Áhyggjurnar enn til staðar og engin trygging Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2024 12:05 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/vilhelm Vestmannaeyjabær gerir alvarlegar athugasemdir við áform þýsks fyrirtækis um efnisvinnslu úti fyrir Landeyjahöfn. Bæjarstjóri segir alla innviði bæjarfélagsins undir; neysluvatn, rafmagn og samgöngur. Fyrirhuguð efnisvinnsla fyrirtækisins Heidelberg í Ölfusi hefur reynst afar umdeild - og hefur meðal annars valdið deilum innan bæjarstjórnarinnar í Ölfusi. Vestmannaeyjabær skilaði nýverið umsögn um áformin og gerir þar alvarlegar athugasemdir við þau, eins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum útlistar nú. „Vegna þess að allir okkar innviðir eru undir, vatn rafmagn ljósleiðari, þetta eru hrygningarsvæði mjög verðmætra stofna, svo sem loðnu og þorsks, og svo er þetta auðvitað okkar samgönguæð, Landeyjahöfn er lífæð Vestmannaeyja.“ Íris segir svæðið sem fyrirtækið vilji vinna jarðveg úr á hafsbotni gríðarstórt. Ekkert í gögnum fyrirtækisins tryggi það að áformin ógni ekki innviðum og hrygningarsvæðum. Innt eftir því hvaða áhrif bæjaryfirvöld óttist nákvæmlega bendir Íris á að við vinnslu sem þessa séu gerðar breytingar á hafsbotninum. Hún hræðist til dæmis mögulegar skemmdir á rafstrengjum sem þar liggja og vísar til þess að ekki sé lengra síðan en í janúar í fyrra að einn slíkur skemmdist. „Hann er úti í næstum sjö mánuði og að hluta til var keyrt hér á olíu, þannig að það er náttúrulega gríðarmikið undir og gríðarlega kostnaðarsamt. Svo er líka ekki vitað hvaða áhrif þetta hefur á ströndina, hvaða áhrif þetta hefur á höfnina, siglingaleiðina, því þetta er svo ofboðslega mikið magn sem er verið að taka.“ Vestmannaeyjabær hefur áður veitt umsögn í málinu, sem var svarað, og umsögnin nú er svar við því svari. „Þeir voru með greinargóð svör að mörgu leyti en þeir róuðu okkur ekki, áhyggjurnar eru enn til staðar, og þeir segja það sjálfir að þeir geti ekki tryggt að þetta hafi engar afleiðingar og undir þetta taka Landsnet, HS veitur, Hafró, risastórir aðilar sem hafa líka áhyggjur af innviðunum og því sem er þarna undir.“ Íris segir að talsvert betri ramma þurfi utan um verkefnið, fái það fram að ganga. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa jafnframt óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fara betur yfir mögulegar afleiðingar fyrir innviði. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Vestmannaeyjar Stjórnsýsla Landeyjahöfn Tengdar fréttir Margt óljóst í áætlunum Heidelberg Materials í Ölfusi - Opið bréf til Þorsteins Víglundssonar, talsmanns Heidelberg Materials á Íslandi, og Eiríks Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Eden Mining. 6. júní 2024 14:16 „Ömurleg staða að vera settur í“ Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss. 21. maí 2024 15:59 Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. 18. maí 2024 14:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Fyrirhuguð efnisvinnsla fyrirtækisins Heidelberg í Ölfusi hefur reynst afar umdeild - og hefur meðal annars valdið deilum innan bæjarstjórnarinnar í Ölfusi. Vestmannaeyjabær skilaði nýverið umsögn um áformin og gerir þar alvarlegar athugasemdir við þau, eins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum útlistar nú. „Vegna þess að allir okkar innviðir eru undir, vatn rafmagn ljósleiðari, þetta eru hrygningarsvæði mjög verðmætra stofna, svo sem loðnu og þorsks, og svo er þetta auðvitað okkar samgönguæð, Landeyjahöfn er lífæð Vestmannaeyja.“ Íris segir svæðið sem fyrirtækið vilji vinna jarðveg úr á hafsbotni gríðarstórt. Ekkert í gögnum fyrirtækisins tryggi það að áformin ógni ekki innviðum og hrygningarsvæðum. Innt eftir því hvaða áhrif bæjaryfirvöld óttist nákvæmlega bendir Íris á að við vinnslu sem þessa séu gerðar breytingar á hafsbotninum. Hún hræðist til dæmis mögulegar skemmdir á rafstrengjum sem þar liggja og vísar til þess að ekki sé lengra síðan en í janúar í fyrra að einn slíkur skemmdist. „Hann er úti í næstum sjö mánuði og að hluta til var keyrt hér á olíu, þannig að það er náttúrulega gríðarmikið undir og gríðarlega kostnaðarsamt. Svo er líka ekki vitað hvaða áhrif þetta hefur á ströndina, hvaða áhrif þetta hefur á höfnina, siglingaleiðina, því þetta er svo ofboðslega mikið magn sem er verið að taka.“ Vestmannaeyjabær hefur áður veitt umsögn í málinu, sem var svarað, og umsögnin nú er svar við því svari. „Þeir voru með greinargóð svör að mörgu leyti en þeir róuðu okkur ekki, áhyggjurnar eru enn til staðar, og þeir segja það sjálfir að þeir geti ekki tryggt að þetta hafi engar afleiðingar og undir þetta taka Landsnet, HS veitur, Hafró, risastórir aðilar sem hafa líka áhyggjur af innviðunum og því sem er þarna undir.“ Íris segir að talsvert betri ramma þurfi utan um verkefnið, fái það fram að ganga. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa jafnframt óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fara betur yfir mögulegar afleiðingar fyrir innviði.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Vestmannaeyjar Stjórnsýsla Landeyjahöfn Tengdar fréttir Margt óljóst í áætlunum Heidelberg Materials í Ölfusi - Opið bréf til Þorsteins Víglundssonar, talsmanns Heidelberg Materials á Íslandi, og Eiríks Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Eden Mining. 6. júní 2024 14:16 „Ömurleg staða að vera settur í“ Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss. 21. maí 2024 15:59 Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. 18. maí 2024 14:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Margt óljóst í áætlunum Heidelberg Materials í Ölfusi - Opið bréf til Þorsteins Víglundssonar, talsmanns Heidelberg Materials á Íslandi, og Eiríks Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Eden Mining. 6. júní 2024 14:16
„Ömurleg staða að vera settur í“ Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss. 21. maí 2024 15:59
Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. 18. maí 2024 14:00