Jónsósómi II – engin skuldsetning vegna 984 m.kr. hafnarframkvæmda Kristinn H. Gunnarsson skrifar 9. júní 2024 18:00 Jón Kaldal hefur dregið til baka þá röngu fullyrðingu sína að laxeldisfyrirtækin hafi farið í mál við sveitarfélögin vegna hafnagjalda. Það eru engin dæmi um slíkt. Þessu er öfugt farið. Tvisvar hafa sveitarfélög höfðað mál á hendur laxeldisfyrirækjunum vegna hafnagjalda. Öðru málinu var vísað frá dómi enda tilhæfulaust. Því var ekki áfrýjað. Í hinu málinu var gjaldskrá eldisfyrirtækja hækkuð töluvert og fyrirtækin mótmælti henni. Annað fyrirtækið greiddi ekki hækkunina og hitt greiddi með fyrirvara um lögmæti breytingarinnar. Sveitarfélagið Vesturbyggð höfðaði mál fyrir dómstólum og krafðist þess að fá hækkunina greidda. laxeldisfyrirtækið var í héraðsdómi sýknað af kröfum sveitarfélagsins. Því hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Hins vegar lítur það ekki vel út fyrir sveitarfélagið, þar sem dómurinn segir að lög heimili ekki álagningu aflagjalds á eldisfiski. Sé það svo verður aflagjaldið að byggjast á samningum milli sveitarfélagsins og eldisfyrirtækisins. Annars staðar á landinu eru ekki neinar deilur um hafnagjöldin milli fyrirtækjanna og sveitarfélaga. Í Bolungavik var opnað laxasláturhús í fyrra og þar er skriflegur samningur milli kaupstaðarins og eldisfyrirtækjanna. Niðurstaðan málsins fyrir dómstólum mun því ekki hafa nein áhrif á tekjur Bolungavíkurhafnar. Það sama mun vera upp á teningunum á Austfjörðum. Engar deilur eru þar milli laxeldisfyrirtækisins og sveitarfélaganna. Engin skuldsetning – eigið fé jókst um hálfan milljarð kr. Jón Kaldal,talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins, Icelandic wildlife fund, er samt ekki af baki dottinn og segir í svargrein sinniá visir.is: „Forsvarsfólki Vesturbyggðar var eðlilega brugðið. Sveitarfélagið hefur skuldsett sig verulega til að bæta hafnaraðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins“ Honum er mikið í mun að kasta rýrð á laxeldisfyrirtækin og draga upp þá mynd að þau fari illa með sveitarfélögin fjárhagslega. Það er liður í áróðurherferðinni gegn laxeldinu. Af þessu tilefni tók ég saman upplýsingar um hafnaframkvæmdir og rekstur í Vesturbyggð síðustu 10 árin. Reksturinn hefur gengið afar vel, einkum síðustu árin eftir að laxeldið á Vestfjörðum komst vel af stað. Rekstrarniðurstaðan varð jákvæð í 9 ár af síðustu 10 árum. Árin 2021 og 2022 varð afgangurinn nærri helmingur af tekjunum. Í fyrra lækkaði afgangurinn um liðlega 100 m.kr. einkum vegna hækkandi rekstrarkostnað. Um 50% hækkun útgjalda milli ára vekur athygli, en engar skýringar eru gefnar á því. Efnahagurinn hefur ekki síður blómgast á þessum tíu árum. Eigið fé hafnasjóðs jókst úr 26 m.kr. í lok árs 2014 í 571 m.kr. í lok árs 2023. Það hefur 22 faldast á tímabilinu. Heildarskuldirnar voru 225 m.kr. fyrir 10 árum en nú 233 m.kr. Það er töluverð raunverðslækkun að teknu tilliti til verðbólgu. Fullyrðing Jóns Kaldals þess efnis að sveitarfélagið hafi skuldsett sig verulega til þess að bæta hafnaaðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins eru staðlausir stafir. Handbært fé frá rekstri 325 m.kr. umfram kostnað Heildarframkvæmdir Vesturbyggðar við hafnaframkvæmdir í höfnunum fjórum í sveitarfélaginu síðustu 10 árin eru samkvæmt ársreikningum sveitarfélagsins 984 m.kr. Þá eru það allar framkvæmdir, en ekki bara þær sem eru vegna laxeldisins. Þar af var hlutur ríkisins 507 m.kr. og sveitarfélagið greiddi 487 m.kr. Þetta kemur fram í töflu II og þar er einnig handbært fé frá rekstri hvers árs. Eins og sjá má var það verulega hærra en hlutur sveitarfélagsins í framkvæmdakostnaði hvers árs eða samtals 812 m.kr. Handbært fé var því 325 m.kr. umfram það sem þurfti til að standa undir öllum útgjöldum hafnanna.Enda lækka skuldir hafnasjóðs að raungildi þrátt fyrir nærri milljarð króna í framkvæmdir. Tekjur af laxeldi eru uppistaðan Þegar skoðaður er hlutur laxeldisins í tekjum hafnasjóðs kemur í ljós að þær eru uppistaðan í þessari góðu afkomu, þar af er aflagjaldið langstærsti tekjuliðurinn. Árið 2022 var t.d. aflagjald af eldisfiski 195,3 m.kr.sem var 54% af öllum tekjum. Aflagjöld af öðrum fiski var 37,4 m.kr. þannig að eldisfiskurinn gaf 84% af öllum aflagjöldum þess árs. Laxeldisfyrirtækin greiða svo önnur hafnagjöld eins og aðrir notendur hafnanna en heildargreiðslur þeirra eru ekki birtar. En víst er að án laxeldisins hefði ekkert orðið eftir af 168m.kr. rekstrarafgangi hafnasjóðs það árið. 209 m.kr. í fiskeldisgjald Til viðbótar má geta þess að Vesturbyggð hefur fengið á fjórum árum samtals 209 m.kr. styrki úr Fiskeldissjóði í ýmsar þarfar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Þeir peningar koma frá laxeldisfyrirtækjunum sem greiða fiskeldisgjald í ríkissjóð. Þriðjungi þess er ráðstafað til sveitarfélaga þar sem laxeldið er stundað. Dómurinn: lítil áhrif á fjárhag Jón Kaldal vísar í ummæli fyrrvarandi bæjarstjóra Vesturbyggðar sem segir um dóm Héraðsdóms Vestfjarða: „En ef niðurstaðan verður með sambærilegum hætti hefur þetta þannig áhrif á helstu tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verða engar“ Þessi staðhæfing er mjög vafasöm. En fyrst ef sveitarfélagið vinnur málið þá munu tekjurnar hækka þar sem fyrirtækið sem ekki hefur greitt skv. gjaldskrárhækkuninni mun þá þurfa að greiða hana. Hvað hún er mikil liggur ekki fyrir. Ég myndi giska á a.m.k. 20% og tekjuaukinn gæri þá verið 7-8%. Það munar um þá fjárhæð en veldur engum straumhvörfum. En að sama skapi ef málið tapast þarf hafnasjóður að endurgreiða því fyrirtæki sem hefur greitt hækkunina með fyrirvara um lögmæti. Það gæti gróft metið verið svipuð fjárhæð. Engu að síður fjárhæð sem munar um, en fjarri öllu lagi að halda því fram að tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verði engar.Eftir sem áður verða tekjurnar miklar. Það er meira áhyggjuefni fyrir bæjarstjórann fyrrverandi hvernig stendur á um 70 m.kr. hækkun útgjalda til reksturs hafnasjóðanna á síðasta ári sem er 50% hækkun. Þjónusta en ekki skattheimta Hafa verður í huga að gjaldtaka hafnasjóða er til að standa undir þjónustu en er lögum samkvæmt ekki bein skattheimta eins og t.d. útsvar og fasteignaskattur. Það þýðir að hafnagjöldin eiga að borga kostnað við rekstur og framkvæmdir hafnanna. Laxeldið á eðlilega að greiða þann kostnað sem af starfseminni hlýst. Að sama skapi á eldið ekki að greiða umfram þann kostnað. Sem dæmi má nefna að næstu 4 árin er gert ráð fyrir um 100 m.kr. árlega í hafnaframkvæmdir. Miðað við greinargerð sem fylgir fjárhagsáætlun eru það fyrst og fremst framkvæmdir vegna aðstöðu smábáta, en Patrekshöfn er stærsta höfn landsins þegar kemur að strandveiðum.Lítið er að finna sem rekja má til laxeldisins. Sú staða að hafnasjóður er um langt árabil rekinn með tekjum langt umfram það sem þarf getur skapað kröfu frá notendum hafnanna um lækkun gjalda. Laxeldið borgar vel Niðurstaðan er skýr. Laxeldið hefur síðustu 10 árin skilað miklum tekjum til hafnasjóðs Vesturbyggðar og örugglega mun meiri tekjum en nemur þeim útgjöldum sem höfnin hefur orðið fyrir vegna eldisins. Það er ósanngjarnt og ósatt af Jóni Kaldal að reyna að sverta laxeldisfyrirtækin vegna samskipta þeirra við sveitarfélögin, en hann mun líklega halda áfram að reyna. Það verður okkar hvimleiði þakleki svo vitnað sé í biblínua. Höfundur er ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Jón Kaldal hefur dregið til baka þá röngu fullyrðingu sína að laxeldisfyrirtækin hafi farið í mál við sveitarfélögin vegna hafnagjalda. Það eru engin dæmi um slíkt. Þessu er öfugt farið. Tvisvar hafa sveitarfélög höfðað mál á hendur laxeldisfyrirækjunum vegna hafnagjalda. Öðru málinu var vísað frá dómi enda tilhæfulaust. Því var ekki áfrýjað. Í hinu málinu var gjaldskrá eldisfyrirtækja hækkuð töluvert og fyrirtækin mótmælti henni. Annað fyrirtækið greiddi ekki hækkunina og hitt greiddi með fyrirvara um lögmæti breytingarinnar. Sveitarfélagið Vesturbyggð höfðaði mál fyrir dómstólum og krafðist þess að fá hækkunina greidda. laxeldisfyrirtækið var í héraðsdómi sýknað af kröfum sveitarfélagsins. Því hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Hins vegar lítur það ekki vel út fyrir sveitarfélagið, þar sem dómurinn segir að lög heimili ekki álagningu aflagjalds á eldisfiski. Sé það svo verður aflagjaldið að byggjast á samningum milli sveitarfélagsins og eldisfyrirtækisins. Annars staðar á landinu eru ekki neinar deilur um hafnagjöldin milli fyrirtækjanna og sveitarfélaga. Í Bolungavik var opnað laxasláturhús í fyrra og þar er skriflegur samningur milli kaupstaðarins og eldisfyrirtækjanna. Niðurstaðan málsins fyrir dómstólum mun því ekki hafa nein áhrif á tekjur Bolungavíkurhafnar. Það sama mun vera upp á teningunum á Austfjörðum. Engar deilur eru þar milli laxeldisfyrirtækisins og sveitarfélaganna. Engin skuldsetning – eigið fé jókst um hálfan milljarð kr. Jón Kaldal,talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins, Icelandic wildlife fund, er samt ekki af baki dottinn og segir í svargrein sinniá visir.is: „Forsvarsfólki Vesturbyggðar var eðlilega brugðið. Sveitarfélagið hefur skuldsett sig verulega til að bæta hafnaraðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins“ Honum er mikið í mun að kasta rýrð á laxeldisfyrirtækin og draga upp þá mynd að þau fari illa með sveitarfélögin fjárhagslega. Það er liður í áróðurherferðinni gegn laxeldinu. Af þessu tilefni tók ég saman upplýsingar um hafnaframkvæmdir og rekstur í Vesturbyggð síðustu 10 árin. Reksturinn hefur gengið afar vel, einkum síðustu árin eftir að laxeldið á Vestfjörðum komst vel af stað. Rekstrarniðurstaðan varð jákvæð í 9 ár af síðustu 10 árum. Árin 2021 og 2022 varð afgangurinn nærri helmingur af tekjunum. Í fyrra lækkaði afgangurinn um liðlega 100 m.kr. einkum vegna hækkandi rekstrarkostnað. Um 50% hækkun útgjalda milli ára vekur athygli, en engar skýringar eru gefnar á því. Efnahagurinn hefur ekki síður blómgast á þessum tíu árum. Eigið fé hafnasjóðs jókst úr 26 m.kr. í lok árs 2014 í 571 m.kr. í lok árs 2023. Það hefur 22 faldast á tímabilinu. Heildarskuldirnar voru 225 m.kr. fyrir 10 árum en nú 233 m.kr. Það er töluverð raunverðslækkun að teknu tilliti til verðbólgu. Fullyrðing Jóns Kaldals þess efnis að sveitarfélagið hafi skuldsett sig verulega til þess að bæta hafnaaðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins eru staðlausir stafir. Handbært fé frá rekstri 325 m.kr. umfram kostnað Heildarframkvæmdir Vesturbyggðar við hafnaframkvæmdir í höfnunum fjórum í sveitarfélaginu síðustu 10 árin eru samkvæmt ársreikningum sveitarfélagsins 984 m.kr. Þá eru það allar framkvæmdir, en ekki bara þær sem eru vegna laxeldisins. Þar af var hlutur ríkisins 507 m.kr. og sveitarfélagið greiddi 487 m.kr. Þetta kemur fram í töflu II og þar er einnig handbært fé frá rekstri hvers árs. Eins og sjá má var það verulega hærra en hlutur sveitarfélagsins í framkvæmdakostnaði hvers árs eða samtals 812 m.kr. Handbært fé var því 325 m.kr. umfram það sem þurfti til að standa undir öllum útgjöldum hafnanna.Enda lækka skuldir hafnasjóðs að raungildi þrátt fyrir nærri milljarð króna í framkvæmdir. Tekjur af laxeldi eru uppistaðan Þegar skoðaður er hlutur laxeldisins í tekjum hafnasjóðs kemur í ljós að þær eru uppistaðan í þessari góðu afkomu, þar af er aflagjaldið langstærsti tekjuliðurinn. Árið 2022 var t.d. aflagjald af eldisfiski 195,3 m.kr.sem var 54% af öllum tekjum. Aflagjöld af öðrum fiski var 37,4 m.kr. þannig að eldisfiskurinn gaf 84% af öllum aflagjöldum þess árs. Laxeldisfyrirtækin greiða svo önnur hafnagjöld eins og aðrir notendur hafnanna en heildargreiðslur þeirra eru ekki birtar. En víst er að án laxeldisins hefði ekkert orðið eftir af 168m.kr. rekstrarafgangi hafnasjóðs það árið. 209 m.kr. í fiskeldisgjald Til viðbótar má geta þess að Vesturbyggð hefur fengið á fjórum árum samtals 209 m.kr. styrki úr Fiskeldissjóði í ýmsar þarfar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Þeir peningar koma frá laxeldisfyrirtækjunum sem greiða fiskeldisgjald í ríkissjóð. Þriðjungi þess er ráðstafað til sveitarfélaga þar sem laxeldið er stundað. Dómurinn: lítil áhrif á fjárhag Jón Kaldal vísar í ummæli fyrrvarandi bæjarstjóra Vesturbyggðar sem segir um dóm Héraðsdóms Vestfjarða: „En ef niðurstaðan verður með sambærilegum hætti hefur þetta þannig áhrif á helstu tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verða engar“ Þessi staðhæfing er mjög vafasöm. En fyrst ef sveitarfélagið vinnur málið þá munu tekjurnar hækka þar sem fyrirtækið sem ekki hefur greitt skv. gjaldskrárhækkuninni mun þá þurfa að greiða hana. Hvað hún er mikil liggur ekki fyrir. Ég myndi giska á a.m.k. 20% og tekjuaukinn gæri þá verið 7-8%. Það munar um þá fjárhæð en veldur engum straumhvörfum. En að sama skapi ef málið tapast þarf hafnasjóður að endurgreiða því fyrirtæki sem hefur greitt hækkunina með fyrirvara um lögmæti. Það gæti gróft metið verið svipuð fjárhæð. Engu að síður fjárhæð sem munar um, en fjarri öllu lagi að halda því fram að tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verði engar.Eftir sem áður verða tekjurnar miklar. Það er meira áhyggjuefni fyrir bæjarstjórann fyrrverandi hvernig stendur á um 70 m.kr. hækkun útgjalda til reksturs hafnasjóðanna á síðasta ári sem er 50% hækkun. Þjónusta en ekki skattheimta Hafa verður í huga að gjaldtaka hafnasjóða er til að standa undir þjónustu en er lögum samkvæmt ekki bein skattheimta eins og t.d. útsvar og fasteignaskattur. Það þýðir að hafnagjöldin eiga að borga kostnað við rekstur og framkvæmdir hafnanna. Laxeldið á eðlilega að greiða þann kostnað sem af starfseminni hlýst. Að sama skapi á eldið ekki að greiða umfram þann kostnað. Sem dæmi má nefna að næstu 4 árin er gert ráð fyrir um 100 m.kr. árlega í hafnaframkvæmdir. Miðað við greinargerð sem fylgir fjárhagsáætlun eru það fyrst og fremst framkvæmdir vegna aðstöðu smábáta, en Patrekshöfn er stærsta höfn landsins þegar kemur að strandveiðum.Lítið er að finna sem rekja má til laxeldisins. Sú staða að hafnasjóður er um langt árabil rekinn með tekjum langt umfram það sem þarf getur skapað kröfu frá notendum hafnanna um lækkun gjalda. Laxeldið borgar vel Niðurstaðan er skýr. Laxeldið hefur síðustu 10 árin skilað miklum tekjum til hafnasjóðs Vesturbyggðar og örugglega mun meiri tekjum en nemur þeim útgjöldum sem höfnin hefur orðið fyrir vegna eldisins. Það er ósanngjarnt og ósatt af Jóni Kaldal að reyna að sverta laxeldisfyrirtækin vegna samskipta þeirra við sveitarfélögin, en hann mun líklega halda áfram að reyna. Það verður okkar hvimleiði þakleki svo vitnað sé í biblínua. Höfundur er ritstjóri.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun