ríkið sjálft getur tekið „lán”, þá eru bankar sömuleiðis ekki skorðaðir við uppsafnaðan sjóð sem þeir lána hluta úr, eins og margir ímynda sér ferlið. Bankar eru einfaldlega að framleiða peninga í sömu andrá og útlán eru veitt og svo krefjast þeir gjalda í formi vaxta fyrir „vinnu“ sína sem lántakandi þarf að greiða til baka til viðbótar við höfuðstól. Nú þegar „lán” á ekki lengur við, hvarflar eflaust að mörgum hvaða nýyrði er hægt að skapa sem nær yfir þetta ferli. Hinsvegar er ekkert nýyrði þarft, þar sem við eigum nú þegar orð sem er með tilvísun í þessa merkingu; orð sem nær vel yfir „töfralega framleiðslu peninga”. Við verðum því að kalla fyrirbærið réttum nöfnum; þetta er einfaldlega alkemía og framleiðendur peninganna eru nútíma „Alkemistar” . Tungumálið varðandi lánaferlið er ekki það eina sem platar. Fjármálastofnanir, bankar og ríki eru heiti og hugtök sem við notum í samhengi við starfsemi þeirra, en við virðumst þó vera nokkuð skilyrt í því hvernig við hugsum um þau. Það virðist nefnilega oft látið kyrrt liggja að í grunninn eru þetta einfaldlega hópur fólks. Hópur fólks með sín gildi, vilja, val, fordóma og hagsmuni, og það sem meira er, aðgang að leyndardómum alkemíunnar; með öðrum orðum, aðgang að framleiðslu peninga. Staðreyndin er sú að við fæðumst einfaldlega inn í kerfi sem notar ákveðin gjaldmiðil sem mælieiningu á virði og við lifum og mótumst með því kerfi; atvik og atburðarásir innan kerfisins virðast í okkar augum eðlileg þar sem við þekkjum ekkert annað. Við erum orðin alltof vön fyrirbærum eins og hárri verðbólgu, bankahruni og spillingu innan fjármálastofnana. Þessi fyrirbæri eru samt sem áður langt frá því að vera eðlileg framvinda í heilbrigðu samfélagi; þau eru einfaldlega aukaverkanir þess að peningar okkar eru auðveldlega framleiddir og að hispurslaus framleiðsla þeirra er í höndum þessa „hóps fólks”. Lífselíxír Sagan um „lífselíxír” er ekki bara ævintýrasaga. Hún hefur vissulega fengið goðsagnakenndan blæ, en sé inntak sögunnar skoðað þá virðist það beinlínis satt að það sem við notum sem peninga hefur töluverð áhrif á líf okkar, hvort sem er gæði eða lengd þess. Tími okkar hér er það verðmætasta sem við eigum og ekkert okkar veit hversu lengi lífið varir. Sá samnefnari sem oft er settur á milli peninga og tíma er ekki gerður af handahófi; forsenda þess að eignast peninga og eiga fyrir nauðsynjum er, fyrir flest okkar, að finna vinnu og sinna því starfi. Fórnarkostnaðurinn við þetta er tími. Tími sem mörg okkar myndum kjósa að eyða öðruvísi; tími sem mörg okkar telja betur varið í að sinna áhugamálum eða með því fólki sem við elskum. Þegar það er ekki lengur hægt að spara í peningunum og þegar þessi tætingslegi, meingallaði peningur er notaður sem mælieining á virði, þá er tími okkar og orka hreinlega að fara á mis og ýtir það undir skammtíma hugsun. Óáræðanleiki mælieiningarinnar gerir okkur fyrst og fremst erfitt fyrir að mæla virði tíma okkar og að ákvarða hvernig ætti best að ráðstafa honum; rétt eins og sleitulausar breytingar á lengd tommustokksins myndi gera smiðnum erfitt fyrir í mælingum. Á sama veg og offramleiðsla á gullinu yrði til þess að gullið missir virði sitt, þá er framleiðsla nútíma alkemista á peningunum einnig að taka virði frá okkur hinum sem eigum þessa peninga. Þetta er það sem verðbólga á að mæla og hún skapast, óneitanlega, þegar magn í umferð er að aukast óhóflega; þegar Seðlabanki og viðskiptabankar skapa inneignir. Þessu er að mörgu leyti hægt að líkja við næturþjófa; þeir koma og taka nokkra hluti, oftast nógu fáa til þess að við tökum ekki eftir því strax, en með tímanum verðum við hinsvegar vör við breytingar; kostnaður við kaffibolla, bíómiða og olíu á bílinn er farið að vega ansi þungt og sé tímaramminn stækkaður enn meir verður ljóst að aurarnir hennar langömmu, fjársjóður hennar, eru orðnir gagnslausir; jafnvel svo mikið að þeir eru teknir úr umferð. Okkar raunverulegi lífselíxír býr í þeim peningum sem halda virði sínu yfir tíma hvað best og veltur það fyrst og fremst á hversu sjaldgæfir þeir eru; skortur var það sem leyfði gulli að halda virði sínu. Skortur var ástæða þess að Newton eyddi ævi sinni í tilraunir á framleiðslu á þessu efni og skortur er ástæða þess að saga okkar er full af sögum um gullfjársjóði og töfralega framleiðslugetu. Við erum að mörgu leiti eins og sérfræðingar okkar, nútíma hagfræðingarnir, sem eru of nálægt skóginum til að sjá trén; við þurfum einfaldlega að taka nokkur skref aftur á bak og grandskoða þetta fyrirbæri sem við köllum „peninga”. Um leið og við gerum það, þá verður það bersýnilegt hversu óskilvirkt, ósanngjarnt og í alla staði fráleitt þetta fjármálakerfi okkar er. Handan valdboðsgjaldmiðla Merkingafræðileg uppfærsla á ferlum innan fjármálakerfis okkar er vonandi til þess gerð að við áttum okkur betur á göllum þess og í leiðinni stjakar hún okkur af stað í leit af betri lausnum. Það sem blasir við mér er hversu mikilvægur eiginleiki „skortur” er fyrir þetta fyrirbæri sem við köllum peninga og þegar framleiðslan er í höndum „hóps fólks”, þá er hvatinn til að nota mátt alkemíu hreinlega of sterkur. Ef við ímyndum okkur peninga sem byggju yfir fullkomnum skorti, þá myndu þeir gera alla okkar útreikninga auðveldari; þeir myndu gera peningastefnuna fyrirsjáanlega, sem leyfir okkur að hugsa og plana til lengri tíma. Þeir myndu leyfa okkur að spara og ráðstafa takmarkaða tíma okkar betur samhliða því. Peningar sem byggju yfir fullkomnum skorti væru ekki auðveldlega framleiddir; þeir myndu kosta orku eða vinnu í framleiðslu og geta því ekki orðið Alkemistum að bráð. Svoleiðis peningar væru þannig gerðir að framleiðslan sjálf væri ekki háð vilja „hóps fólks”, heldur væri hún ákveðinn fasti, jafnvel bundin kóða. Svoleiðis peningar geta raunverulega geymt virði þess tíma sem við höfum fórnað fyrir vinnu og hjálpað okkur að skapa svigrúm til að sinna því sem við teljum mikilvægast. Þetta er sú lausn sem við ættum að sækjast eftir; Þetta eru þeir peningar sem við þurfum. Höfundur er heimspekimenntaður, athugull áhorfandi að fjármálakerfinu og er, eins og margir, að standa í mánaðarlegum greiðslum til Alkemistana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármálafyrirtæki Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi skoðanagrein er sérstaklega fyrir hinn almenna borgara, en einnig fyrir sérfræðingana og nútíma hagfræðingana sem eru of nálægt skóginum til að sjá trén. Mér þykir oft skrýtið hversu fáir átta sig á því að mannfólkið hefur fyrir þó nokkru leyst hina dularfullu ráðgátu sem Alkemistar forðum eyddu allri sinni ævi í að leysa. Fyrir þau okkar sem hafa skoðað þessi mál, þá sýnum við þó skilning á hvers vegna það er; tungumál okkar hefur einfaldlega ekki enn fengið merkingafræðilega „uppfærslu“. Alkemía Alkemía (tekið úr arabísku: al-kimia) var ferli sem fól í sér að reyna að umbreyta málmum í gull. Þetta er ferli sem hefur átt hug margra, ekki bara vegna þess að gull hafði þjónað hlutverki peninga í árþúsundir, heldur einnig vegna meðfylgjandi hugmyndar um lengingu lífs okkar „lífselíxír”. Hin furðulega list alkemíu virðist vissulega ólíkleg til árangurs við fyrstu sýn, þá sérstaklega í ljósi þess hve erfitt það er að breyta atómbyggingu frumefna, en hún er þrátt fyrir það ekki ómöguleg. Isaac Newton var einn af þeim merku einstaklingum úr sögunni sem hafa reynt fyrir sér í lausn á þessari dularfullu ráðgátu og reyndi hann fyrir sér í henni, árangurslaust, í nærri þrjá áratugi. Það var hinsvegar á meðan hann sinnti hlutverki sínu sem meistari konunglegu myntarinnar í London, sem Newton setti fram tillögu að því að tengja gull við silfur á föstu gengi. Af Newton sjálfum óafvitandi, lagði þessi hugmynd grunninn að lausn við leyndardóm alkemíu. Það eina sem þurfti í viðbót var einfalt handbragð. Peningar Við höfum svo gott sem gleymt því að gull var, fyrst og fremst, peningar. Gull er ekkert annað en fyrirbæri sem er með eiginleika sem henta peningum vel; það endist vel, það er einkennandi í uppbyggingu og erfitt að falsa, en fyrst og fremst þá býr það yfir skorti. Það er jafnvel svo sjaldgæft að allt uppgrafið magn gulls fyllir svæði tenings sem er einungis ~22m á allar hliðar. Eignarhald á gulli táknaði, einfaldlega, gnægð; það táknaði auðvelt eignarhald á nær öllu því sem fólk vildi; mat, búskap, húsnæði o.s.frv. Það er því engin furða að saga mannkyns er full af fjársjóðum uppbyggðum af gulli og töfralegum hugmyndum um að geta framleitt þennan fjársjóð að vild. Goðsögnin um hönd Mídasar, El Dorado, gullna flísin og auðvitað alkemía. Það sem stendur upp úr við þessar sögur er sú staðreynd að þær snúast allar sérstaklega um gull; gull en ekki rauðar rósir, silfur, eða bleikar perlur. Þær snúast sérstaklega um gull vegna peningalegra eiginleika gulls og þar af helst að það bjó yfir skorti. Þessi sjaldgæfni gulls er án efa sá eiginleiki sem gerði gull eftirsóknarvert og er ástæða þess að fólk ímyndaði sér töfralegan mátt að geta framleitt það að vild. Það sem fylgir hinsvegar sjaldnast sögunum er einmitt hver framvindan yrði ef fólk fengi óhindraðan mátt til þess að framleiða þessa peninga. Það sem virðist nokkuð víst er að ef gull yrði jafn algengt og almennir fjörusteinar, þá væri það ekki jafn verðmætt og það hefði líklega misst hlutverk sitt sem peningar. Ef það eru engar hömlur á framleiðslu, eins og t.d. námugröftur og vinnsla, þá hefði sá sem bar þennan mátt líklega valdið offramboði á gullinu og í leiðinni, stolið virði frá þeim sem áttu nú þegar gull. Handbragðið með gullfæti Á fyrri hluta tuttugustu aldar höfðu mörg ríki heimsins tekið gull eignarnámi af einstaklingum og fyrirtækjum og var eignarhald á því gert ólöglegt. Í staðinn voru gefnir út seðlar; miðar sem áttu að tákna virði gulls. Í tilraun til þess að endurreisa alþjóðlega efnahagskerfið undir lok síðari heimsstyrjaldar, var nýr gullfótur settur. Kerfið tengdi dollarann við gull með föstu gengi og svo aðra gjaldmiðla við dollarann. Í stað silfur-fasta, líkt og hjá gullfæti Newton, þá var auðveldlega framleiddur pappír orðinn tengdur gullinu með föstu gengi. Kerfið lifði í tæp þrjátíu ár áður en Richard Nixon, fyrrum forseti Bandaríkjanna, tók dollarann af gullfæti í viðbrögðum við kostnaði af stríðinu í Víetnam. Hann framleiddi umfram magn af seðlunum miðað við gullið og hrinti þar með af stað kerfinu sem nú er til staðar. Þetta er handbragðið sem átti sér stað; handbragðið sem tók rétt rúmlega fimmtíu ár í framkvæmd; handbragðið sem fól í sér virðis-færslu frá gulli til ríkisútgefinna miða. Í árþúsundir hafði fólk talið gull verðmætt vegna ákveðinna eiginleika, en vegna þvingunar höfðu seðlarnir sjálfir nú tekið við þessu virði. Þessi ákvörðun eins manns gaf ríkjum og lánastofnunum þennan magnaða mátt Alkemistans; máttinn að framleiða peninga upp úr þurru, að eigin vild. Nú í dag eru þessar stofnanir komnar með stafræna útgáfu af þessum seðlunum og er framleiðsla á þeim er orðin eins auðveld og að rita tölustafi í reiknivél. Huliðsskikkja tungumálsins Við erum að mörgu leyti plötuð af tungumálinu. Daglega tekur fólk húsnæðislán, bílalán, námslán og almenn neyslulán og við notumst svo við kreditkort fyrir daglega neyslu, en í sannleika sagt er ekkert af þessu „lán“, þar sem skilgreining á „láni” felur í sér eignarhald fyrst. Ef „Jóna” ætlar, til dæmis, að lána vini sínum pott og pönnu, þá þarf Jóna augljóslega að eiga pott og pönnu fyrst. Hjá viðskiptabönkum á þetta ekki við þar sem viðskiptabankar þurfa alls ekki að eiga fyrir útlánum sínum; bindiskylda bankanna var lengi 0%, en er nú nýlega 3%. Rétt eins og sú staðreynd að útgjöld ríkisins eru ekki skorðuð við skattinnheimtu, þar sem ríkið sjálft getur tekið „lán”, þá eru bankar sömuleiðis ekki skorðaðir við uppsafnaðan sjóð sem þeir lána hluta úr, eins og margir ímynda sér ferlið. Bankar eru einfaldlega að framleiða peninga í sömu andrá og útlán eru veitt og svo krefjast þeir gjalda í formi vaxta fyrir „vinnu“ sína sem lántakandi þarf að greiða til baka til viðbótar við höfuðstól. Nú þegar „lán” á ekki lengur við, hvarflar eflaust að mörgum hvaða nýyrði er hægt að skapa sem nær yfir þetta ferli. Hinsvegar er ekkert nýyrði þarft, þar sem við eigum nú þegar orð sem er með tilvísun í þessa merkingu; orð sem nær vel yfir „töfralega framleiðslu peninga”. Við verðum því að kalla fyrirbærið réttum nöfnum; þetta er einfaldlega alkemía og framleiðendur peninganna eru nútíma „Alkemistar” . Tungumálið varðandi lánaferlið er ekki það eina sem platar. Fjármálastofnanir, bankar og ríki eru heiti og hugtök sem við notum í samhengi við starfsemi þeirra, en við virðumst þó vera nokkuð skilyrt í því hvernig við hugsum um þau. Það virðist nefnilega oft látið kyrrt liggja að í grunninn eru þetta einfaldlega hópur fólks. Hópur fólks með sín gildi, vilja, val, fordóma og hagsmuni, og það sem meira er, aðgang að leyndardómum alkemíunnar; með öðrum orðum, aðgang að framleiðslu peninga. Staðreyndin er sú að við fæðumst einfaldlega inn í kerfi sem notar ákveðin gjaldmiðil sem mælieiningu á virði og við lifum og mótumst með því kerfi; atvik og atburðarásir innan kerfisins virðast í okkar augum eðlileg þar sem við þekkjum ekkert annað. Við erum orðin alltof vön fyrirbærum eins og hárri verðbólgu, bankahruni og spillingu innan fjármálastofnana. Þessi fyrirbæri eru samt sem áður langt frá því að vera eðlileg framvinda í heilbrigðu samfélagi; þau eru einfaldlega aukaverkanir þess að peningar okkar eru auðveldlega framleiddir og að hispurslaus framleiðsla þeirra er í höndum þessa „hóps fólks”. Lífselíxír Sagan um „lífselíxír” er ekki bara ævintýrasaga. Hún hefur vissulega fengið goðsagnakenndan blæ, en sé inntak sögunnar skoðað þá virðist það beinlínis satt að það sem við notum sem peninga hefur töluverð áhrif á líf okkar, hvort sem er gæði eða lengd þess. Tími okkar hér er það verðmætasta sem við eigum og ekkert okkar veit hversu lengi lífið varir. Sá samnefnari sem oft er settur á milli peninga og tíma er ekki gerður af handahófi; forsenda þess að eignast peninga og eiga fyrir nauðsynjum er, fyrir flest okkar, að finna vinnu og sinna því starfi. Fórnarkostnaðurinn við þetta er tími. Tími sem mörg okkar myndum kjósa að eyða öðruvísi; tími sem mörg okkar telja betur varið í að sinna áhugamálum eða með því fólki sem við elskum. Þegar það er ekki lengur hægt að spara í peningunum og þegar þessi tætingslegi, meingallaði peningur er notaður sem mælieining á virði, þá er tími okkar og orka hreinlega að fara á mis og ýtir það undir skammtíma hugsun. Óáræðanleiki mælieiningarinnar gerir okkur fyrst og fremst erfitt fyrir að mæla virði tíma okkar og að ákvarða hvernig ætti best að ráðstafa honum; rétt eins og sleitulausar breytingar á lengd tommustokksins myndi gera smiðnum erfitt fyrir í mælingum. Á sama veg og offramleiðsla á gullinu yrði til þess að gullið missir virði sitt, þá er framleiðsla nútíma alkemista á peningunum einnig að taka virði frá okkur hinum sem eigum þessa peninga. Þetta er það sem verðbólga á að mæla og hún skapast, óneitanlega, þegar magn í umferð er að aukast óhóflega; þegar Seðlabanki og viðskiptabankar skapa inneignir. Þessu er að mörgu leyti hægt að líkja við næturþjófa; þeir koma og taka nokkra hluti, oftast nógu fáa til þess að við tökum ekki eftir því strax, en með tímanum verðum við hinsvegar vör við breytingar; kostnaður við kaffibolla, bíómiða og olíu á bílinn er farið að vega ansi þungt og sé tímaramminn stækkaður enn meir verður ljóst að aurarnir hennar langömmu, fjársjóður hennar, eru orðnir gagnslausir; jafnvel svo mikið að þeir eru teknir úr umferð. Okkar raunverulegi lífselíxír býr í þeim peningum sem halda virði sínu yfir tíma hvað best og veltur það fyrst og fremst á hversu sjaldgæfir þeir eru; skortur var það sem leyfði gulli að halda virði sínu. Skortur var ástæða þess að Newton eyddi ævi sinni í tilraunir á framleiðslu á þessu efni og skortur er ástæða þess að saga okkar er full af sögum um gullfjársjóði og töfralega framleiðslugetu. Við erum að mörgu leiti eins og sérfræðingar okkar, nútíma hagfræðingarnir, sem eru of nálægt skóginum til að sjá trén; við þurfum einfaldlega að taka nokkur skref aftur á bak og grandskoða þetta fyrirbæri sem við köllum „peninga”. Um leið og við gerum það, þá verður það bersýnilegt hversu óskilvirkt, ósanngjarnt og í alla staði fráleitt þetta fjármálakerfi okkar er. Handan valdboðsgjaldmiðla Merkingafræðileg uppfærsla á ferlum innan fjármálakerfis okkar er vonandi til þess gerð að við áttum okkur betur á göllum þess og í leiðinni stjakar hún okkur af stað í leit af betri lausnum. Það sem blasir við mér er hversu mikilvægur eiginleiki „skortur” er fyrir þetta fyrirbæri sem við köllum peninga og þegar framleiðslan er í höndum „hóps fólks”, þá er hvatinn til að nota mátt alkemíu hreinlega of sterkur. Ef við ímyndum okkur peninga sem byggju yfir fullkomnum skorti, þá myndu þeir gera alla okkar útreikninga auðveldari; þeir myndu gera peningastefnuna fyrirsjáanlega, sem leyfir okkur að hugsa og plana til lengri tíma. Þeir myndu leyfa okkur að spara og ráðstafa takmarkaða tíma okkar betur samhliða því. Peningar sem byggju yfir fullkomnum skorti væru ekki auðveldlega framleiddir; þeir myndu kosta orku eða vinnu í framleiðslu og geta því ekki orðið Alkemistum að bráð. Svoleiðis peningar væru þannig gerðir að framleiðslan sjálf væri ekki háð vilja „hóps fólks”, heldur væri hún ákveðinn fasti, jafnvel bundin kóða. Svoleiðis peningar geta raunverulega geymt virði þess tíma sem við höfum fórnað fyrir vinnu og hjálpað okkur að skapa svigrúm til að sinna því sem við teljum mikilvægast. Þetta er sú lausn sem við ættum að sækjast eftir; Þetta eru þeir peningar sem við þurfum. Höfundur er heimspekimenntaður, athugull áhorfandi að fjármálakerfinu og er, eins og margir, að standa í mánaðarlegum greiðslum til Alkemistana.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun