Bananarisi ábyrgur fyrir morðum kólumbískrar dauðasveitar Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 15:41 Chiquita er ekki hvað síst þekkt fyrir banana. Fyrirtækið greiddi kólumbískri dauðasveit á 10. áratugnum. Vísir/Getty Fjölþjóðaávaxtafyrirtækið Chiquita þarf að greiða fjölskyldum fólks sem var myrt af vopnaðri sveit manna í Kólumbíu tugi milljóna dollara eftir að bandarískur dómstóll dæmdi það bótaskylt fyrir að hafa fjármagnað sveitina. Átta kólumbískar fjölskyldur sem áttu ástvini sem féllu fyrir hendi Sameinuðu sjálfsvarnarsveita Kólumbíu (AUC) höfðuðu einkamál á hendur Chiquita eftir að fyrirtækið játaði sig sekt um að fjármagna sveitina árið 2007, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpins BBC. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu AUC sem hryðjuverkasamtök á þeim tíma sem Chiquita lét fé af hendi rakna til sveitarinnar. Liðsmenn AUC frömdu mannréttindabrot og myrtu meðal annars fólk sem var grunað um tengsl við vinstrisinnaðar skæruliðasveitir. Verkalýðsfélagar og starfsmenn á bananaekrum voru á meðal fórnarlamba hennar. Alríkisdómstóll í Suður-Flórída komst að þeirri niðurstöðu að Chiquita væri bótaskylt vegna dauða átta manna og dæmdi það til þess að greiða ættingjunum 38,3 milljónir dollara í bætur, jafnvirði meira en 5,3 milljarða íslenskra króna. Talsmenn Chiquita segja að fyrirtækið ætli að áfrýja niðurstöðunni þar sem kröfurnar á hendur því ættu ekki við nein lagaleg rök að styðjast. Fyrirtækið hélt því fram á sínum tíma að þáverandi leiðtogi AUC hefði kúgað fé út úr því með hótunum um að beita starfsmenn þess ofbeldi. Fyrirtækið gaf AUC hátt í tvær milljónir dollara frá 1997 til 2004. Stefnendurnir sökuðu Chiquita aftur á móti um að ganga í bandalag við AUC á tíma sem fyrirtækið færði út kvíanar á svæði sem sveitin réði. Önnur réttarhöld í einkamáli á hendur Chiquita á að hefjast í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Átta kólumbískar fjölskyldur sem áttu ástvini sem féllu fyrir hendi Sameinuðu sjálfsvarnarsveita Kólumbíu (AUC) höfðuðu einkamál á hendur Chiquita eftir að fyrirtækið játaði sig sekt um að fjármagna sveitina árið 2007, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpins BBC. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu AUC sem hryðjuverkasamtök á þeim tíma sem Chiquita lét fé af hendi rakna til sveitarinnar. Liðsmenn AUC frömdu mannréttindabrot og myrtu meðal annars fólk sem var grunað um tengsl við vinstrisinnaðar skæruliðasveitir. Verkalýðsfélagar og starfsmenn á bananaekrum voru á meðal fórnarlamba hennar. Alríkisdómstóll í Suður-Flórída komst að þeirri niðurstöðu að Chiquita væri bótaskylt vegna dauða átta manna og dæmdi það til þess að greiða ættingjunum 38,3 milljónir dollara í bætur, jafnvirði meira en 5,3 milljarða íslenskra króna. Talsmenn Chiquita segja að fyrirtækið ætli að áfrýja niðurstöðunni þar sem kröfurnar á hendur því ættu ekki við nein lagaleg rök að styðjast. Fyrirtækið hélt því fram á sínum tíma að þáverandi leiðtogi AUC hefði kúgað fé út úr því með hótunum um að beita starfsmenn þess ofbeldi. Fyrirtækið gaf AUC hátt í tvær milljónir dollara frá 1997 til 2004. Stefnendurnir sökuðu Chiquita aftur á móti um að ganga í bandalag við AUC á tíma sem fyrirtækið færði út kvíanar á svæði sem sveitin réði. Önnur réttarhöld í einkamáli á hendur Chiquita á að hefjast í Bandaríkjunum í næsta mánuði.
Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira